Leita í fréttum mbl.is

Allt í plati

er ţađ sem meirihlutaflokkarnir í Reykjavík segja ţegar ţeir rćđa vćntanlega skuldaaukningu Borgarinnar nćstu tvö ár.

Sjálfur ritstjóri Fréttablađsins skrifar eftirfarandi í blađ sitt í dag:

"REYKJAVÍK

Í fimm ára áćtlun sem fylgdi frumvarpi ađ fjárhagsáćtlun Reykjavíkurborgar og lögđ var fram á fundi borgarstjórnar nýlega, er ráđgert ađ skuldir og skuldbindingar samstćđu Reykjavíkurborgar verđi 64 milljörđum hćrri áriđ 2022 en ţćr voru viđ síđustu kosningar.

Ţetta segir Eyţór Arnalds, oddviti Sjálfstćđisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. „Ţađ sem slćr mann er hve ţetta er stjarnfrćđilega langt frá áćtluninni sem var lögđ fram fyrir síđustu kosningar.

Ţegar mađur horfir á lokaár kjörtímabilsins, sem er 2022, stefnir í ađ borgin skuldi 368 milljarđa í stađ 304 milljarđa samkvćmt áćtluninni,“ segir Eyţór.

„Ţetta er svo gríđarlega há tala ađ ég held ađ ţeim hafi brugđiđ ţegar ég benti á ţetta,“ segir Eyţór jafnframt. Hann segir sáttmálann sem liggur til grundvallar meirihlutasamstarfinu mćla fyrir um ađ greiđa eigi niđur skuldir.

Stefna Viđreisnar hafi veriđ sjálf bćr rekstur og ađ greiđa niđur skuldir. „Ţetta er eins langt frá ţví sem verđa má.“ Hann segir ţetta setja samstarf í meirihlutanum í nýtt ljós. „Ég get ekki séđ ađ Viđreisn sé stćtt á ađ vera í meirihlutasamstarfi sem gengur svo ţvert á stefnu flokksins og sömuleiđis ţvert gegn lykilatriđum í fjármálakafla meirihlutasáttmálans sem Viđreisn samţykkti.

Ţađ voru ekki bara borgarfulltrúarnir heldur líka flokkurinn sjálfur sem samţykkti sáttmálann og fjármálakaflann ţar međ.“ Fyrri umrćđa um frumvarpiđ og áćtlunina fór fram á ţriđjudag í borgarstjórn. – jţ "

Ţađ vekur eiginlega furđu mína ađ svona skrif hafi sloppiđ fram hjá árvökulu auga eiganda blađsins sem áreiđanlega vill ekki láta skrifa neitt ljótt um meirihlutann i Borginni frekar en annađ vinstra fólk.

En ţetta bendir enn og aftur til ţess ađ vinstri mönnum er lítt treystandi til ađ standa viđ kosningaloforđ sín í fjármálum.

Allt tal Viđreisnar og Ţorgerđar Katrínar um lćkkun skulda og  sjálfbćran rekstur á Borgarsjóđi Reykjavíkur eđa ţá Ríkissjóđi Íslands er bara allt í plati.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 103
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 911
  • Frá upphafi: 3059462

Annađ

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 728
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband