Leita í fréttum mbl.is

Hetjuleg barátta

íslenzka landsliðsins gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld var einstök. Þvílíkir jaxlar voru okkar menn í vörninni gegn frábærum andstæðingum sem virtust hafa alla tækni heimsins á valdi sínu.

Að aðeins eitt víti skyldi tryggja Frökkum sigur er ótrúlegur árangur.

Frábær var markvarzla Hannesar eins og oft áður og hann hefði alveg eins getað hitt á að verja vítið einsog þegar hann varði skotið frá Messi, hefði heppnin verið með í þetta sinn.

En svona fór þetta. Og til viðbótar verður að viðurkenna að  Frakkar voru ótrúlega óheppnir oft á tíðum og klúðruðu óspart okkur til happs þó samspilið þeirra væri ótrúlega gott. 

Til hamingju okkar liðsmenn. Þið voruð frábærir í ykkar hetjulegu baráttu og vörn ykkar sem varð í þessum leik verður lengi ágætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Vel mælt Halldór, og sannarlega orð að sönnu. 

Bestu kveðjur.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 12.10.2019 kl. 08:09

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Í mínum huga skiptir það engu máli

hvort að einhverjum bolta sé sparkað fram og til baka.

Ég lít ekki á boltaleiki sem hetjudáðir.

ÉG myndi frekar vilja fylgjast með inntökuprófum inn í FLUGBJÖRGUNARSVEITINA.

=Hvað þar að kunna og geta gert til að ná undanfaratitlinum þar?

Jón Þórhallsson, 12.10.2019 kl. 09:34

3 identicon

VIÐ EIGUM DÝRMÆTA FÁMENNA ÞJÓÐ ÍSLENDINGAR, sem enn njóta framleiðslu BÆNDA og SJÁVARÚTVEGS.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 12.10.2019 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 102
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 910
  • Frá upphafi: 3059461

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband