Leita í fréttum mbl.is

Silfrið

hans Egils byrjaði aftur í dag.

Mér fannst gaman að hlusta á Styrmir Gunnarsson og málflutning hans um nauðsyn þess að menn ólíkra skoðana ræði saman. Ekki að útiloka samræður við menn vegna skoðana þeirra í ólíkum málaflokkum eins og nokkuð ber á í umræðunni.

Þórhildi Sunnu finnst hún ekkert hafa við Pence að tala af því að hann er á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Kristrún Heimisdóttir, sem  fór langt í að eyðileggja þáttinn með heimskulegu gargi sínu og framíköllum hjá Styrmi, virtist líka hafa þá afstöðu að láta eitt mál yfirskyggja öll önnur. Þessar konur gerðu mér vitanlega ekki athugasemdir við heimsókn Merkel á dögunum sem hafði þó svipaðar skoðanir og Pence á því máli.

 

Stjarna þáttarins með Styrmi Gunnarssyni var Katrín Jakobsdóttir sem fór á kostum í viðtali við Egil.

Katrín lagði áherslu á að það skipti máli í stjórnmálum að ná árangri í stefnumálum sínum. Þannig yrði stjórnmálamaður að meta hluti í samhengi og hlutfalli. Það hefði náðst árangur í efnahagsmálum og heilbrigðismálum sem væru meiri en það hvort varnarliðsframkvæmdir þyrfti að auka tímabundið. Katrín flutti sitt mál sem þroskaður stjórnmálamaður þó að ég fylli seint hennar flokk. 

Það var upplyfting í að heyra þroskuð viðhorf hjá þessum tveimur viðmælendum Egils innan um innihaldslítið skvaldur Þórhildar Sunnu og Kristrúnar Heimisdóttur. Eiríkur Bergmann, löngum skoðanastjóri RÚV, slapp nokkurn veginn skammlaust frá þættinum hvað sem hann meinaði með hinum boðaða hvíta slopp.

Þetta Silfur var ekki það versta þó Egill megi hafa harðari stjórn á dónum og uppivöðsluliði eins og þessari Kristrúnu Heimisdóttur .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vinsælt meðal þeirra sem hafa skoðanir, sem almennt siðferði og mannréttindi taka ekki góðar og gildar, að vilja sitt tækifæri til að útvarpa sínum skoðunum. Þetta á, til dæmis, við um rasista sem vilja boða yfirburði síns litarhafts, fordómafullt fólk sem vill níða önnur trúarbrögð, hryðjuverkamenn sem vilja kynna sinn boðskap fyrir fleirum og barnaníðinga sem telja það í þágu almennings og málfrelsis að fá að kynna hversu eðlilegt og fallegt sé að fullorðið fólk fái að stunda kynlíf með leikskólabörnum. Hóparnir eru fleiri og eiga það allir sameiginlegt að þöggun á skoðunum þeirra ógnar ekki málfrelsinu og kostar engan eðlilegan mann svefn.

Vagn (IP-tala skráð) 1.9.2019 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það hefði varla drepið Egil að spyrja Katrínu: Til hvers og fyrir hvern eigum við að samþykkja Op3 og hvað gerir þessi orkupakki fyrir okkur???

Sigurður I B Guðmundsson, 1.9.2019 kl. 22:15

3 identicon

Þessvegna er ég hrifinn af

http://cisv.is/index.php?option=content&task=view&id=1&Itemid=24

Tilgangur CISV er  að auka réttlæti og stuðla að  frið í heiminum.   Einstaklingar fá tækifæri til að búa og starfa með fólki af ólíkum menningar- og þjóðarbrotum

Með því að hvetja til virðingar fyrir mismunandi menningu og sjálfsmeðvitundar einstaklingsins þá virkjum við þátttakendur í að tileinka sér gildi okkar í lífi sínu og starfi.

Grímur (IP-tala skráð) 2.9.2019 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband