Leita í fréttum mbl.is

Forsetaembættið

er í mínum huga gersamlega óþarft og væri betur sparað.

Það er auðvitað tómt má að tala um því þjóðin dýrkar það.

Dr. Ólafur Ragnar Grímsson sýndi þjóðinni óvænt að það var hægt að beita embættinu til að girða fyrir vitlaus lög frá Alþingi. Það sýndi hann í tvígang með því að hafna lögunum um að borga málamiðlunina frá Alþingi í Icesave deilunni. En það sannar enga reglu um nauðpsyn embættisins. Þjóðin tók áhættuna af að tapa málinu en slapp með það.

Áður var Ólafur Ragnar búinn að láta í það skína að hann gæti þetta með því að hóta að reka Davíð til  baka með fjölmiðlafrumvarpið. Davíð sá við honum og dró lög sín til baka áður en Ólafur gæti staðið við hótunina.

Dr. Ólafur Ragnar  stóð sig svo vel í hruninu sem talsmaður þjóðarinnar alþjóðlega vegna menntunar sinnar og yfirsýnar. Það verða áfram nauðsynlegir kostir hvers þess sem þjóðin velur sem Forseta nú í ár.

Nú ber hinsvegar nýrra til. Nú bjóðast frambjóðendur til að verða einskonar bremsuklossar gegn Alþingi í hverju því máli sem sem þeim líki ekki. Eiginlega bjóða sig fram til að afnema Alþingi að eigin geðþótta þegar þeim dettur í hug?

Þó að á Alþingi sitji allskonar lið sem maður kærir sig lítt um og finnst óþarft með öllu, þá eru þessar hugmyndir vitlausari en flest annað af þeirri mestu pólitísku vitleysu sem fram hefur komið í seinni tíð.

Þessi sífellda ruglandi um eitthvað beint lýðræði hefur ruglað marga í ríminu með það að fulltrúalýðræðið er það skásta og raunhæfasta millistig sem til er í stjórnun þjóðfélaga.Það er stutt frá beinu lýðræði yfir í skrílræði æsingamanna sem Forn-Grikkir fengu sig fullsadda af með Kleóni sútar og slíkum gösprurum.

Hvernig hefði farið fyrir Bretum og Churchill ef styrjöldin hefði farið í þjóðaratkvæði eins og hjá Kleóni?

Fulltrúalýðræðið er líka notað í Sviss þó það sé truflað reglulega með þjóðaratkvæðagreiðslum sem sjaldnast leysa málin til bóta.

Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi hafa ekki verið margar og hafa sjaldan verið til bóta utan í þessu Icesave máli og svo lýðveldismálinu sem Samfylkingarflokkarnir leitast nú stöðugt við að ógilda að sínu höfði. 

En að einhver frambjóðandi  leysi einhver mál þjóðarinnar að eigin smekk frá Bessastöðum þvert á vilja Alþingis dreg ég í efa að verði til bóta. Vita einhverjir Gúndar, Sturlur eða hverjir sem kunna að koma fram alltaf betur en 63 kjörnir fulltrúar þó misjafnir séu?

Mér er persónulega sama um þetta embætti og finnst það fánýtt. Fyrir mér skipti það aðeins einu sinni máli í lýðveldissögunni.

Ég fer því aðeins á kjörstað Forsetakjörs  til að afstýra þeim versta með því að kjósa einhvern skárri eftir gömlu forskrift Bjarna heitins Benediktssonar sem sagði: "Munið þið piltar, þótt við séum vondir þá eru aðrir verri."

Fyrir mér gildir það um Forsetaembættið líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 3418165

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband