Leita í fréttum mbl.is

Lýræðisvitund Íslendings

birtist mér eftirminnilega í aðsendu bréfi:

"Trump var löglega kosinn þó demókrötum líki það ekki og hann hafi ekki fengið meirihluta atkvæða almennings. Og Khamenei var löglega kosinn þó þér líki það ekki. Khamenei, eins og Trump, er yfirmaður heraflans og undir fulltrúadeild. Og "Klerkastjórnin" er kosin í almennum kosningum hver 4 ár.

Trump og Khamenei og stjórnarfar Bandaríkjanna og Íraks eiga meira sameiginlegt en hvort heldur sem er við okkar stjórnarfar og kosningar æðstu manna okkar. Hvort Írakar hafi séð að þeir kæmust upp með ýmsan ósóma og pólitískt svínarí með því að kópera Bandarískt stjórnarfar læt ég ósagt."

Það eru virkilega til Íslendingar sem trúa á að í Íran ríki sambærilegt lýðræði á við Bandaríkin,þó svo að allir frambjóðendur verði fyrst að fá samþykki 12 manna ráðsins.

Skyldu þessir Íslendingar vilja hafa svona lýðræðisvitund hér á Íslandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er ég sérfræðingur um málefni Írans, en þó skilst mér að Khomeini erkiklerkur hafi útnefnt Khamenei sem eftirmann sinn og andlegan leiðtoga þjóðarinnar. Þessi útnefning  var svo samþykkt af einhverju ráði byltingarvarða eða klerka(?). (Assembly of Experts for Leadership).

Þar sem Ali Khamenei er andlegur leiðtogi þá er hann þar með æðsti stjórnandi Írans. Enginn fær að bjóða sig fram til þings og stjórnar án samþykkis hans, ekki heldur að vera forseti landsins.

Íranski byltingarvörðurinn, sem er Khameini til halds og trausts, mun vera eiðsvarinn honum líkt og SS sveitir Hitlers. Í honum munu vera a.m.k. 150 þús. manns.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.1.2020 kl. 15:05

2 identicon

Hér gilda einnig reglur um framboð og frambjóðendur til Alþingis og í æðstu embætti. Það er ekki þannig að hver sem er geti boðið sig fram og ekki þannig að það sé sjálfgefið að sá sem kosinn er verði þingmaður. Hæstaréttardómarar eru ekki kjörgengir. Frambjóðendur verða að vera með óflekkað mannorð. Og Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir og hvort þingmaður hafi misst kjörgengi.

Forseti getur rofið Alþingi. Forsetinn skipar ráðherra (þeir eru ekki kosnir og þurfa ekki að vera þingmenn) og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim. Forsetinn getur náðað sakamenn og veitt undanþágur frá lögum.

Og Bandaríkin hafa sínar reglur sem taka kosningarétt af stórum hluta þjóðarinnar og gera öllum nema fyrirtækjaleppum og hinum auðugu ófært að bjóða fram til æðstu embætta. Forsetar eru ekki kosnir af almenningi. Fulltrúaráð sem almenningur kýs en er algerlega óbundið af vilja almennings velur forseta. Framboð til fulltrúaráðsins er kostnaðarsamt og því eru flestir skuldbundnir styrktaraðilum sem oftast eru fyrirtæki og sterk félagasamtök. Peningar, ekki lýðræði, ráða mestu um hverjir eru í framboði í Bandaríkjunum.

Vagn (IP-tala skráð) 19.1.2020 kl. 15:06

3 identicon

Sæll Halldór.

Vagn hekkur skemmtilega nærri
rótgrónum hugmyndum um lýðræði.

Er við hæðumst að "lýðræði" innan gæsalappa
í fjarlægum heimshlutum kann það lýðræði að
fara nær því lýðræði sem menn vilja hafa
á þeim slóðum en við höfum sjálfir.

Núverandi fyrirkomulag á Íslandi við val á
frambjóðendum er enn hróplegra og vitlausara
en í klerkaveldinu!

Vagn bendir á að innan ramma lýðræðis þarf ekki
að eyða orðum að því að Trump er lýðræðislega kjörinn
forseti Bandaríkjanna.

Vek athygli á missögn sem virðist hafa meira með
eins konar óskhyggju að gera en annað því þjóðernissinnar
með Hitler í fararbroddi komust til valda 1933 eftr reglum
lýðræðisins er íhaldsflokkar studdu tillögu um að
Hitler yrði kosinn til kanslara sem og varð eftir
að Paul von Hindenburg útnefndi hann slíkan að leikreglum
lýðræðisins og ríkisstjórn mynduð í kjölfarið.

Vilhjálmsstétt er okkar, skrifaði Göbbels kampakátur
í dagbók sína þann dag. (5 marz 1933)

Húsari. (IP-tala skráð) 19.1.2020 kl. 15:31

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er rangt hjá Vagninum:"Það er ekki þannig að hver sem er geti boðið sig fram og ekki þannig að það sé sjálfgefið að sá sem kosinn er verði þingmaður." Það geta allir farið í prófkjör þar sem það hefur veri'ð ákveðið. Það má bjóða sig fram með tilteknum skilyrðum sem eru leysanleg.

Flokkstjórnirnar eru áhrifamiklar, til dæmis setti Bjarni Benediktsson prívat og persónulega Villa Bjarna út af þingi á grundvelli kynjasjónarmiða þó hann hefði unnið sæti í prófkjöri og fékk kjördæmisráðið til að fallast á tillöguna. Áslaug Arna náði embætti ritara af Gulla með upphlaupi vaskrar sveitar og komst þaðan inn á þing, sosum ekkert athugavert við það.

Adolf var löglega skipaður Kanzlari. Hann  tók sér líka alræðisvald eftir Reichstagsbrunann löglega. Hann bara sleppti því ekki aftur.

Iran er allt öðruvísi því að 12 manna ráðið fer með öll völd og byltinarvörðurinn er nákvæmlega sama og SS sveitirnar og drepur hvern sem rífur kjaft. Kóraninn er eins og Mein Kampf óskeikult grundvallarrit.

Pólitík  gengur á peningum allstaðar, þú gerir ekkert nema safna fé.Allar gjafir þiggja laun. Stjórnmálaflokkar eru byggðir utan um grunnhugmyndir eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Svo eru þær skrumskældar eftir þörfum. VG og Samfylking hafa engar hugsjónir, þar er allt til sölu, landið og miðin ef svo ber undir.

Satt að segja botna ég ekkert í því  hvernig  Vagninn sér pólitík gerast eða hvernig menn vinna þar.Ég held að honum geðjist best að einræði Kahmeinis og Kóransins sem honum finnst betra en peningaveldi Trumps.

Halldór Jónsson, 19.1.2020 kl. 16:53

5 identicon

Sæll Halldór.

Sérðu fyrir þér að einmennings- og tvímenningskjördæmi
og nýjar reglur um uppbótarþingmenn og þeir nokkru
færri en nú er geti hugsanlega fært okkur enn nær
lýðræði og þeirri tilfinningu að einstaklingurinn
hafi áhrif í sjórnmálum og hverjir kosnir eru til þings
hverju sinni?

Húsari. (IP-tala skráð) 19.1.2020 kl. 18:28

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Húsari

ég veit satt að segja hvernig á að gera fólk sáttara. En víða er atkvæðaréttur ekki jafn á grundvelli byggðasjónarmiða, m.a. við forsetakosningar í USA

Halldór Jónsson, 19.1.2020 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband