Leita í fréttum mbl.is

Pétur Einarsson

lögfræðingur og fyrrum Flugmálastjóri er allur.

Hann leyfði fólki að fylgjast með dauðastríði sínu á Facebook. En þar sem ég er þar lítið fóru veikindi hans fram hjá mér þar til að ég heyrði um lát hans. En kvalir hans voru hræðilegar en hetjuskapur hans því meiri sem þær uxu.

Ég hafði kunningsskap við Pétur í eina fjóra áratugi.Sótti skólann til atvinnuflugprófs-og blindflugs hjá honum 1978 og sat Pétur forstjórinn sjálfur í námskeiðinu með okkur. Opnaði svo heimili sitt fyrir útskriftarpartí  fyrir okkur alla.

Síðar þurfti ég að leita til hans sem Flugmálastjóra þegar ég var að byggja flugskýli í Fluggörðum. Öll voru þessi samskipti á einn veg, röskleg, lipur  og vinsamleg.

Samskipti okkar voru lítil á síðustu áratugum en mér heyrðist að stundum hefði verið á brattann að sækja hjá honum í einkalífi.Enda maðurinn stórbrotinn að allri gerð.

En ég minnist Péturs Einarssonar  með vináttu og virðingu og votta eftirlifendum hans samúð mína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418201

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband