Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur ræðst til atlögu

gegn kvótakerfinu og þar með sínum fyrri flokksmönnum eins og Steingrími Jóhanni sem ber einna mesta höfuðábyrgð á kerfinu eins og það er núna og því sem það hefur leitt til. Mestu eignatilfærslu Íslandssögunnar eins og margir kalla það.

„Ég er al­veg sann­færður um að það er að tak­ast að end­ur­ræsa umræðuna um kvóta­kerfið,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, fyrr­ver­andi þingmaður VG og ráðherra, um fund sem hald­inn var í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu á laug­ar­dag um kvóta­kerfið.

Hann seg­ir færri hafa kom­ist eð en vildu og að til­efni fund­ar­ins hafa verið að kvóta­kerfið hafi „brotið á ís­lensku sam­fé­lagi, stuðlað að byggðarösk­un, kjaram­is­rétti og siðspill­ingu.“ Tel­ur hann meðal ann­ars að frétta­flutn­ing­ur af starf­semi Sam­herja í Namib­íu hafi minnt þjóðina á siðspill­ing­una og að umræðan „sé að vakna af meiri krafti en nokkru sinni fyrr.“

Páll Vilhjálmsson bloggkóngur hefur hinsvegar þetta við málflutning Ögmundar að segja:

"Kvótakerfið er fyrirkomulag á fiskveiðistjórnun. Sá sem þetta skrifar var háseti á keflvískum netabát snemma á níunda áratug síðustu aldar - rétt fyrir daga kvótakerfisins. Þá, eins og nú, gekk mönnum misvel í sjósókn.

Landsbyggðin átti erfitt uppdráttar löngu fyrir daga kvótakerfisins.

Kvótakerfinu var komið á 1984. Sannfæringin að baki var að stýra yrði aðgengi að fiskveiðiauðlindinni. Allt frá upphafi er kvótakerfið umdeilt og hefur tekið ýmsum breytingum 36 ár.

Fiskurinn er ekki óþrjótandi auðlind. Aðgengi að auðlindinni þarf að stýra.

Reglur eru ekki andstæðar íslensku samfélagi, Ögmundur, heldur forsenda fyrir sæmilega friðsamri sambúð okkar sem landið byggjum. "

Sé litið til hversu gríðarlega öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa byggst upp á Íslandi í tíð kvótakerfisins og það borið saman við tíma bæjarútgerðanna og allskyns smáútgerða sem voru sífellt á hausnum og þurftu reglubundnar gengisfellingar til að bjarga atvinnunni  og því endalausa basli sem útgerðinni fylgdu á þeim tímum, gúanó-fiskeríi, tímabundinni ofveiði í  sölutregðu, óhentugum sölutúrum, síldarbresti, sífelldum blánkheitum og þar fram eftir götunum,þá hefur óneitanlega margt áunnist með kvótakerfinu.

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki stunda alþjóðleg viðskipti þó við misjafnan orðstír sé jafnvel,þá er mikil breyting á orðin til batnaðar. Útgerðin er ekki á sífelldu ríkisframfæri eins og víða um lönd er á raunin. Afli helst nokkuð stöðugur og ryksuguveiðar eru ekki stundaðar sem sveiflast frá ofgnótt til örbirgðar.

Hvað er þá deiluefnið?

Gjafakvótinn orsakaði eignatilfærslurnar segja Ögmundarnir og þeirra lið.  Samherji er kominn með hundraðmilljarða eiginfé meðan alþýðan sveltur, heilbrigðiskerfið í rúst og aldraðir og öryrkjar eru á vonarvöl, segja þeir líka.

Útgerðin hefur greitt veiðigjöld ofan á aðra skatta. Það má ekki hækka þau segja kvótakallarnir.  Aðrir heimta að þau verði stórhækkuð til að þjóðin fái sinn réttláta skerf og á það spila Öggarnir og öfundarliðið.

Spurði ekki Pílatus: Hvað er sannleikur?

Er ekki hægt að finna einhverja millileið í þessum málum án þess að blása til borgarstyrjaldar um það hverjir eigi að fá þátttöku í spillingunni og mútunum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þú spyrð um sannleikann Halldór.

Hann virðist eiga talsvert langt í land, samkvæmt því sem haft er eftir þeim sjómönnum sem hafa starfað við útveginn. 

Alltént liggja fyrir sögur, frásagnir um misgóða umgegngi við auðlinda okkar, sem þjóðin á, frá þessum sömu sjómönnum en um leið og gengið er lengra þorir enginn að koma fram vegna hótanna um starfmissir.

Það kann svo vel að vera SJS hafi e-ð með gerning á núverndi kerfi, hitt er svo morgunljóst að á meðan Sjallar eru við völd verður ekki snert við breytiingum, nýjum útfærslum, málamiðlunum á núverandi fiskveiðikerfi. Flokkurinn sér til þess.

Gott að minnast stefnu Sjálfsstæðisflokksins í þessum málum hér:https://www.youtube.com/watch?v=DDKheeHNQZU

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.1.2020 kl. 20:38

2 identicon

Kvótakerfið skapaði "byggðaröskun, kjaramisrétti, siðspill-ingu" segir Ögmundur Jónasson: Baráttan er hafin á landinu öllu?. Ég held að Ögmundur sé réttsýnn maður.

Réttlátt væri að leyfa smábáta á öllum fjörðum til að sameina reynslu afanna og barnanna við sjávarsíðuna með spánýjum fiski fyrir sig og sína.

SAMHJÁLP var stofnuð með Fiskhöllinni. Afgangs fiskur var oft gefin "fátækum" og "barnafjölskyldum". Þessi aðferð í fiskiskúrum og fiskhjöllum skapaði hamingju fyrir ferðaiðnaðinn og bæjarfélögin. Þetta var gamli tíminn.

Samþykki Útgerðarmanna og kvótaeigenda með bæjarfélögunum mundi blíðka mikið þann ágreining sem ríkir í dag. Þetta kostar enga peninga, en samþykki þeirra stóru Kvótaeigenda mundi blíðka landsmenn og smábátaeigendur-trillukarla.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 13.1.2020 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband