Leita í fréttum mbl.is

Leiðtogi eldriborgara?

væntanlegur skrifar á Miðjunni:

"Haukur Arnþórsson skrifar:

Það er greinilegt að stjórnmálin á Íslandi eru farin að líta á Sósíalistaflokkinn sem sterkt umbótaafl. Það gerir Mogginn líka. Ábendingar flokksins hafa haft áhrif á amk tvær af nýjum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar:

  1. Við afléttingu á fjárbindingu bankanna (aflétting á 2% sveiflujöfnunarauka) sem gaf bönkunum aukalega 60 milljarða – var það skilyrði sett að bankarnir greiddu ekki út arð.
  2. Við nýja ákvörðun á þátttöku Vinnumálastofnunar við greiðslu atvinnuleysisbóta þar sem hlutfallið var sett 75% – var ákveðið að enginn fengi minna en 400 þús. kr. laun þannig að tekjulægsti hópurinn fær 100%."

Vonandi kunna þeir eldri borgarar sem ætla að kjósa nýjan formann í FEB ásamt tveimur meðflokksmönnum hans  að meta það við hann að enginn fái minna en 400 þús.

Eða ætlar hann að undanskilja félagsmenn sína  frá þessu lágmarki? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákvað að aflétta 2% kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæk. Það er án skilyrða en þess er farið á leit að fjármálafyrirtæki taki tillit til þeirrar miklu óvissu sem uppi er í þjóðarbúskapnum við ákvörðun um útgreiðslu arðs og endurkaup á eigin hlutabréfum á komandi misserum.

Greiðslur frá Vinnumálastofnun nema tekjutengdum atvinnuleysisbótum í réttu hlutfalli við hið skerta starfshlutfall. Laun frá atvinnurekanda og greiðslur atvinnuleysisbóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna launamanns og aldrei meira en 700.000 kr. Mánaðarlaun upp að 400.000.- eru tryggð að fullu.

Eldri borgarar eru bótaþegar og falla því ekki undir reglur Vinnumálastofnunar, reglur um starfandi einstaklinga, launþega eða atvinnulausa.

Ákafinn í að setja fyrirtækjum skilyrði má ekki koma í veg fyrir að fyrirtækin þiggi aðstoð við að halda fólki í vinnu og kjósi frekar að hafna aðstoðinni og segja upp starfsfólki.

Vagn (IP-tala skráð) 22.3.2020 kl. 18:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekkert óskynsamlegt né rangt mælt í þessum orðum Vagnsins. Síðasta setningin er ágæt og vonandi gild.

Halldór Jónsson, 22.3.2020 kl. 19:34

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hefði talið réttara að allir hefði verið settir á 400.000 kallinn óháð fyrri tekjum. Þetta er jú styrjöld.

Halldór Jónsson, 22.3.2020 kl. 19:36

4 Smámynd: Halldór Jónsson

En eldri borgarar og bótaþegar eru á sama markaði og hinir og kaupa í sömu búðum.

Halldór Jónsson, 22.3.2020 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband