Leita í fréttum mbl.is

Höfđingjar í hćttunni

hjá helsjúkri íslenskri ţjóđ eru taldir upp í pistli frćđaţulsins góđa Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblađinu í dag:

"Taliđ er, ađ um 500 milljónir manna eđa ţriđjungur jarđarbúa áriđ 1918 hafi smitast af spánsku veikinni og af ţeim hafi um tíu af hundrađi látist, um 50 milljónir manna.

Ein skýringin á ţví, hversu skćđ veikin varđ, var fátćktin á ţeim tíma, vannćring, ţéttbýli í lökum húsakynnum og skortur á hreinlćti.

Viđ búum sem betur fer viđ miklu betri ađstćđur. Hagvöxtur er afkastamesti lćknirinn.

Á Íslandi létust 484 úr spánsku veikinni, en um skeiđ lágu tveir ţriđju hlutar Reykvíkinga rúmfastir.

Thor Jensen var ţá umsvifamesti útgerđarmađur landsins.

Ađ beiđni bćjarstjórnar Reykjavíkur sendi félag hans, Kveldúlfur, togara til veiđa, ţegar bćrinn var ađ verđa matarlaus, og gaf hann fiskinn bćjarbúum endurgjaldslaust. Og hinn 22. nóvember setti Thor upp almenningseldhús. Hann fékk lánađ húsnćđi undir ţađ, en greiddi allan annan kostnađ úr eigin vasa. Í matskálanum voru samtals framreiddar um 9.500 máltíđir, en rösklega 7.000 máltíđir voru sendar til ţeirra, sem ekki áttu heimangengt.

„Ađ voru viti hefur enginn höfđingi ţessa lands, hvorki fyrr né síđar, sýnt ađra eins rausn,“ skrifađi Morgunblađiđ 16. desember 1918.

Einnig rak Tómas Jónsson matvörukaupmađur eldhús, nokkru minna, og gaf mat og mjólk.

Í Barnaskóla Reykjavíkur viđ Tjörnina var sett upp farsóttarheimili, og var Garđar Gíslason stórkaupmađur yfirbryti ţar. Var hann kallađur „hjálparhellan“, ţví ađ honum tókst jafnan ađ útvega nauđsynjar, ţegar ađrir stóđu ráđalausir.

Í veirufaraldrinum, sem nú geisar, hafa úrrćđagóđir framkvćmdamenn líka látiđ ađ sér kveđa. Kunnast er auđvitađ framtak Kára Stefánssonar í Íslenskri erfđagreiningu, en óhćtt er ađ segja, ađ róđurinn hefđi orđiđ ţyngri, hefđi hans ekki notiđ viđ.

Mér er kunnugt um, ađ forstjórar nokkurra annarra fyrirtćkja hafa lagt nótt viđ dag viđ útvegun nauđsynlegs tćkjabúnađar, og hafa fyrirtćkin boriđ kostnađinn. Hafa ţessir menn nýtt sér erlend viđskiptasambönd, sýnt fádćma ţrek og sigrast á ótal erfiđleikum. Ţotur fullar af margvíslegum búnađi fljúga ekki ókeypis eđa fyrirhafnarlaust frá Kína til Íslands.

Ţessir menn hafa ekki viljađ láta nafna sinna getiđ, en viđ ađ heyra um ţá rifjuđust upp fyrir mér orđ Margrétar Thatcher:

„Miskunnsami Samverjinn gat veitt ađstođ, af ţví ađ hann var aflögufćr.“

hannesgi@hi"

Aflögufćrir höfđingjar hresstu hrjáđa Íslendinga nú sem fyrr.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir sakna málspeki Hannesar Hólmsteins og fleiri góđra góđra manna varđandi "fjármálin" á ÍSLANDI.

Mest er talađ um ferđir ERLENDRA ferđamanna til ÍSLANDS. Höfum viđ siglt um á OKUR verđum í Hótel bransanum og í veitingabransanum?

Áriđ 2015 vorum viđ hjónin rukkuđ um Kr.4.400. fyrir FISK á matar-diskinn. Ţetta hefur hugsanlega "lćkkađ"?

Sögumenn eins og Hannes Hólmsteinn og Einar Kári gćtu BEST kynnt NÝTT ÍSLAND í viđtali erlendis á FOX news, SKY eđa BBC. Segja söguna um einstaka ţjóđ, SĆFERĐIR, LANDAFUNDI og RITSNILLD. Ţessi snilld mundi selja ÍSLAND.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráđ) 26.4.2020 kl. 10:49

2 identicon

Hannes Hólmsteinn og Einar Kári gćtu einnig YFIRTEKIĐ öll verk BĆNDA og GRÓĐURHÚSA frá ÓMENGUĐU ÍSLANDI.  

ICELANDAIR fengi nóg ađ gera í flutningunum međ fersk vöruna ómengađa til stór markađa erlendis.

EINSTAKUR SJÁVARÚTVEGURINN sér um VEIĐARNAR og fullnýtingu. ALVÖRU MEISTARAR og ferđamenn munu dá ÍSLENSKAN HREINLEIKA međ ađ sýna ţeim í vinnslustöđvarnar. Viđ verđum ađ sýna eitthvađ annađ en HÖRPUNA okkar ţótt hún sé ĆĐISLEG?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráđ) 26.4.2020 kl. 13:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 4937
  • Frá upphafi: 3194556

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 4076
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband