Leita í fréttum mbl.is

Afrekaskrá ríkisstjórnarinnar

tekur Bolli Héðinsson hagfræðingur saman í Fréttablaði Helga í dag. Bolli tekur saman eftirfarandi punkta:

"n Ríkisstjórnin hyggst veikja Samkeppniseftirlitið á þann veg að eftirleiðis geti fyrirtæki metið sjálf hvort samkeppni milli þeirra sé næg… 

n Samkeppniseftirlitið mun ekki fá að skjóta málum til dómstóla heldur munu fyrirtækin eiga síðasta orðið… (eins og þegar útgerðir láta eigin vigtun á afla gilda um það magn sem þær koma með að landi, ekki það sem hafnarvogin vigtaði. Nú vilja fleiri fyrirtæki fá að njóta sama sjálfdæmis.)

n Ríkisstjórnin hyggst lækka erfðafjárskatt…

n Ríkisstjórnin hyggst koma á fót þjóðarsjóði fyrir arðinn af auðlindum þjóðarinnar, en arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni er ekki hafður með… (eins og ríkisstjórnin telji fiskimiðin ekki meðal eigna þjóðarinnar, sem henni beri að hafa neinn arð af.)

n Þjóðarsjóðinn á síðan að fela einkafyrirtækjum (á borð við Gamma) að ávaxta í stað Seðlabankans sem hefur boðist til að taka það að sér á svipaðan hátt og gert er í Noregi.

Þetta eru nokkur þeirra mála sem ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna hyggst berjast fyrir á Alþingi.

Orkupakkanum hafa þau þegar náð í gegn, pakka sem þau hefðu verið algjörlega mótfallin ef þau hefðu ekki verið í ríkisstjórn.

Á hátíðarstundum í flokksstarfi Vinstri grænna eru hins vegar talin upp afrek þeirra í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Upptalning VG á árangri er í besta falli almennar yfirlýsingar um náttúruvernd og loftslagsmál og eingöngu í málaflokkum sem nær allir eru sammála um.

Ætla má að málefnin sem talin eru upp hér í byrjun stríddu gegn þeim grundvallarsjónarmiðum sem VG segist standa fyrir í orði kveðnu a.m.k.

Við myndun ríkisstjórnarinnar greindi núverandi forseti ASÍ, sem er fyrrverandi framámaður í VG, frá því hvert hún teldi að yrði hlutskipti VG í ríkisstjórninni. Svo virðist sem forspá hennar sé nú þegar orðin að áhrínsorðum."

Freistandi er að titaka nokkra punkta í viðbót:

n. Sjúklingar eru sendir í ferfalt dýrari liðskiptaaðgerðir erlendis en hægt er að framkvæma hér heima.

n. Kolefnisskattar vinstristjórnar Steingríms og J+óhönnu munu hafa ferfaldast um næsu áramót.

n. Fyrirhugað er að leggja  sorpurðunargjald á almenning þó ESB banni urðun sorps eftir áratug.

n. Fjármagnstekjuskattur hefur verið stórhækkaður.

n. Efnamenn greiða engin gjöld fyrir dýra rafbíla sína.

n. Auka á kaup á grænum skuldabréfum lífeyrissjóða.

n. þeir segja okkur að sykurskattur sé það besta fyrir okkar       heilsu. 

Þetta er hluti af afrekaskrá ríkissjórnarinnar sem margir vonuðu að myndi efla lífskjör almennings og sjálfstæði þjóðarinar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband