Leita í fréttum mbl.is

Merihlutinn

er hlaupinn saman í fyrirbrigði sem aðeins getur flokkast sem óhappalýður sem allt verður að ógæfu sem hann snertir.

Hluti af því er auðvitað hið fornkveðna að því ver gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman.

Reykjavíkurbréf lýsir fjölgun borgarfulltrúa svo:

Fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórninni þar á undan voru lengi 15 talsins.

Vinstri meirihlutinn sem tók við í fyrsta sinn 1978 hafði sem sína stefnu að fjölga borgarfulltrúum í 21. Sú breyting tók gildi í byrjun kjörtímabilsins á eftir, vorið 1982. En þá höfðu Sjálfstæðismenn óvænt unnið meirihluta á ný, bæði atkvæða og fulltrúa. Þeir höfðu haft í stefnu sinni að fækka bæri borgarfulltrúum á ný í 15, enda haldlítil rök fyrir fjölguninni.

En þetta fyrsta kjörtímabil nýs meirihluta þeirra voru borgarfulltrúarnir 21 og Sjálfstæðismenn með 12 þeirra og minnihlutinn 9. 

Fjölgunin hafði ekki verið vinsæl á meðal borgarbúa sem keyptu ekki kröfuna um nauðsyn þess. Mest hafði því verið beitt fyrir vagninn að íbúum hefði fjölgað verulega og því yrði að fjölga fulltrúum þeirra. Gæluverkefni gufaði upp …

Hinn nýi meirihluti Sjálfstæðismanna samþykkti strax í upphafi stjórnartíðar sinnar að fækka skyldi borgarfulltrúum á ný í 15, en fækkunin gat ekki tekið gildi fyrr en í byrjun nýs kjörtímabils.

Meirihluti Sjálfstæðismanna jók fylgi sitt nokkuð í kosningunum 1986 og bætti svo sannarlega um betur í lok kjörtímabilsins. Þá fengu þeir 60,4 prósent atkvæðanna og 10 borgarfulltrúa af 15 og aðeins hagfelldari skipting atkvæða hefði gefið þeim 11 fulltrúa.

Þegar R-listinn náði meirihluta vorið 1994 var hann ekki með fjölgun borgarfulltrúa á sinni dagskrá. Hann hefur sjálfsagt skynjað það vel í kosningunum 1982 að fjölgun fulltrúa mæltist heldur illa fyrir. … og gufaði niður aftur En síðar komu til aðrir flokkar og menn sem beittu sér fyrir því að borgarfulltrúum yrði fjölgað í 23.

Það hefur farið heldur illa, eins og ýmsir óttuðust. Sú gjörð hefur ekki tryggt að einstakir hlutar borgarinnar hafi nú talsmenn í borgarstjórn umfram það sem áður tíðkaðist, nema síður sé.

Það var þó ein af mörgum fátæklegum röksemdum fyrir útþenslunni. Önnur var sú að eftirlitshlutverk borgarfulltrúanna myndi skerpast.

Það urðu hrópleg öfugmæli. Stjórnun borgarinnar hefur aldrei verið í eins miklum ólestri og nú. Flestar fréttir sem úr Ráðhúsinu berast eru um mistök, óreiðu, spillingu, einelti, fjármálalegt klúður og lóðabrask og borgarstjórinn, sem jafnan varpar frá sér allri ábyrgð, stórri sem smárri, lætur embættismenn komast upp með að svara ekki spurningum um alvarlega hluti mánuðum saman!"

Oddviti minnihlutans, Eyþór Arnalds, ritar svo þarfa grein um ráðleysi óhappalýðsins. Hann segir:

"Reykjavík hefur setið eftir í samgöngumálum. Framkvæmdafé til vega hefur verið afþakkað og vegafé farið í meira mæli á landsbyggðina.

Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur tafið úrbætur og þrengt að umferð í stað úrbóta. Umferðartafir hafa lengt vinnuvikuna í reynd. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja flýta framkvæmdum og fara í snjallvæðingu umferðarljósa.

Í stað þess hefur meirihlutinn boðað borgarlínu sem lausn fyrir allt og alla. Hún á að kosta 70 milljarða en kannski þarf að margfalda þá tölu með pí.

 

Hver borgar?

Reykjavíkurborg er að tvöfalda útgjöld sín til borgarlínu. Það er gert án þess að fjármögnun verkefnanna liggi fyrir. Án þess að endanleg fjárfestingaráætlun sé til. Án þess að rekstraráætlun sé gerð.

Þjóðvegir í þéttbýli eru á herðum ríkisins. Eins og háskólarnir. Og hjúkrunarheimilin. Hér er Reykjavíkurborg að leggja fram milljarð í þessi verkefni án þess að hafa fast land. Er þetta óvissuverkefni meira forgangsmál en ný hjúkrunarheimili? Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga boðaði borgarstjóri og heilbrigðisráðherra hundruð nýrra rýma umfram þau sem þegar höfðu verið. Þetta var í apríl 2018.

Síðan þá hefur lítið gerst. Reykjavíkurborg gæti riðið á vaðið og fjárfest í þessum verkefnum án þess að hafa mótframlag ríkisins í hendi. Hannað hús og grafið grunna. Borgin gæti greitt fyrir nýjar háskólabyggingar á eigin spýtur með sama verklagi.

Fjármögnun borgarlínu í samgöngusáttmála er ekki í hendi. Veggjöld eru ekki á dagskrá. Bankasala ekki heldur. Alþingi hefur langan óskalista í samgöngumálum þar sem jarðgöng, hafnir og flugvallarmál eru fyrirferðarmikil.

Þéttar umferðasultur

Borgin sjálf hefur ákveðnar skyldur samkvæmt samgöngusáttmálanum. Hún á að skipuleggja Keldnalandið. Það hefur ekki verið gert. Hún á að flýta fyrir Sundabraut. Það hefur heldur betur ekki verið gert.

Henni ber að flýta fyrir skipulagi fyrir gatnamót við Bústaðaveg og Arnarnesveg. Það hefur tafist og flækst hjá borginni.

Það er erfitt fyrir ríkið að treysta viðsemjanda sem stendur ekki við sitt. Það er leitt að þessi leikur borgarinnar hafi farið í þetta far.

Löngu tímabært er að fara í stórátak í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur setið eftir og fjármagn farið annað. Borgin hefur afþakkað framkvæmdafé. Sjálfskipað framkvæmdastopp var formfest í svonefndu 10 ára tilraunaverkefni um þar sem mikilvægar framkvæmdir voru settar á ís hefur búið til samgönguvanda. Þar átti að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna en það hefur algerlega brugðist.

Algert vanmat á þörf á lausnum hefur búið til þéttar umferðarsultur líkt og í stórborg.

Snjallar lausnir eins og ljósastýringar og umferðarmódel hafa setið á hakanum hjá borginni. Í staðinn er farið í verkefni sem á að kosta meira en 70 milljarða og alger óvissa er um.

Þetta er gert á sama tíma og tekjur skreppa saman vegna kóvídkreppu. Væri ekki nær að fara í það sem er árangursríkt, fyrirsjáanlegt og skynsamlegt?"

Þarf ekki minnihluti Sjálfstæðismanna að kveða upp úr með það að hann stefni að því að fækka borgarfulltrúum úr 23 í 15? Gefur það ekki auga leið að það er framfaramál?

Ennfremur að greiða umferð fólks  og gera samgöngumál fjölskyldanna greiðari með öllum ráðum. Nútíma fjölskyldulíf byggist á skutli sem ekki verður leyst nema á bílum sem yfirgnæfandi hluti kjósenda hefur valið sér hvað sem óhappalýðurinn segir annað.

Minnihlutinn mun segja með ótvíræðum hætti að hverju hann stefnir og hvað verður aflagt í skriffinnsku og óráðsíu óhappalýðsins. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418198

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband