Leita í fréttum mbl.is

Gudmundar og Geirfinnsmál-Endastöð?

Langt er um liðið frá þeim voðaatburðum sem kennd eru til ofangreindra mála.

Nú virðist meginsamúð þjóðfélagsins liggja á því sviði að greiða þeim sakborningum sem nú hafa verið sýknaðir í Hæstarétti af manndrápunum verulegar fjárhæðir. En hverjir drýgðu þá glæpina? Dómurinn segir ekkert um það.

Brynjar Níelsen rifjar upp grein sem hann ritaði um málið:https://viljinn.is/adsendar-greinar/gudmundur-og-geirfinnsmalid-i-hnotskurn/

Satt að segja hvarflaði minn hugur eftir þann lestur til aðstandenda þeirra sem liggja óbættir hjá garði. Guðmundur og Geirfinnur voru líklega sviptir lífi og mér finnst lítið fara fyrir samúð í þjóðfélaginu í garð þeirra fjölskyldna sem er af holdi og blóði eins og hinir aðilarnir.

Svo mörg vafamál eru uppi varðandi þátt sakborninganna í þessum atburðum að ekkert virðist óyggjandi og ferill þeirra sumra einnig ekki til fyrirmyndar á öðrum sviðum. 

Lestur greinar Brynjars kallar ekki beinlínis á nauðsyn hárra fébóta til fólks sem sannanlega tengist þessum sorgaratburðum umfram aðra. Hugsanlega hefði því fé verið betur komið til einhverskonar réttarverndarsjóðs sem gæti gagnast þjóðfélaginu á síðari stigum.

Mér finnst sem að Guðmundar og Geirfinnsmál séu ekki komin á endastöð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur ekkert frekar verið sannað, að Guðmundur og Geirfinnur hafi verið drepnir en á við um marga tugi annars fólks, sem horfið hefur á þeirra tíma og síðan. 

Endurupptaka málsins leiddi í ljós, að svokallaðar játningar sakborninga, sem voru tóm tjara og síbreytilegar á pyntingatímanum, voru einskis virði, enda ekki snefill til af sönnunargögnum, ekki einu sinni lík. 

Ómar Ragnarsson, 16.12.2019 kl. 15:28

2 Smámynd: Halldór Jónsson

En óneitanlega tengdist þetta fólk málsaðilum og sakborningum. Er það einhver bara tilviljun? Og svo annar afbrotaferill þeirra , er hann líka tilviljun?

Halldór Jónsson, 16.12.2019 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband