Leita í fréttum mbl.is

Kaldastríðstónn

finnst mér að kveði við hjá Styrmi Gunnarssyni í dag.

Hann segir:

"Það blasir raunar við, sem Stuart Peach formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, sagði á fundi Varðbergs í gær, að meiri óvissa er í öryggismálum á Norðurslóðum en verið hefur frá lokum kalda stríðsins.

Því valda fyrst og fremst aukin hernaðarleg umsvif Rússa en líka sá vaxandi þrýstingur um áhrif á þessu svæði, sem finna má frá Kína.

Að halda öðru fram er barnaskapur.

Friður verður ekki til bara með því að tala um frið.

Vandinn, sem við sem búum á þessu svæði stöndum frammi fyrir nú er hins vegar sú óvissa, sem skapast hefur vestan hafs vegna núverandi íbúa Hvíta Hússins.

Macron, forseti Frakklands hefur vakið athygli á þessu og ástæða til. Ummæli Peach um að 80% af hernaðargetu NATÓ verði utan ESB eftir útgöngu Breta, breyta engu um þennan veruleika, af þeirri ástæðu, að enginn getur gengið út frá því sem vísu hvernig Trump bregst við, ef...

Þetta er ný tegund af óvissu, sem við höfum ekki áður staðið frammi fyrir frá lýðveldisstofnun."

Ég myndi fremur vera á varðbergi gagnvart Kínverjum en Rússum.Kínverjar eiga ekkert erindi hér á Norðurslóðum nema sem liður í heimsvaldastefnu einræðisstjórnarinnar.Þeir eru aðskotadýr sem við eigum ekki að púkka undir með einhverjum belti og brautar hugleiðingum í Finnafirði. Hjá þeim er Rathcliff bara hátíð.

Að Styrmir skuli rakka Trump svona niður líkar mér miður og miklu síður að að vera að spá í  hvað þessi Macron er að segja. Ég held að Íslendingum sé meira traust af Trump en honum eða þessu aulabandalagi í Evrópu sem enga hernaðarákvörðun getur nokkurn tímann tekið vegna innbyggðs kerfisstirðleika.Sást best í Bosníustríðinu í bakgarði ESB að Bandaríkin voru þau einu sem gátu tekið á málinu.

Mér finnst nokkur kaldastríðstónn í skrifum Styrmis í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist vera einhver tilhneiging hjá manneskjunni að finna sér leiðtoga. Maðurinn er félagsvera, kannski er eitthvað í frumeðli hans sem veldur þessu.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að margir mætir menn hafa fallið í þá gryfju að dýrka hina grimmustu harðstjóra og illvirkja, ekki trúað neinu illu upp á þá.

Ein lítil og ómerkileg saga af Trump gefur lýsingu af manni sem mér finnst dálítið minna  á mafíósa. Sögumaður kom á kosningafund hjá Trump veturinn fyrir forsetakosningarnar. Maðurinn sagði eða gerði eitthvað sem varð til þess að Trump líkaði ekki nærvera hans. Var honum umsvifalaust sparkað út og fékk ekki einu sinni að taka yfirhöfn sína með sér, en mjög kalt var úti.

Fleiri sögur hef ég heyrt um Trump sem lýsa svipuðum karakter, en ég læt þessa duga.

Ekki ætla ég að halda því fram að Donald Trump sé mafíósi, en hann er óútreiknanlegur og getur verið ósvífinn og mér finnst full ástæða til þess að taka öllu því sem frá honum kemur með fullri varúð, burt séð frá því hverjir eða hvernig andstæðingar hans eru.

Og umfram allt, ekki gera hann að "leiðtoga lífs síns".

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.11.2019 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband