Leita í fréttum mbl.is

Þorvaldur leiðréttir "staðreyndir"

frá OECD í Fréttó í dag því honum líka ekki niðurstöðurnar.

Hann hefur lengi verið áhugamaður um gengisfellingar eins og faðir hans sem tók þátt í mörgum slíkum. Nú skortir gengisfellingar til að lagfæra tölur OECD um lífskjör Íslendinga.En alþýðuvinir vilja ætiíð skammta almenningi sem naumast og draga fé til sjálfs sín í nafni samneyslunnar. 

Prófessor doktor Þorvaldur segir m.a.:

"Flókalundi –

Samtök atvinnulífsins birtu í fyrri viku furðufrétt sem hefst svo: „Meðallaun á Íslandi voru hæst meðal OECD-ríkjanna árið 2018. Meðallaunin voru 66.500 Bandaríkjadollarar en næst komu Lúxemborg með tæplega 65.500 og síðan Sviss með rúmlega 64.000 dollara. Meðallaun á öðrum Norðurlöndum voru allmiklu lægri eða rúmlega 55.000 í Danmörku, 51.000 í Noregi og 44.000 í Svíþjóð og Finnlandi.“ Samtökin tilgreina Efnahags- og framfarastofnunina í París (OECD) sem heimild.

Þau virðast trúa því – eins og Viðskiptaráð gerði 2008! – að Íslendingar hafi nú aftur stungið Bandaríkin, Lúxemborg og Sviss af í efnahagslegu tilliti, að ekki sé talað um Norðurlönd. Samtökin virðast nú, eins og Viðskiptaráð 2008, telja Ísland standa þeim „framar á flestum sviðum“. Sem sannara reynist

Réttar upplýsingar (SIC! Hvaðan fengnar?) frá OECD birta aðra mynd af málinu. Skv. þeim var landsframleiðsla á mann á Íslandi 2018 ofan við Danmörku, Svíþjóð og Finnland, já, en auðvitað langt fyrir neðan Lúxemborg, Írland, Sviss, Noreg og Bandaríkin.

Staða Íslands er þó ofmetin í þessum samanburði OECD þar eð gengi krónunnar er of hátt eina ferðina enn og á því trúlega eftir að lækka með minnkandi útflutningstekjum og draga Ísland niður eftir listanum sem mælir framleiðsluna í dollurum. Ekkert nýtt í því.

Við bætist að landsframleiðsla á hverja vinnustund er skárri mælikvarði á lífskjör í samanburði við nálæg lönd þar eð þá er fyrirhöfnin á bak við framleiðsluna – vinnan! – tekin með í reikninginn.

Skv. tölum OECD er Ísland í miðjum hlíðum á þennan kvarða með 68 dollara á tímann á móti 74 dollurum í Bandaríkjunum og 77 í Danmörku 2018.

Einnig í þessum samanburði er staða Íslands þó ofmetin bæði vegna þess að gengi krónunnar er nú of hátt eins og ég var að segja auk þess sem nýtt og mun lægra mat á vinnutíma Íslendinga sem Hagstofa Íslands birti fyrir kjarasamningana í vor leið vekur ekki tiltrú.

Hagstofan lítur nú svo á að vinnuvikan á Íslandi 2018 hafi að jafnaði verið 31 stund miðað við 47 vikna vinnu á ári á móti 30 stunda vinnuviku í Danmörku og Noregi, 34 stundum í Svíþjóð og 35 í Finnlandi.

Þessar nýju tölur Hagstofunnar um Ísland sem OECD hefur tekið upp hráar stangast á við fyrri upplýsingar og einnig það sem augað sér eða þykist sjá á vettvangi. Við höfum séð stöðu Íslands ofmetna áður, síðast með miklum hvelli 2008. En Samtök atvinnulífsins virðast sitja föst við sinn keip eins og ekkert hafi í skorizt...." 

Framhaldið er svo venjubundinn rógur um Bandaríkin sem ég nenni ekki að hafa eftir.

En ef manni líkar ekki eitthvað í tölfræðinni þá bara leiðréttir maður tölurnar eins og IPCC gerir til að færa sönnur á hamfarahlýnunina svo að Katrín geti skattlagt alþýðuna á Íslandi.Þorvaldur er ekki ónýtur í að leiðrétta tölur hvaðan sem þær koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Svo menn haldi ekki að ég sé með einelti á prófessor doktor Þorvald Gylfason er rétt að halda til haga eftirfarandi athugasemd sem birtist í 17.sept.í FréttÓ eftir Konráð Guðjónsson hagfr.Viðskiptaráðs og Ádísi Kristjánsdóttur hjá SA:

+Reglulega er fullyrt að á Íslandi ríki mikill ójöfnuður, að launahækkanir renni fyrst og fremst til „auðvaldsins“ og lífskjör séu því lakari en hagtölur segi til um. Raunveruleikinn er þó annar. Á Íslandi eru lífskjör góð, kaupmáttur launa hæstur meðal iðnríkja og Prófessor misskilur hagtölur Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA jöfnuður óvíða meiri. Þrátt fyrir það er of oft reynt að draga fram aðra og dekkri mynd. Nýverið skrifaði Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, grein þess efnis að Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands „sætu föst við sinn keip“ að halda því fram að við Íslendingar værum meðal fremstu þjóða þegar kemur að lífskjörum. Það kann að vera skoðun prófessorsins á ofangreindum samtökum liti málf lutning hans en engu að síður vekur það undrun að prófessor við æðstu menntastofnun landsins skuli ítrekað í umræddri grein mistúlka hagtölur OECD og draga fram illa rökstuddar ályktanir og einfaldlega rangfærslur. Í fyrsta lagi dregur Þorvaldur upp þá mynd að samtökin séu viljandi að „blekkja“ almenning með því að birta OECD samanburð á meðallaunum kaupmáttarleiðrétt, þar sem Ísland er í efsta sæti. Ekki er alveg ljóst hver blekkingin er því það er einfaldlega staðreynd að kaupmáttur launa á árinu 2018 var sá hæsti á Íslandi meðal OECD-ríkja. Telur Þorvaldur að réttara sé að horfa til landsframleiðslu á mann, sem vissulega er einnig góður mælikvarði á lífskjör. Þá er einnig rétt sem haldið er fram að Ísland sé ekki efst meðal OECD-ríkja miðað við þann mælikvarða, heldur í 7. sæti. Þorvaldur virðist út frá þessu draga þá ályktun að það sé rangt að halda því fram að við stöndum framarlega í efnahagslegu tilliti. Það sem hins vegar Þorvaldur minnist ekki á, vísvitandi eða ekki, er launahlutfallið sjálft. Launahlutfall er mælikvarði á það hversu stór hluti af verðmætasköpun rennur til launþega. Staðreyndin er sú að launahlutfallið á Íslandi um 64% á árinu 2018 og er það hæst meðal annarra OECD-ríkja, næst á eftir kemur Danmörk með hlutfallið í rúmlega 60%. Með öðrum orðum rennur hvergi stærri hluti af verðmætasköpun efnahagslífsins til launþega en á Íslandi. Hátt launahlutfall fer því nokkuð langt með að skýra muninn á því af hverju kaupmáttur launa er hvergi meiri en á Íslandi en landsframleiðsla á mann „aðeins“ sú sjöunda hæsta í þessum OECD-samanburði. Við erum í fremstu röð á báða mælikvarða þegar allar breytur eru teknar inn í jöfnuna. Þorvaldur virðist einnig telja að framleiðni á Íslandi, hvort sem horft er á landsframleiðslu á mann eða vinnustund sé ofmetin út af háu gengi krónunnar í gögnum OECD og röngum vinnustundum. Þetta er ekki heldur rétt ályktun. Í tölum OECD kemur skýrt fram að gögnin eru kaupmáttarleiðrétt (PPP) sem þýðir að leiðrétt er fyrir gengi og verðlagi. Þá eru nýjar tölur Hagstofunnar um vinnustundir nær því sem þekkist í nágrannaríkjunum en engu að síður véfengir Þorvaldur þær án röksemda. Mikilvægt er að byggja ályktanir um þróun launa og lífskjara á sem bestum hagtölum og forðast eftir fremsta megni að draga fram innihaldslausar ályktanir. Þó enginn haldi því fram að Ísland standi fremst á öllum sviðum stendur Ísland framarlega á mörgum sviðum, sem er fagnaðarefni. Við getum verið stolt af þeim árangri sem hefur áunnist en eigum alltaf að stefna að því að gera enn betur, einkum þar sem við stöndum ekki framarlega. Efnahagsleg hagsæld byggir á því að hér vaxi og dafni blómleg fyrirtæki sem skapa aukin verðmæti sem landsmenn njóta góðs af í formi bættra lífskjara. Róandi að því mikilvæga markmiði sitjum við því sannarlega föst við okkar keip."

Halldór Jónsson, 17.9.2019 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband