Leita í fréttum mbl.is

Endurhlýnun, ekki hamfarahlýnun

segir Vilhjálmur Eyţórsson í merkri grein í Fréttablađinu í dag.

Auđvitađ er ólíklegt ađ vísindafólk á borđ viđ Katrínu Jakobsdóttur eđa Grétu Thunberg leiđi hugann ađ slíkum upplýsingum og ţarna koma fram, ţá gćti veriđ ađ einhverjum af ţeim 96.000(sic!) sem ţeir segja ađ nenni ađ lesa Fréttablađiđ, skjótist yfir ţessa litlu grein.

Vilhjálmur segir:

"Ţađ er skrýtiđ, ađ ţađ ţurfi mann eins og mig, mann utan úr bć til ađ benda á hlut sem hefur veriđ fullsannađur og óumdeildur í meira en hundrađ ár, nefnilega, ađ jörđin hefur veriđ ađ kólna og ţorna í um átta ţúsund ár. Raunar var lćgsta punktinum í ţessari kólnun náđ um aldamótin 1900, ţegar jöklar voru ţeir mestu frá „ísöld“ (jökulskeiđi) en síđan hefur dálítil uppsveifla veriđ, um 0,8 gráđur frá 1880.

Ţetta ćttu allir, sem titla sig „vísindamenn“ og gefa yfirlýsingar um loftslagsmál ađ vita. Viti ţeir ţetta ekki eru ţeir einfaldlega ekki marktćkir. Og hvar í ósköpunum er ţetta litla orđ „aftur“? Af hverju tala allir, ekki síst ţeir sem titla sig „vísindamenn“ um „hlýnun“ ţegar rétt er ađ segja „endurhlýnun“? Máliđ er alls ekki umdeilt. En af hverju talar enginn lengur um ţađ?

Ţađ er ekki eins og ţađ séu nein ný tíđindi ađ loftslag á jörđinni hefur veriđ ađ kólna og ţorna í um 7-8 ţúsund ár. Ţađ var nefnilega fyrir langalöngu, um aldamótin 1900, sem Norđmađurinn Axel Blyth og Svíinn Rutger Sernander gerđu grein fyrir rannsóknum sínum á gróđri í mýrum Skandinavíu međ tilliti til loftslags fyrri alda og árţúsunda. Nýrri rannsóknir, m.a. á borkjörnum í Grćnlandsjökli og Suđurskautslandinu, hafa síđan fyllt út í myndina en í raun litlu bćtt viđ niđurstöđur Blyth-Sernanders.

Má t.d. benda á ágćta bók Helga Björnssonar jöklafrćđings, en ţar kemur m.a. fram, ađ Vatnajökull fór fyrst ađ myndast um sama leyti og Forn-Egyptar reistu pýramída sína, ţ.e. fyrir um 4.500 árum.

Ţađ var fyrir rúmlega tíu ţúsund árum, ađ jökulskildirnir miklu bráđnuđu og yfirborđ sjávar hćkkađi um marga tugi metra. Ţetta flokkast undir mannkynssögu, ekki jarđsögu, eins og flestir halda, árţúsundir, ekki ármilljónir.

Loftslag á jörđinni hefur nefnilega veriđ ađ kólna og ţorna síđan fyrrnefnd „hamfarahlýnun“ náđi hámarki fyrr 7-8 ţúsund árum, en ţađ tímabil nefndu Blyth og Sernander „atlantíska skeiđ bórealska tímans“ sem einnig er nefnt „holocen-hámarkiđ“.

Ţessi kólnun og ţornun verđur í sveiflum og rykkjum, en ţrátt fyrir allar sveiflur og sveif lur innan í öđrum sveiflum kólnar og ţornar jörđin hćgt og sígandi og stefnir óhjákvćmilega í nýtt jökulskeiđ („ísöld“), en ţćr eru ţegar orđnar um 20 á ísöldinni miklu eđa kvartertímanum, sem stađiđ hefur í 2,5-3 milljónir ára.

Ekkert bendir til annars en ađ okkar hlýskeiđi muni ljúka eins og öllum hinum og ţađ er nú ţegar orđiđ sćmilega langt. Ţví vćri vitlegra ađ búa sig undir hnattkólnun, ekki hnatthlýnun.

Međ hćkkandi hitastigi eykst rakadrćgni loftsins mikiđ viđ tiltölulega litla hćkkun. Ef loftslag skyldi hlýna mundi ţađ ţví ţýđa stóraukna úrkomu, svipađ og var fyrir 7-8 ţúsund árum ţegar Ísland var jöklalaust og Sahara gróin eins og ađrar eyđimerkur.

Hlýnun ţýđir ţví stóraukiđ vatn, ekki síst á ţurrlendum svćđum, öfugt viđ ţađ sem fáfróđir kjánar ímynda sér. Nýlegar rannsóknir á NorđurGrćnlandi og Svalbarđa sýna, ađ á atlantíska skeiđinu uxu ţar jurtir sem ţurfa um sjö stiga hćrri međalhita en nú er ţar. Ţetta ţýđir, ađ íshafiđ hefur veriđ ađ mestu íslaust a.m.k. á sumrin. Ţó lifđu ísbirnir af og lifa enn ţótt sum hinna ýmsu hlýskeiđa hafi veriđ mun hlýrri en ţađ núverandi.

Jörđin var sem aldingarđur ţví hlýnun er öllum fyrir bestu, mönnum dýrum fuglum, fiskum, jurtum og öllu sem ţrífst á jörđinni. Grćnland var líka á sínum stađ eins og Suđurskautslandiđ, ţótt eitthvađ kvarnađist úr báđum, einkum Grćnlandi og međal sjávarstađa var ađeins einhverjum fáum tugum sentimetra hćrri en nú.

Fyrir ţví eru nokkrar ástćđur: Miklu meira vatn var bundiđ í gufuhvolfinu, sem stuđlar ađ lćkkun sjávarmáls og ekki síđur hitt, ađ ţrátt fyrir hćrri međalhita var enn frost mestallt eđa allt áriđ á hábungu meginjökla, en ţađ er ákoma, ţ.e. snjókoma umfram sumarbráđnun  sem mestu rćđur um vöxt og viđgang jökla. Miklu meiri snjór olli ţví hćkkun jöklanna, ţótt kvarnađist úr nćr sjávarmáli.

Um koldíoxíđ vil ég ţó segja ţetta: Jurtirnar ţurfa gífurlegt magn koldíoxíđs á hverjum degi til ađ vaxa og dafna, mynda nýjar frumur og vefi og nýtt súrefni. Ţessi hringrás tekur ađeins fáein ár.

Raunar byggir C14 aldursgreining fornleifafrćđinga einmitt á ţeirri stađreynd, ađ ţetta er hringrás sem sífellt endurnýjast, koldíoxíđ eyđist og nýtt tekur viđ á innan viđ tíu ára fresti. Ţannig hefur ţetta veriđ í milljarđa ára, síđan jörđin var ung. Ţáttur mannanna hefur veriđ talinn um 3,2% af koldíoxíđi gufuhvolfsins.

Koldíoxíđ, náttúrulegt og manngert, er nú um 400 grömm í hverju tonni gufuhvolfsins og ţar af er hlutur Íslendinga eitthvert brotabrotabrotabrot úr nanógrammi."

Ţađ er svo ótrúlega furđulegt ađ til sé fólk sem horfir á örstutt hlýskeiđ í milljarđa ára sögu jarđarinnar og alhćfir ađ allt sé ađ fara á hvolf vegna útblásturs koldíoxýđs manna.

Vilhjálmur á ţakkir skildar fyrir ađ rifja ţessar stađreyndir upp.

Viđ landnám var Vatnajökull í tveimur hlutum og nefndist ţá Klofajökull. Lá ţjóđbraut milli helminganna. Af hverju skyldi jökullinn hafa veriđ í ţessum tveimur hlutum? Óhjákvćmilega mun minni en hann er núna.

Er hugsanlega ađeins endurhlýnun í gangi en ekki hamfarahlýnun af mannavöldum?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

 Reyndar varđ ég ađ stytta greinina ţrívegis og samt tók tćpa tvo mánuđi ađ fá hana birta, enda gengur hún gegn hugmyndum semikommanna, sem ráđa Fréttablađinu. Hún er í fullri lengd á bloggi mínu, vey.blog.is
Hér er greinin í upprunalegri útfćrslu: https://vey.blog.is/blog/vey/entry/2238952/

Vilhjálmur Eyţórsson, 7.11.2019 kl. 15:28

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góđ grein Halldór Já Kata vísinda kona veit sjálsagt betur eđa ţađ heldur hún. 

Valdimar Samúelsson, 7.11.2019 kl. 15:49

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Vatnajökull var vissulega minni viđ landnám en hann er í dag. Munurinn er hinsvegar sá ađ ţá var hann ađ stćkka en er nú ađ minnka. En er Klofajökulsnafniđ endilega vísbending um ađ hann hafi veriđ klofinn í tvennt? Hefđi hann ţá ekki veriđ skilgreindur sem tveir ađskildir jöklar og fengiđ ţá tvö nöfn, rétt eins og Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull?

Emil Hannes Valgeirsson, 7.11.2019 kl. 21:11

4 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Greinar og pistlar Vilhjálms Eyţórssonar eru vel fram settir, međ skýrum rökum og vísunum í stađreyndir og ţekktar niđurstöđur. Nokkuđ sem forsćtisráđherfa Íslands skeytir litlu um, í ömurlegri tilraun sinni til ađ snúa úreltum sósíalískum hugmyndum sínum, undir handarjađri Ţistilfjarđarkúvendingsins, yfir í ofurskatta á almenning, í nafni hinnar nýju trúar. Trúar sem ćtlađ er ađ leysa af hólmi sósíalismann, en er engu betri.

 “ Mergsjúgum almenning, svo viđ getum flogiđ á ráđstefnur á sagaklass, fimm stjörnu hótel međ kavíar og kampavín í morgunmat. Ráđstefnur sem sjaldnast komast ađ annari niđurstöđu en ţeirri, hvar halda skuli nćsta fund um “hamfarahlýnunina” međ tilheyrandi mengun.”

 Ţetta heimsendaspárliđ á bágt og sennilega verđur vitinu ekki međ nokkru móti fyrir ţađ komiđ. Ţetta eru jú ađ mestu sósíalistar og kratar, sem fátt kunna annađ en eyđa peningum annara. Heimska ţeirra er alger og sorglegt ađ horfa upp á ađ rökrćđur séu ađ mestu orđnar bannađar um hlýnun jarđar, ţví fávísir stjórnmálamenn, opinmynntir fjölmiđlamenn og sćnskir afvegaleiddir krakkakjánar hafa tekiđ yfir alla skynsamlega umrćđu.

 Hvet alla til ađ lesa grein Vilhjálms. Ţar ritar mađur af viti.

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 7.11.2019 kl. 23:33

5 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Rétta lýsingin er endurhlýnun.

Hamfarahlýnun er ţegar fólk eins og gluggaskrautiđ

og sćnska undriđ, hleypur fram og hrópar úlfur, úlfur, úlfur.

Ţá fer af stađ hamfarhlýnun sem felst í ţvi ađ hćkka

álögur á almenning og skerđa lifsgćđi svo um munar.

CO2 sem er undirstađa alls lífs á jörđinni er sagt hćttulegt

og fólk hrćtt međ ţví ađ segja ađ viđ eigum bara stutt eftir ţrátt

fyrir ađ raunveruleg vísindi sýna allt annađ.

Allt annađ er bara náttúrleg og eđlileg endurhlýnun.

Svo einfallt er ţađ.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 8.11.2019 kl. 08:45

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ef Vatnajökull var ađ stćkka viđ landnám ţá hefur veriđ ađ lćkka hiti frá ţví sem var, sem segir ađ ţađ var ţá hlýrra áđur fyrr. Ţá er endurhlýnun réttari lýsing en hamfarahlýnun er ţađ ekki?

Halldór Jónsson, 8.11.2019 kl. 10:08

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Eftir síđasta jökulskeiđ var hlýjast fyrir um 5-8 ţúsund árum og nánast engir jöklar á Ísland. Ţau hlýindi voru ţó af öđrum ástćđum heldur en hin hnattrćna hlýnun sem er í dag.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.11.2019 kl. 11:53

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Ţau hlýindi voru ţó af öđrum ástćđum heldur en hin hnattrćna hlýnun sem er í dag.

Hvernig veistu ţađ?

Halldór Jónsson, 8.11.2019 kl. 13:40

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Stutt svar. En vísindamenn eru nokkuđ sammála um ađ hinar svokölluđu Milankovitch sveiflur, sem snúast um afstöđusveiflur jarđar gagnvart sólu, valdi hitafarsbreytingum á árţúsunda- og tugţúsundaskala og hefur áhrif á komu og endalok ísalda. Viđ lok síđustu ísaldar var t.d. halli jarđar í hámarki, í sveiflu sem spannar 41 ţús ár og olli ţví ađ sólin fór hćrra á loft ađ sumarlagi á norđur- og suđurslóđum. Af sömu ástćđu fćrist heimsautsbaugurinn til smám saman til norđurs ţar til hann fer ađ snúa til baka eftir um 10 ţúsund ár.

Síđan má hafa í huga ađ:

"It is important that the climate change that occurs as a result of the Milankovitch cycles and the changes of the present day warming due to the enhanced greenhouse effect are not confused. These changes are on completely different time scales with the later happening in decades and the former over many thousands of years."

Slóđ: https://medium.com/@pathackett/the-milankovitch-cycles-and-climate-change-today-7b424ba74113

Emil Hannes Valgeirsson, 8.11.2019 kl. 14:43

10 identicon

Virtur og sannur útskýrir Vilhjálmur Eyţórsson á mannamáli öllu um hita og kuldaskeiđin og Loftslagsmál.

Hvert ćtlar ríkisstjórnin ađ senda skattpeningana vegna Loftslagsmála?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráđ) 9.11.2019 kl. 00:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.2.): 4
  • Sl. sólarhring: 890
  • Sl. viku: 5595
  • Frá upphafi: 2796047

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 4594
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband