Leita í fréttum mbl.is

NotreDame brann

á sjónvarpsskjánum í kvöld.

Ég minntist þess að samverkamaður minn Einar L.Benediktsson, sem er hugmyndaríkur maður,  sagði morguninn eftir Gúmmívinnustofubrunann að steypudælurnar okkar hefðu slökkt bálið ef þær hefðu verið þarna og haft aðgang að vatni. Hver dæla hefði sett 1-200.000 lítra á klukkustund á bálið.

Signa liðast framhjá NotreDame. Hefði hann EinarBen í Steypustöðinni  verið staddur þarna og hefði fengið völd til að hringja á steypudælur Parísar þá hefði eldurinn kafnað miklu fyrr í kirkjunni. Örgrannar smámigur Pompiers Parisienne höfðu ekkert að segja í bálið það.  

Slökkvilið heimsins ættu að muna eftir þessum steypudælum ef stórbruna á borð við NotreDame ber að höndum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og er krafturinn úr steypudælunum nægur til að bunan fari 30 metra lóðrétt eftir að stút sleppir? Eða er þar mikið magn á lágum þrýstingi sem mundi rétt ná yfir næsta mann?

Mér sýnist samkvæmt Google að steypudælur nái mest um 30% af þeim þrýstingi sem þarf í slökkvistarf fyrir ofan jarðhæð og tvöföldu magni sem slökkvidæla afkastar. Flottar ef kviknar í opinni holu eða utan á lágreistu húsi.

Vagn (IP-tala skráð) 17.11.2019 kl. 03:30

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er háá bóman sem fer að eldinum með slönguendann Vagn. Þær eru orðnar svo rosa stórar bómurnar og ná langt og hátt upp frá dælunni

Halldór Jónsson, 17.11.2019 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband