Leita í fréttum mbl.is

Óstöðvandi?

flaumur hælisleitenda hingað þrátt fyrir ferðabann?

Í Morgunblaðinu stendur:

"Alls bárust 176 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar fyrstu tvo mánuði ársins, 88 umsóknir í hvorum mánuði um sig. Af þeim voru 68 frá Venesúela, 15 frá Afganistan og 11 frá Írak. Sömu mánuði 2019 bárust alls 146 umsóknir um alþjóðlega vernd. Rúmlega 50 umsóknir um alþjóðlega vernd hér bárust á fyrstu þremur vikum marsmánaðar, að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar.

Tvær umsóknir höfðu borist í gær frá því að ferðatakmarkanirnar tóku gildi 20. mars. Ferðabannið hefur áhrif Danir og fleiri þjóðir hafa tilkynnt að flutningi hælisleitenda til annarra landa á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hafi verið hætt tímabundið til að draga úr hættu á því að dreifa kórónuveirusmiti.

Þórhildur sagði að íslensk stjórnvöld hefðu ekki gefið sambærilega yfirlýsingu en í ljósi ferðatakmarkana væri ekki verið að senda fólk á milli landa að svo stöddu. Framkvæmdin hér er því í raun hliðstæð við það sem gildir hjá nágrannaþjóðunum.

Hún sagði að Útlendingastofnun hefði frá upphafi fylgt tilmælum sóttvarnalæknis við móttöku nýrra umsækjenda. Umsækjendur sem komið hafa undanfarið og munu mögulega koma núna fara í sóttkví og er haldið aðgreindum frá þeim sem dvelja í úrræðum stofnunarinnar á meðan þeir eru í sóttkvínni. Fyrstu tvo mánuði þessa árs var 89 veitt hér alþjóðleg vernd, umsóknum 29 var synjað, 19 voru sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 23 fengu vernd í öðru ríki og mál 18 fengu önnur lok. Var því samtals 178 málum lokið. "

Hvernig stendur á að þetta fólk kemst hingað? Hvernig stendur á því að það er bara einstefna í hælisleitendamálum?

Er þetta óstöðvandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Áslaug Arna upplýsti í gær að enginn væri sendur til baka núna?Fréttamaður spurði einskis um hvort enn væru nýir umsækjendur að koma? 

Kemur ennþá tugur slíkra á viku? Enginn sendur til baka?

Halldór Jónsson, 1.4.2020 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 586
  • Sl. sólarhring: 634
  • Sl. viku: 5494
  • Frá upphafi: 3195113

Annað

  • Innlit í dag: 454
  • Innlit sl. viku: 4505
  • Gestir í dag: 412
  • IP-tölur í dag: 401

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband