Leita í fréttum mbl.is

Galiđ

er ţađ hvernig vinstra liđiđ á Alţingi  hefur komiđ okkur í öngstrćti međ Evrópuţjónkun sinni frá 2013.

Og ekki er hlutur hćgri manna betri ţar sem ţeir hafa ekkert gert til ađ stöđva delluna. Og ekki eru ţeir betri sem sí og ć lofsyngja ESB og heimta okkur ţangađ inn sem eru Samfylkingin og Viđreisn auk fimmtuherdeildar ţingmenn úr öđrum flokkum.

Sigríđur Á. Andersen hin burtrekni dómsmálaráđherra rekur hluta af dellunni í grein í Morgunblađinu í gćr. Hún segir m.a.:

"... Lög nr. 40/2013 kveđa á um ađ 5% orkugjafa í samgöngum skuli vera endurnýjanleg. Reglugerđ 960/2016 kveđur jafnframt á um 6% minnkun á losun gróđurhúsalofttegunda frá samgöngum og vinnuvélum. Bćđi lögin og reglugerđin voru sett til innleiđingar á reglum ESB.

Ţessar reglur eru ţannig úr garđi gerđar ađ rafbílavćđingin hér á landi er einskis metin. Rafbílarnir eru hreinlega ekki taldir međ ţótt hlutur ţeirri mćti nú kröfunni um 5% hlut endurnýjanlegrar orku og sé kominn vel áleiđis međ ađ mćta kröfunni um 6% samdrátt í losun gróđurhúsalofttegunda sem tekur gildi í lok ţessa árs.

Ástćđan fyrir ţessu er ađ ESBreglurnar taka miđ af einstökum seljendum orku á bíla en ekki ástandinu eđa ţróuninni í heild sinni. Ţćr telja ekki međ bíla sem hlađnir eru orku viđ heimahús eđa vinnustađi.

Jafnvel ţótt meirihluti íslenska bílaflotans gengi fyrir endurnýjanlegri íslenskri raforku myndu Íslendingar ekki teljast búnir ađ uppfylla kröfur ESB um 5% endurnýjanlega orkugjafa í samgöngum eđa 6% samdrátt gróđurhúsalofttegunda!.Ađ óbreyttum lögum mun engu skipta hve rafbílar verđa stór hluti af bílaflotanum.

Íslendingar munu áfram ţurfa ađ kaupa dýrt og orkusnautt lífeldsneyti til íblöndunar í bensín og dísilolíu til ađ uppfylla evrópsku reglurnar sem viđ erum ţó í raun ađ uppfylla međ öđrum hćtti.

Milljarđar króna hafa runniđ úr landi af ţessum sökum undanfarin ár.

Yfir 7 milljarđa kostnađur

Í svari fjármálaráđherra viđ fyrirspurn minni um kostnađ ríkissjóđs af ţessari međgjöf međ lífeldsneytinu áriđ 2015 kom fram ađ hann vćri um 1,2 milljarđar ţađ ár.

Miđađ viđ fjórđungs aukningu í eldsneytissölu frá 2015 og 15% hćkkun á krónutölu međgjafar má gera ráđ fyrir ađ kostnađur ríkissjóđs á síđasta ári hafi veriđ um 1,7 milljarđar króna.

Alls gćti ríkissjóđur ţví hafa sent erlendum framleiđendum lífeldsneytis yfir 7 milljarđa króna á síđustu fimm árum.

En árangurinn? Í nýrri 170 síđna ađgerđaáćtlun Íslands í loftslagsmálum er hvorki minnst á ţessar reglur, hrikalegan kostnađinn sem ţeim fylgir né hver ávinningurinn í loftslagsmálum gćti veriđ.

Ţingmenn vinstri flokkanna sem innleiddu ESB-reglurnar um íblöndunina áriđ 2013 hafa hins vegar svarađ spurningunni um árangurinn fyrir sitt leyti međ nýlegri tillögu á ţingi um ađ íblöndun pálmaolíu í eldsneyti verđi bönnuđ.

Íblöndunina telja ţeir nú hafa aukiđ losun gróđurhúsalofttegunda, valdiđ stórkostlegri loftmengun í Asíu, auk ţess ađ stuđla ađ eyđingu regnskóga, ógna líffrćđilegri fjölbreytni og ýta undir vinnuţrćlkun og illa međferđ á konum og börnum."

Hvađ hefđi veriđ hćgt ađ gera fyrir ţetta fé hingađ til og áfram?

Ađ ţađ skuli vera til stjórnmálamenn sem ţiggja framfćrslu sína af skattfé sem geta horft á svona geggjun án ţess ađ gera neitt í ţví?

Hverskonar galiđ liđ er ţetta eiginlega sem viđ erum ađ kjósa aftur og aftur?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrópuţjónkun Samfylkingar, Viđreisnar og VG ásamt ţekktum einstaklingum, sem hugsa til inngöngu viđ ESB "húskarlana" í BRUSSEL, verđur ađ kjósa útaf ALŢINGI.

Hjartanlega til hamingju međ endurkjöriđ á Bessastöđum kćri FORSETI ÍSLANDS. Margir vilja sjá ŢJÓĐARKOSNINGU varđandi LANDIĐ OKKAR og MIĐIN og fulla úrsögn frá illa reknu embćttis kerfi 26 landa ESB.

Hugsum til landamćra og sjálfstćđi ÍSLENDINGA undir Kristnum siđum.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráđ) 29.6.2020 kl. 12:49

2 identicon

Ţađ er rosaleg geggjun í gangi. Dćmi, ríkissjónvarpiđ hefur tekiđ ađ sér ađ heilaţvo fólk međ vinstri áróđri og viđ verđum ađ borga sérstaklega fyrir ţađ. Fátćkasta fólkiđ kemst ekki í gegnum greiđslumat og verđur ađ leigja fyrir miklu hćrri upphćđ og nćr aldrei ađ eignast neitt. Helmingur af öllum skatttekjum einstaklinga fer í afţreyingu og umhverfismál. Ótrúlega mörgum finnst fjármunum best borgiđ hjá ríkinu. Allar skatttekjur einstaklinga duga ekki fyrir menntakerfinu. Ţessi útgjöld aukast á miklum hrađa ţangađ til eitthvađ mjög vont gerist.

kristinn Bjarnason (IP-tala skráđ) 29.6.2020 kl. 20:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 572
  • Sl. sólarhring: 1008
  • Sl. viku: 5448
  • Frá upphafi: 3196898

Annađ

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 4489
  • Gestir í dag: 473
  • IP-tölur í dag: 462

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband