Leita í fréttum mbl.is

Gömul minning

um Geysisgos bernsku minnar lifa í hugskoti mínu frá þeim dögum þegar ég var sem barn iðulega í Haukadal innan við Geysi. Við fórum oft niður að Geysi á sunnudögum þegar gos voru sett af stað með grænsápu sem Sigurður Greipsson mokaði í Geysi með stórri skóflu á tilsettum tíma. Eftir hæfilegan tíma heyrðust dynkir í iðrum jarðar og vatnsborðið í skálinni fór að lyftast og hníga.

Svo hófst gos þegar sjóðandi vatnið þeyttist tugi metra til himins. Þetta stóð yfir einhvern tíma með gusum. Að þessu loknu hófst gufugosið þegar gufan streymdi með heljarafli til hæðanna.Svo var þessu sjónarspil lokið eftir einhvern tíma.

Þetta situr í mínu barnsminni.

Ég fór svo að vinna eitthvað liðugt 14 ára gamall með mér fullorðnari mönnum og þroskaðist mikið af mörgum þeirra því þetta voru allt smana sannir höfðingjar og ábyrgir uppalendur lítt þroskaðs unglings. 

Einn maður varð á vegi okkar sem hafði verið landskunnur maður á mörgum sviðum andlega og líkamlega en nú farinn að heilsu og máttfarinn af sjúkdómum. 

Okkur barst til eyrna að þessi maður hefði eitt sinn verið staddur við Geysisgos og staðið við skálarbarminn vindmegin. Þegar gosið féll niður í pípuna í miðri skálinni var sagt eð þessi maður hafi runnið skeið niður skálin og stokkið fyrir pípuna og hlaupið upp barminn hinu megin með gosið á hælunum.

Vinnufélagi minn fékk færi á gamla manninum og spurði hann hreint út hvort satt væri. Öldungurinn leit undan og sagði aðeins : "Ég má ekki til þessa hugsa."

Þetta er gömul minning um Geysisgos fyrri tíða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór.

Talandi um minningar og forna frægð, sem reyndar laðar hundruðir þúsunda erlendra ferðamanna að hinum eina sanna Geysi ár hvert, þar sem þeir geta vaðið um í svaðinu og tekið myndir því til sönnunar og auðvitað gefið innfæddum færi á að næla sér í aura fyrir aðgangseyri, pylsum og kók.

Færeyingar lokuðu öllum ferðamannastöðum sínum í eina eða tvær vikur á síðasta ári, nema fyrir nokkrum hundruðum erlendra sjálfboðaliða, sem uppskáru fæði og gistingu fyrir að aðstoða heimamenn við lagfæringar og smíðar betri aðstöðu við helstu ferðamannastaði eyjanna.

Heldur þú Halldór að íslensk stjórnvöld hafi gripið tækifærið t.a.m. við Geysi, Gullfoss og aðrar helstu niðurtroðnar perlur okkar og sett allt "ókeypis" vinnuaflið í vinnu við að helluleggja, steypa, og smíða snyrtingar og aðstöðu, nú þegar engir eru ferðamennirnir og næg gistirými og aðstaða eru fyrir mannskapinn á staðnum?

Ég er nú svo illa innrættur (eins og þú veist kannski) að ég efast um að þetta upplagða tækifæri hafi verið nýtt og ferðamennirnir snúi einfaldlega aftur að öllu eins og það var fyrir COVID-19.

Jónatan Karlsson, 22.5.2020 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband