Leita í fréttum mbl.is

Er rafmagn vara?

Ef svo er, eru þá ekki fallvötn Íslands vara. Þar með landið sem þau renna um? 

Öggi skrifar svo í Mogga:

"...Með löggjöf frá því undir aldarlok var hert á lagaákvæðum þess efnis að eignarhald á landi færðu landeigendum yfirráð yfir öllu því sem væri að finna í landareign þeirra, jafnt orku sem vatni.

Að vísu eru skorður reistar um nýtinguna en sáralitlar þó þegar haft er í huga hvað í húfi er.

Við verðum nú vitni að því hér á landi að ásókn eykst í land þar sem slík gæði er að hafa og að jafnt og þétt færist eignarhaldið út úr landinu.

Allt þetta skýrir án efa að margir sem alla jafna eru markaðsþenkjandi finnst ástæða til að endurskoða afstöðu sína hvað raforku og vatn áhrærir og þá máta hvort hún er enn í samræmi við upphaflega hugsun þeirra um að tryggja sem best hag neytenda, náttúru og samfélags.

Þegar ESB nú sektar ríki fyrir að beygja sig ekki tilhlýðilega undir vönd markaðshyggjunnar tek ég ofan fyrir þeim sem búa yfir því sjálfstæði hugans að geta skipt um skoðun.

Svo er náttúrlega hitt til í dæminu, að fólk skipti um skoðun í hina áttina, til að vingast við vöndinn. En ekki er það til að taka ofan fyrir. "

Hvað fær Maggi langi borgað fyrir kílóvattið úr Brúarvirkjun? Á hann einn aflið í Tungufljóti á virkjunarstað? 

Eigum  við Heiði og Bergstaðir saman  allt aflið í fossinum Faxa? Megum við ekki virkja hann án afskipta annarra? Erum við þá skyldugir að selja orkuna hæstbjóðanda þó að við vildum nota hana sjálfir til heimabrúks?

Eiga þeir sem afréttarlönd eiga á vatnasvæði Tungufljóts kröfu á að fá borgað úr Brúárvirkjun og Faxavirkjun?

Er rafmagn vara en jarðir og afréttir sem eiga vatnsréttindi takmörkunum háðar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Rafmagn er vara á markaði. Það held ég að öllum sé ljóst. Land er fasteign og þar með þau fallvötn sem um það renna. Fasteignir má líka kaupa og selja á markaði. En svo er líka hægt að takmarka þau viðskipti. En því fylgir ekki að nein þörf sé á að takmarka viðskipti með rafmagnið. 

Þorsteinn Siglaugsson, 20.8.2019 kl. 16:04

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju ekki Þorsteinn.

Ef ég fer á afréttinn sem við Maggi langi og Binni á Heiði eigum saman og við breytum farvegi tungufljóts þannig að vatnið fari fram hjá Brúarvirkjun en fari í Faxavirkjun, hver á þá rafmagnið? " Er ekki verið að takmarka þau viðskipti?" Leiðir þetta ekki til "að takamarkana  viðskipti með rafmagnið" ?

Halldór Jónsson, 20.8.2019 kl. 17:02

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Salan á rafmagninu er annað en æfingar með árfarvegi Halldór. Framleiðslan getur minnkað hjá einum en aukist hjá öðrum. Það getur líka gerst af náttúrulegum orsökum. En það hindrar auðvitað ekki viðskipti með það sem framleitt er. Ekkert frekar en að það hindrar viðskipti með fisk sem veiddur er þegar ein útgerð veiðir minna en önnur meira.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.8.2019 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418168

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband