Leita í fréttum mbl.is

Jólabækur

mínar að þessu sinni voru Stöngin út, saga Halldórs Einarssonar í Henson og Höpp og glöp, sjálfshól og svaðilfarir  Ólafs B. Schram. Við hjónin vorum á fundi í Kópavogi þar sem þessir menn sögðu frá sér og konan keypti handa mér bækurnar þrátt fyrir beiðni mína um að láta slíkt vera.

Ég er búinn með Henson og hafði mjög gaman af. Þetta er ótrúlegur orkubolti og hefur ekki verið að víla fyrir sér hlutina í gegn um lífið og yfirleitt ekki tekið nei fyrir svör þegar hefur fengið ótrúlegustu hugmyndirnar sem hann hefur fengið nóg af um dagana. Útlitið hefur sannarlega ekki alltaf verið bjart hjá honum en kjarkurinn hefur verið með eindæmum að bugast aldrei enda stór og mikill bolti og greinilega hraustmenni að upplagi.

Ekki vissi ég fyrir að hann væri sonur Einars í Björgun, heiðurs-og séntilmanns sem ég þekkti lengi og átti bát með honum Ástþóri Markússyni vinnufélaga mínum. Þeir voru á skaki en ég vissi aldrei hvort þeir veiddu eitthvað að gagni.En Ásti var ófeiminn við að uppnefna bát Ottós og bróður hans Svavars "Aflabrest" enda menn sjaldnast orðlausir í Steypustöðinni í gamla daga.

Henson hefur um margt lifað í mér ókunnum heimi þar sem er knattspyrnan. En margar persónurnar kannast maður við eins og til dæmis Hemma Gunn, þann mikla snilling sem ég kynntist mér til mikillar ánægju og fleiri þekkta höfðingja. Og Hemmi var auðvitað sá sem gaf bókinni nafn sem dæmigerðu fyrir lífshlaup Dóra sem var alltaf alveg við það að skora sigurmörkin afgerandi.

 

Bók Ólafs er öðruvísi, sett saman úr styttri myndum og er ég ekki búinn með hana alveg. Ólafur er hestmaður og segir vel frá því stússi svo og starfinu við leiðsögnina sem maður kannast við. En skemmtileg er hún það af er.

En ég vil þakka báðum þessum höfðingjum fyrir þessar jólabækur og mæli hiklaust með þeim til aflestrar fyrir alla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband