Leita í fréttum mbl.is

55 mínútur

var tíminn sem það tók Ford verksmiðjuna, sem þeir byggðu sérstaklega fyrir verkefnið, að framleiða eina B-24 fjögurra hreyfla sprengjuflugvél úr milljónum einatakra hluta árið 1941 af alls 4.500 sem þeir byggðu! Alls voru framleiddar 18.500 slíkar vélar í mörgum verksmiðjum.

FORDB24

Ford var frumkvöðull í færibanda framleiðslunni og flugvélasmíðin var beint framhald af fjöldaframleiðslu bílanna. Myndin sýnir verksmiðju Ford í Willow Pointe, eina af mörgum verksmiðjum Bandaríkjanna og sýnist enda í einum punkt í fjarskanum. 

Þetta má sjá á mynd https://www.youtube.com/watch?v=p2zukteYbGQ.

Manni  eiginlega sundlar við að horfa á þetta. Hvernig þeir gátu þetta á þessum tíma?  Sjálfvirkni verkfæranna er eiginlega miklu meir en maður getur ímyndað sér að hafi verið framkvæmanleg fyrir svona löngu síðan löngu fyrir tíma allra tölvanna sem núna eru notaðar. Robotar beygja og sveigja þarna og smátt og smátt birtist þessi óhemju flókna smíði fullsköpuð í þúsundum eintaka. Nærri 30 tonn fullhlaðin. flugtaksþungi.Talin kosta aðeins 5 milljónir dollara stykkið í dollurum dagsins núna. Helmingi meira en hin eldri B17 sem var þó mikilvirkust í sprengjukastinu á Þýzkaland. 

Gat stríðið endað nema á einn veg fyrir bjálfann hann Adolf sem lítið vissi um Amerískan iðnað? Vanþekking og of mikil völd er banvæn blanda.Manni getur orðið hugsað til Iran og Norður Kóreu í þessu sambandi.

Já, mannlegu hugviti og afli peninganna til hernaðar eru fá takmörk sett. 

55 mínútur eru ekki langur tími.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Vel gert, 4500 vélar á hálfu ári

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 25.11.2019 kl. 16:40

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Halldór.

Já fjögurra hreyfla vélar Breta og Bandaríkjamanna voru hreint afrek og framleiðslutækin ofboðsleg. Öxulveldin náðu ekki tökum á fjögurra hreyfla tækninni því þau héldu að sigur yrði auðfenginn með skyndiárásum. Hitler vissi varla hvar Detroit og Perluhöfn voru á landakortinu. "Við heyjum grasstríð á meðan þeir heyja vélstríð, mein Fuhrer", - kvartaði Göring við Hitler.

En alger sérkafli er hins vegar B-29 Superfortressan. Bara stjórnklefinn einn og sér var gerður úr 60 þúsund hlutum, enda loftþrýstingsheldur. Og slíka heyfla hafði enginn getað ímyndað sér skömmu áður, þeir tóku hana upp yfir 30 þúsund fetin. Þróun Concorde var eins og krækiberjasósa miðað við B-29, þar sem þróunarkostnaðurinn var meiri en allt Manhattan-verkenfið (kjarnorkutæknin).

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.11.2019 kl. 20:55

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Verksmiðjan skilaði frá sér vél á 55 mín, fresti.

Er þar með sagt að hver vél hafi bara verið 55 mín í framleiðslu?

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.11.2019 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband