Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur og Geirfinnur ?

skipta örlög þeirra engu máli lengur? Eiga aðstandendur þeirra engar bætur skilið?

Þessir tveir menn voru að öllum líkindum myrtir og hurfu sporlaust. Þar var margt fólk grunað sem nú hefur verið sýknað. Vegna skorts á sönnunum um sekt eða sakleysi eða af því að það var raunverulega undir fölskum grun? 

Hefur enginn samúð með þessum horfnu mönnum? Hvaða grimmum örlögum mættu þeir ekki? Áttu ættingjar þeirra bara að bera harm sinn í hljóði. Brást samfélagi þeim ekki neitt í því að vera máttvana í að fá fram sannleikann í máli þeirra? Svipta þá ástvinum sínum?

Er aðalmálið að ákveða hverjir eigi að fá milljarða af skattfé ættingja fórnardýranna  fyrir að hafa verið sterklega grunaðir um morð og setið í gæsluvarðhaldi svo sem lög mæla fyrir um?

Er engin samúð afgangs eftir handa þessu fólki sem átti sárast um að binda fyrir ástvinamissi sinn?

Skipta grimmileg örlög Guðmundar og Geirfinns engu máli í þessu samfélagi fréttafíkla og öfgasamúðar vinstri sinna og góða fólksins?

Voru grunaðir menn sýknaðir í Guðmundar og Geirfinnsmálinu vegna þess að ekki tókst að sanna neitt á þá eða blasti sakleysi þeirra svo ótvírætt við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi hugmynd skapar einstætt fordæmi, algerlega nýlundu í réttarkerfi þjóða. Hvað um aðstandendur þeirra mörgu tuga Íslendinga sem hafa horfið sporlaust síðustu 40 ár? 

Ómar Ragnarsson, 24.9.2019 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband