Leita í fréttum mbl.is

Grípum tækifærið

til að losna út úr oki EES- samningsins. 

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins svaraði fyrirspurn á fésbók með þessum orðum:

"ESB myndi aldrei gera samning við smáríki með þessum hætti í dag. Þegar EES samningurinn var gerður á sinum tíma voru EFTA löndin sjö(Austurríki, Sviss, Svíþjóð og Finnland) og ESB löndin 15. Þau vilja þessi lönd inn í ESB og finnst óþægilegt þetta flókna samstarf. Þau munu nýta sér að slíta þessu við fursta tækifæri. Ég vil ekki að Ísland afhendi þeim tækifærið."

Páll Vilhjálmsson skýrir orð Brynjars svo:

..."Brynjar lítur svo á að EES-samningurinn sé forsenda byggðar á Íslandi.

Tilfellið er að Ísland var velmegunarþjóð fyrir EES-samninginn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Einnig að EES-samningurinn er upphaflega gerður sem aðlögunarsamningur fyrir væntanlegar ESB-þjóðir. 

EES-samningurinn er hægt en örugglega að gera Ísland að hjálendu Evrópusambandsins. Brynjari og þingflokki Sjálfstæðisflokksins finnst það harla gott.

 

Þau munu nýta sér að slíta þessu við fyrsta tækifæri. Ég vil ekki að Ísland afhendi þeim tækifærið."

Ég vil svara Brynjari svo:

Netop Brynjar, hjálpum þeim til þess að losna úr þessu helvíti fyrirskipana og þvingana fyrir Ísland sem gefa okkur harla lítið nettó.

Auðvitað að greiðir samningurinn í núverandi mynd eitthvað fyrir viðskiptum Íslendinga með fiskafurðir aðallega og styttir eitthvað aðgengistíma og lækkar hugsanlega einhverja  tolla og gjöld toll á aðrar vörur.

En segir þetta eitthvað um það að ekkert af þessu gæti ekki fengist með tvíhliða samningum um fríverslun? Án viðtöku allra þeirra þvingandi reglugerða sem fylgja samningnum?

Einn fylgifiskur er það að við tókum upp aðild að Schengen og  flóttamannavandamálið því tengt og þau óþægindi og kostnaður sem við þar af höfum? Af hverju gerðust eyþjóðin Bretar aldrei aðilar að Schengen? 

Er aðgengi að einhverjum gagnabanka svo og málskotsréttur til Mannréttindadómstóls Evrópu svo mikils virði að óbætanlegt sé að fara aðrar leiðir? Er okkar dómskerfi svona gallað?

Almenningur hér hefur upplifað hærra orkuverð vegna orkusamstarfsins. Hann sér ekki nauðsyn þess að samþykkja O3 þess vegna og er á varðbergi vegna slíks samstarfs.

 

Hvað er það eiginlega sem gerir það nauðsynlegt að ríghalda í þennan EES samning við tollabandalagið ESB, sem er í innbyrðis vandræðum og verður núna fyrir 15 % rýrnun markaðssvæðis við útgöngu Breta.

Hagvaxtarleysi til margra ára er á Evrusvæðinu og atvinnuleysi ríkir þar sem ekki annarsstaðar í heiminum.

Af hverju þurfum við Íslendingar á því að halda að ríghalda í þennan pilsfald sem hótar okkur nú harðræðum vegna makríldeilu sem það var áður búið að valda okkur verulegu tjóni með þátttöku okkar í viðskiptabanni þess við Rússa?

Þeir stóru eins og Þýzkaland fara ekki neitt eftir slíkum fyrirmælum en halda áfram kúgun sinni á öðrum Evrulöndum. Þeir setja skilyrðin í þessum bandalagi og útdeila viðurlögum til hinna smærri aðilanna ef þeir hlýða ekki. Þeir smáu eru réttlausir og leggja ekki refsingar á Þjóðverja vegna Rússaviðskipta þeirra.

 

Heimurinn er langtum stærri fyrir utan EES svæðið þar sem við komumst áfram með fríverzlunarsamningum.

Grípum tækifærið sem felst í höfnun Orkupakka3 og losum okkur út úr þessu kæfandi EES-faðmlagi til enurreisnar fullveldis Íslands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

NÆRVERA og TENGSL 300þús ÍSLENDINGA kosta fámenni OKKAR marga miljarða á ári varðandi dómsmál og afskiptasemi ESB landa. Ég nenni ekki lengur að vera "ALÞJÓÐLEGUR" til að falla í HÓP "OFURRÍKJA",sem EKKERT geta og kunna,nema búa til ÓHÓF og SKATTA.

ÍSLENDINGUR og NATIONALISTI vil ég vera fyrir ÍSLAND, en EKKI fyrir HAGSMUNAHÓPA og ORKUSPEKULANTA, sem vilja færa sameiginlegar eigur OKKAR til BRUSSEL. SKÖMM fylgi ESB sinnum og ríkisstjórn, sem áður kaus ÖLL á móti ESB.

HJÁLPUM ÓSTJÓRN ERLENDIS með aðstoð á FISKI,MATVÆLUM,LÝSI og VATNI,eins og gert var í gamla daga. ÍSLAND í fyrsta sæti, eins og MAÐURINN orðaði það.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 29.8.2019 kl. 14:08

2 identicon

FÁMENNI ÍSLENDINGA er DÝRMÆTT. Landið OKKAR,ÍSLAND,náttura og heilnæm framleiðsla Bænda í Sauðfé og Ræktun,Gróðurhús inni og utandyra, Vatni,Orku Hitaveitu virkjunum og Vísindum. HAFIÐ og Sjávarútvegur vegur HÁTT ásamt erlendum ferðamönnum. HEILSA og LANGLÍFI ÍSLENDINGA er hátt. Þessar "gjafir" ber að varðveita með ÍSLENDINGUM, en EKKI með "vistinni" við ESB í BRUSSEL. 

BURT frá ESB í BRUSSEL og "aula" samskiptum,sem kosta miljarða fyrir 300 þúsund ÍSLENDINGA.

Yfirgefum "Borgarlínuna og Regnbogaævintýrið" í Reykjavík. Kaupið 50-100 smárútur, sem keyra frítt fyrir námsmenn og almenning, sem greitt verður af Reykjavik og nágrana-bæjum.

Kynnum ALLA framleiðsluvöru á ÍSLANDI á "Suðurlandinu" einu sinnum á ári með úrvalsfólki BÆNDA,SJÁVARÚTVEGS og GRÓÐURHÚSA.  ÍSLAND mun sigra í þessari LANDKYNNINGU. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 29.8.2019 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418200

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband