Leita í fréttum mbl.is

Hvađ er íslenzkt?

í gróđurfari landsins?

Einar Sveinbjörnsson ritar athyglisverđa grein í Morgunblađiđ í dag um hvernig megi best kolefnisbinda međ gróđri.

Einar segir:

"Ađgerđaáćtlun ríkisstjórnarinnar 2018-2030 var kynnt í september 2018. Enginn ţarf ađ efast um augljósan metnađ í ţeirri viđleitni ađ draga úr losun gróđurhúsalofttegunda. Greinilegur vilji er einnig til ţess ađ stuđla ađ aukinni kolefnisbindingu ţannig ađ Ísland geti stađiđ viđ markmiđ Parísarsamningsins 2013. Ţar fyrir utan hefur ríkisstjórnin stefnt ađ kolefnishlutleysi 2040.

Áćtlunin samanstendur af ađgerđum á mörgum sviđum. Dregnar eru fram tvćr lykiláherslur: 1. Orkuskipti í samgöngum. 2. Átak í kolefnisbindingu. Í fyrri grein um ţessi mál benti ég á hversu brekkan er brött í orkuskiptum í samgöngum, ţrátt fyrir ađ rafbílum fari mjög fjölgandi. Umferđin eykst einfaldlega enn og stćrri ökutćkjum á bensíni eđa olíu fer enn sem komiđ er fjölgandi. Hitt stóra verkefniđ er bindingin. Í áćtluninni segir ađ ráđist verđi í átak viđ endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, sem og stöđvun jarđvegseyđingar og frekari landgrćđslu og nýskógrćkt.

Ég ćtla ekki ađ fjalla frekar um endurheimt votlendis sem sérstaka loftslagsađgerđ, enda bindur hún ekki kolefni. Hún er fyrirbyggjandi og mikilvćg sem slík, ţótt örđugt geti reynst á endanum ađ sýna fram tölulegan á árangur međ óyggjandi hćtti. Ísland hefur hins vegar skýrar heimildir til bindingar međ skógrćkt og landgrćđslu upp ađ ákveđnu marki innan loftslagssamnings Sţ.

Áform um bindingu rekast illilega á ţađ sem kalla má íslenska gróđurpólitík. Einstaklingar og stofnanir á vegum ríkisins takast harkalega á um tegundaval, hvort eigi og megi notast viđ erlendar tegundir. Í texta ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveđiđ á um birki.

Íslenska krćđubirkiđ og kjarrskógar binda um 1/10 hluta ţess sem hćgt er ađ ná međ hagstćđustu samsetningu annarra tegunda. Ţannig myndu alaskaösp og stafafura í samlífi soga til sín kolefni úr lofthjúpnum um tíu tonn á hektara lands á ári. Ţá er miđađ viđ einkar ţéttan loftslagsskóg međ um 2.500 gróđursetningum á hektara lands.

Ef birkiđ verđur ofan á ţarf tíu sinnum meira land og kostnađur eykst í svipuđu hlutfalli.

Stofnanir ríkisins ráđa í raun

Skógrćktin, Landgrćđslan og Náttúrufrćđistofnun eru ţegar farnar ađ grafa sér skotgrafir til langtímahernađar. Ţetta eru ríkisstofnanir, ekki málsmetandi einstaklingar eđa félagasamtök. Gróđurpólitíkin getur nefnilega veriđ grimm og heiftúđug, menn hafa ţannig á ţessum vígstöđvum rifist um lúpínuna í áratugi.

Áđurnefndar stofnanir, ásamt fleirum, s.s. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun, ráđa í raun framgangi í ţessum málum. Ekki stjórnmálin eđa sjálf ríkisstjórnin. Löggjöf leyfisveitinga er skýr. Nýskógrćkt yfir tilteknum mörkum ţarf í matsferli skipulagsáćtlana. Einnig landgrćđsluáćtlun.

Allar ţessar stofnanir koma ađ ákvörđun á endanum og reynslan segir ađ slíkt ferli geti tekiđ mörg ár og allsendis óvíst um niđurstöđu. Á međan verđa of fáar plöntur gróđursettar í tilgangi bindingar.

Í mínum huga ţarf Alţingi ađ íhuga í alvöru ađ aftengja núverandi lagaramma um matsferli skógrćktar- og landgrćđsluáćtlana svo ríkisstjórnin nái fram sínum markmiđum í loftslagsmálum. En gróđurpólitíkin endurspeglast líka inn í stjórnmálin. Ţar er rétti farvegurinn og rétt ađ menn takist á og komist ađ niđurstöđu sem löggjöfin tekur miđ af. Mikilvćgt ađ sjónarmiđ landslags- og lífríkisverndar kallist á viđ uppgrćđslu og bindingu međ tegundum sem ekki eru upprunar hérlendis.

Veröldin er hins vegar ekki svart/hvít ţegar kemur ađ ţessum málum. Tregđulögmáliđ vinnur eins og oftast međ frestun og frekari skođun. Stjórnvöld ţurfa hins vegar í loftslagsmálum ađ vera einbeitt og setja sér raunhćf markmiđ. Fylgja ţarf eftir áćtlunum af festu ef ekki á illa ađ fara í skuldbindingum Íslands fyrir áriđ 2030. En sú hćtta er klárlega fyrir hendi."

Einar kemur ţarna inn á hvernig tilfinningar eru látnar ráđa för í landgrćđslu. Alţingi er fariđ ađ velja gróđurtegundir eftir ţví hversu lengi tilteknar tegundir hafa vaxiđ í landinu.Ekki af hagkvćmnisjónarmiđum.

Fyrir milljónum ára uxu hér hitabeltistegundir. Ţćr eru horfnar og birkiđ komiđ í stađinn. Viđ landnám voru hér Írar sem forfeđur Ara fróđa líklega útrýmdu en bjöllur og baglar ţeirra urđu eftir.

Norrćnir menn voru hér flestir um aldir en alltaf fluttist ađ erlent fólk og ţess fleiri sem fram líđa stundir.Hvenćr ţađ fólk verđa Íslendingar veit ég ekki. 

Ég er sjálfur ekki trúađur á árangur af ţessu kolefnisbrölti öllu saman og tel ţađ út í hött án vísindalegrar sönnunar. En ţar sem á ađ eyđa skattfé í ţetta, ţá finnst mér ekki máli skipta hvađa gróđur sé talinn íslenzkur.

Hingađ hafa veriđ fluttar erlendar gróđurtegundir,Alaska lúpínan, greni og fura  í meira en öld og kartöflur í hundruđ ára. Verđa ţessar tegundir einhvern tímann íslenzkar frekar en viđ sem ţykjumst eiga landiđ núna?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţórhallur Pálsson

Viđ verđum ađ vona ađ skynsemin fái ađ ráđa á endanum.
Ef menn veđja á birkirćkt vćri nćrtćkast ađ beitarfriđa strax öll svćđi ţar sem eitthvert kjarr og ţar međ frćframleiđslu er ađ finna. Ţví ţađ liggur fyrir ađ ţar sem beit er stunduđ verđur nákvćmlega engin nýliđun í birkikjarri eđa birkiskógum.
Ég hefđi viljađ sjá hrossamóana sem ţekja láglendiđ í heilu sýslunum breytast í blandađan skóg og láta ţá einu gilda um ţjóđerni trjánna, enda er gróđurríki jarđar óháđ skiptingu lands í ţjóđríki.  Enda er sú skipting mannanna verk.

Ţórhallur Pálsson, 19.11.2019 kl. 14:33

2 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Spurningin ćtti frekar ađ vera

hvađ leiđir til FRAMŢRÓURNAR  

og hvađ ekki?

Jón Ţórhallsson, 19.11.2019 kl. 15:18

3 identicon

Allt,sem var hér viđ landnám var Íslenzkt frá fjöru til fjalla Margir töldu ÍSLAND vera heilagt land og landnemarnir vel viti bornir.  Ţeir gátu siglt til baka til Norđurlanda og Englands og síđan heim aftur til ÍSLANDS.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráđ) 20.11.2019 kl. 21:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 166
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 4422
  • Frá upphafi: 3058551

Annađ

  • Innlit í dag: 121
  • Innlit sl. viku: 3656
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 95

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband