Leita í fréttum mbl.is

Tillögur kommúnistaflokksins

birtast í skrifum flokksformannsins Gunnars Smára:

Gunnar Smári skrifar:

Stöð 2 var með frétt af því að Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, væri að átta sig á að efnahagshorfur væru verri en hann hafði vilja trúa hingað til og að hann væri farinn að íhuga beina styrki til fyrirtækja. Hvað ætlið þið að gera þá? Sætta ykkur við almenna styrki, eins og reyndin hefur verið hingað til, svo Samherji, Kvika, Hagar og Sjóvá njóti styrkja frá almenningi en ekki aðeins þau fyrirtæki sem standa veikt og möguleiki er að bjarga, fyrst og fremst einyrkjar og smáfyrirtæki?

Sættið þið ykkur við að Bjarni beini næstu hrinu efnahagsaðgerðanna líka fyrst og fremst til allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna? Og munuð þið ekki fara fram á neitt endurgjald, t.d. hlut í fyrirtækjunum? Það er óendanlega mikilvægt að fólk sem skilur vandann betur en ríkisstjórnin láti í sér heyra og berjist fyrir aðgerðum sem bjargi samfélaginu, komi fólki og fjölskyldum í gegnum háskalega tíma, og miði að því að styðja smáfyrirtæki, einyrkja og lítil fjölskyldufyrirtæki til að þreyja þorrann, þau fyrirtæki sem líklegust eru til að sína nægan viðmótsþrótt til að ýta atvinnulífinu í gang að nýju. Það gera stórfyrirtækin ekki. Ef fjármagninu er beint til þeirra munu eigendur þeirra nota það til að bjarga eigin skinni og/eða kaupa upp smærri fyrirtæki í vanda sem njóta ekki sömu verndar bankakerfisins og stjórnvalda.

Ef stjórnin leggur stærri fyrirtækjum til fé á almenningur að krefjast þess að fá hlut í þeim og í framhaldinu að afl þess hlutar verði beitt til að tryggja starfsfólkinu aðkomu að ákvörðunum með setu í stjórn þeirra.
 
Merkilegt er að Gunnar Smári veit hvernig Bjarni Benediktsson hugsar. Ekki ögn af heiðarleika finnst hjá þeim manni né velvilji að dómi þessa fyrrum viðskiptajöfurs í blaðaheiminum.
 
Í gamla daga sótti ég kaupstefnur í Leipzig. Þar voru flest fyrirtæki VEB, Volks Eigene Betriebe, eða fyrirtæki fólksins.Það var nokkuð áberandi að sama fólkið var ekki í básnum árið eftir á næstu sýningu. Þegar engin kannaðist við nöfnin sem maður spurði um þá þýddi það líklega að það hefði farið vestur yfir.
 
Kerfið var mjög stirt og viðskipti erfið. En vinstri stjórnin heima skipaði svo fyrir að viðskiptum skyldi beint austur fyrir tjald. Þarna kynntist maður flestum þeim kaupsýslumönnum íslensku sem eitthvað voru. Maður hafði fjórfaldað vasaaurana sína með því að koma við í Berlín og kaupa austurmörk á svörtum og át og drakk eins og kóngur en mátti engar vörur kaupa nema skipta á opinbera genginu, einn á móti einum. Drunginn sem hvíldi yfir þjóðfélaginu var ógleymanlegur enda byggði Ulbricht, sem var sagður hafa verið Bordellstjóri á fyrri tíð, völd sín á rússnesku hervaldi.
 
Ég er því ekki mikill aðdáandi tillögu kommúnistaforingjans  um:
 
"Ef stjórnin leggur stærri fyrirtækjum til fé á almenningur að krefjast þess að fá hlut í þeim og í framhaldinu að afl þess hlutar verði beitt til að tryggja starfsfólkinu aðkomu að ákvörðunum með setu í stjórn þeirra" VEB Ég kem ekki auga á kosti þess að handvalið starfsfólk taki sæti í stjórn fyrirtækja. Ég er líka mjög efins á að björgunaraðgerðir aðrar en gjaldfrestir hafi nokkurn tilgang til lengdar enda sjóðir okkar fljótir að tæmast.Því ríkissjóður er bara vasar okkar Gunnars Smára og þeir eru ekki djúpir.
 
Vandinn er mikill og lausnin önnur en lækning sjúkdómsins engin að því að ég fæ best séð. Því eru tillögur kommúnistaflokksins ekki lausn frekar en tillögur ríkisstjórnarinnar, hvað þá meintur illvilji Bjarna Benediktssonar.
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir utan að vera einhverskonar ófreskur hugsanalesari, þá byggir Gunnar Smari allann sinn málflutning á "ef".

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2020 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband