Leita í fréttum mbl.is

Meirihlutinn í Reykjavík

er ósammála um ástand og horfur.

Björn Bjarnason vekur athygli á eftirfarandi staðreyndum:

"Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar, skrifar undir skjal sem sent var alþingi sem umsögn um frumvörp til laga, lögð fram á alþingi 21. apríl 2020 til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldur kórónaveiru. Þar segir meðal annars:

„Ef aðeins hefði verið um að ræða skammvinnan vanda, 3 til 6 mánaða niðursveiflu með skjótu bataferli, hefði mögulega dugað að ríkið styddi við lausn fjármögnunarvandans með lánveitingum á hagkvæmum kjörum.

Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu.

Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði.

Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára framundan standa undir afborgunum.“

 

"Þegar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, benti á þessa lýsingu á fjárhagsstöðu borgarinnar í umsögn sviðsstjórans sem kynnt hafði verið í borgarráði brást Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, ókvæða við orðum Hildar og sagði hana hafa sett „met í dylgjum og ósannindum .

“Í grein án visir.is fullyrti Þórdís Lóa að borgin væri „vel rekin, með traustan og góðan fjárhag“.

Taldi hún að opinber fjármál yrðu „því að einhverri þráhyggju [sjálfstæðismanna] sem verður sérstaklega vandræðaleg þegar að aðrir flokkar sýna að þeim er treystandi fyrir fjármálum.

Þessa þráhyggju endurómaði Hildur, því línuna hefur hún jú lært í Valhöll, en nær ekki að hafa rétt eftir í einni einustu setningu“.

"Formaður borgarráðs les ekki fundargögn komi þau henni illa og skammar svo borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokkinn fyrir að vitna í þau. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um blekkingarheim æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar?"

Meirihlutinn er greinilega ekki innbyrðis sammála um ástand og horfur í félagsþjónustu Borgarinnar. Einn segir allt í lagi og annar en svartsýnni  en elstu menn muna.

Hverju skyldu þeir lofa fyrir kosningarnar í auknum leikskólum og félagsþjónustu ef eitthvað er til í því sem Halldóra Káradóttir segir.

Pie in the sky when you die?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Bullukolla Lóa skrifar um þetta á Vísi?

"Ég hef verið að planta trjám og sinna skyldum mínum sem skógarbóndi í Reykjadal. Í sveitinni er kona ekki að fylgjast með öllum umræðuþáttum í beinni. Það var því ekki fyrr en í gærkvöldi sem ég hlustaði á Vikulokin, þar sem ég held að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi sett einhvers konar met í dylgjum og ósannindum.

Borgin er vel rekin, með traustan og góðan fjárhag. Þetta birtist enn á ný í síðasta ársreikningi borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ræða, því hann taldi pólitíska umræðu um endurskoðunarstaðla mikilvægari. Sjálfsmynd flokksins byggir á því að enginn kunni að fara með opinber fjármál nema hann einn. Fjármál verða því að einhverri þráhyggju sem verður sérstaklega vandræðaleg þegar að aðrir flokkar sýna að þeim er treystandi fyrir fjármálum. Þessa þráhyggju endurómaði Hildur, því línuna hefur hún jú lært í Valhöll, en nær ekki að hafa rétt eftir í einni einustu setningu.

Hildur hélt því fram að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt. Bréfið sem hún vísar í var frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og undirritað af Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.

Af hverju er einungis rætt um Reykjavíkurborg hér, eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki með völd? Það var ótrúlegt að hlusta á borgarfulltrúann setja borgina þarna fremsta í umræðu sem er á borði nánast allra sveitarfélaga landsins. Er Hildur virkilega að saka flokksfélaga sína sem stýra Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ um fjármálaóreiðu?

Þetta er þekkt taktík, að ræða einungis Reykjavík, til að þurfa ekki að ávarpa ábyrgð Sjálfstæðisflokksins hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti sjá í umræðu um Sorpu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á nær alla fulltrúa á eigendavettvangi og hefur fulltrúa í stjórn. Þetta má líka sjá í umræðu um borgarlínu, sameiginlegu verkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður ríkjum með samkomulagi undirrituðu af formanni flokksins.

Eins og fram kom í þættinum, þá styður Hildur borgarlínu. Bara ekki nóg til að grafa ekki undan henni til að reyna að skora ódýr pólitísk mörk. Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Hildur hefur leitt frjálslynda arm síns flokks í borginni. Því miður hefur sá armur orðið undir í borgarstjórnarflokknum og íhaldsamari raddir, sem telja framtíðarsýn borgarinnar sé að líta aftur til 20. aldar, hafa orðið ofan á. Þennan ágreining er ekki einu sinni reynt að fela, þegar samflokksfólk hennar kýs og bókar gegn Hildi í nefndum borgarinnar. Það væri miður ef Hildur er að gefast upp á sinni frjálslyndu sýn á framþróun borgarinnar til að falla betur í kramið hjá íhaldssamari öflum í eigin flokki.

Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs."

 

Er þetta fólk með öllum mjalla? Hefur það ekki heyrt um COVID19 og fjárhagslegar afleiðingar ?  Halldóra Káradóttir virðist skilja vandann öðruvisi en þessi aðflutta dama frá Árborg  sem er ábyrg fyrir framhaldslífi Dags B. Eggertssonar til illra verka í höfuðborginni. Hvað skyldi sá maður segja um fjárhagsvandann? Líklega fátt því að  margir efast um að hann þekki muninn á debit eða kredit eftir braggaaævintýrið.

Og Dagur er alltaf ábyrgðarlaus því hann er með svo marga aðstoðarmenn sem gera víst allar vitleysurnar meðan hann geirir bara góðu hlutina.

Halldór Jónsson, 23.6.2020 kl. 13:08

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Býr bullukollan í Reykjavík? Skiptir svosem engu, en sjaldan hefur maður horft upp á annað eins vanhæfi og glórulausa heimsku nokkurs opinbers þjóns almennings. Gjörsamlega í algeru rugli og út fyrir alla skurði í hvert skipti sem hún opnar á sér túllan. Vanhæfnin uppmáluð og hrokinn alger.

 Góðar stundir, með kvðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.6.2020 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband