Leita í fréttum mbl.is

Kerfisvillan í ESB

blasir við sem aldrei fyrr.

Iðnaðarveldið Þýskaland sér ekki að það eigi að bera ábyrgð á vandræðum ríkjanna í suðri.Íslenskur skattgreiðandi vill sjá fé ríkisins varið innanlands en ekki til hergagnakaupa fyrir boðaðan Evrópuher Macrons. Ekki frekar en til fjárfestinga í Asíu.

Hvenær munu Spánverjar, Finnar, Ítalir og Grikkir líta á sig sem Þjóðverja ? Það verður daginn sem Texasbúar og Alaskamenn líta ekki lengur á sig sem Bandaríkjamenn.

Það er munur á fríverslun og þjóðerni hvað sem alþjóðahyggjumenn segja. Þjóðverjar tala almennt ekki frönsku til sveita og franskir sveitamenn skilja ekki þýsku.Bandaríkjamenn tala flestir ensku og virða hana sem ríkismál.Hvert verður ríkismál Evrópu eftir Brexit?

Það er nefnilega kerfisvilla í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Opinber tungumál Evrópusambandsins eru 23 talsins:

Búlgarska, Tékkneska, Danska, Hollenska, Enska, Eistneska, Finnska, Franska, Þýska, Gríska, Ungverska, Írska, Ítalska, Lettneska, Lítháenska, Maltneska, Pólska, Portúgalska, Rúmenska, Slóvakíska, Slóvenska, Spænska og Sænska.

Þetta fer eftir reglugerð og Brexit breytir engu um það, nema sérstaklega verði ákveðið að breyta reglugerðinni. Ef til þess kæmi er líklegt að þetta fari eftir því hvort Írar vilji halda í enskuna á vettvangi Evrópusambandsins, en þeir voru lengi vel sáttir við að hún væri notuð í stað írsku.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2020 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband