Leita í fréttum mbl.is

Orkunotkun mannkyns

er kortlögð af dr.John Christy :

orkunotkun mannkynsHún sýnir að við notum mest af olíu, svo kolum og síðan gasi, annað er óverulegt sem nemur 3 efstu línunum. Alls tilsvarandi tæpum 14.000 milljónum tonna af olíu. 

Nú fara börn um torg og hrópa um að jörðin sé að farast vegna útblásturs CO2. Alveg sama þó að magn þess í andrúmsloftinu hefur ekki verið lægra í 600 milljón ár.

 

 

Við Íslendingar viljum leggja á kolefnisskatta til að gera allt mannlíf erfiðara af því að hin opinbera trú segir að heimurinn sé að hitna vegna útblásturs CO2 af mannavöldum. Dr.Christy segir að engar mælingar sýni slíkt.

 Meir en 70% af orku í Evrópu var árið 2016 framleiddu með olíu, gasi og kolum Olía 34,6% – gas 23,3% – kol 14,7% – kjarnorka 13,2% – endurnýjanleg orka 13,2% + annað 1%

ï‚· Mestu kolabrennsluþjóðirnar 2016 voru Eistland 61,1%, Pólland 49,1%, Tékkland 39,7%, Búlgaría 31,4% og langstærsti orkunotandinn Þýskaland með 24,3% af sinni orku frá kolum.

ï‚· Mestu olíubrennsluþjóðirnar 2016 voru Kýpur með 93,1%, Malta með 78,6%, Lúxemborg með 62,8%, Grikkland með 53,1% og Írland með 49,9%.

ï‚· Mestu gasbrennsluþjóðirnar eru Holland með 38,4%, Ítalía með 37,5%, Bretland með 36,7%, Ungverjaland með 31,2% og Írland með 28,6%.

ï‚· Frakkland er lang stæst í notkun kjarnorku með 41,8% hlutfall af þeim orkugjafa. Þá kemur Svíþjóð með 33,1%, Slóvakía með 23,4% og Búlgaría með 22,5% hlutfall.

 

average-global-temperatureÁ meðan hafa lífslíkur manna vaxið um þriðjung frá 1970.Barnadauði lækkað um 72%, loftmengun hefur minnkað,fæða hefur aukist úr 2300 hitaeiningum á dag í 2800 þrátt fyrir gríðarlega mannfjölgun og sárafátækt í heiminum hefur fallið um helming þrátt fyrir mannfjölgun.

 

Af hverju halda  menn því fram að við Íslendingar séum að forpesta heiminn með útblæstri CO2? Þvílíkt örsmæðarbrot við blásum út miðað við Kína og Indland.

heildarútblástur Co2Heildarlosunin af CO2 í heiminum nemur  bráðum 35 þúsund milljón tonnum en við Íslendingar losum kannski 6  milljónir tonna af heildinni? 

Eigum við að þjást núna fyrir þá sem ekkert gera nema að fjölga stöðugt kolabrennslustöðvum? Hvað með endurreist WOW til viðbótar? Hver á að borga fyrir það?

 

Er ekki nær fyrir mannkynið að snúa sér að því verkefni að draga úr mannfjölguninni? Selja ófrjósemisaðgerðir fyrir verð sem þá fátæku munar verulega um? Eða hvað annað ósiðlegt?

Flestir eru menn á móti mengun og vinna gegn slíku víðast hvar sem þeir geta. En má enginn efast um réttmæti tilgátanna um hlýnun jarðar vegna orkunotkunar mannkyns? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á neðsta grafinu sést að co2 útblástur hafi meira en þrefaldast síðan 1965. Hvernig getur co2 þá verið minna núna en nokkru sinni í 600 milljón ár?

Ómar Ragnarsson, 12.7.2019 kl. 17:26

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Einfalt Ómmar moin, það er bara einhver  400ppm núna en var miklu hærra áður á skalanum sem notaður er.

Halldór Jónsson, 12.7.2019 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.2.): 6
  • Sl. sólarhring: 890
  • Sl. viku: 5597
  • Frá upphafi: 2796049

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 4595
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband