Leita í fréttum mbl.is

Skýringar óskast.

Ragnar Ţór Ingólfsson skrifar svo:

"

Icelandair group er ađ stórum hluta í eigu lífeyrissjóđanna en fyrrum forstjóri fyrirtćkisins Björgólfur Jóhannsson var einnig formađur SA.

Hjá Icelandair störfuđu einnig Halldór Benjamín Ţorbergsson og Davíđ Ţorláksson sem einnig stýrđu Lindarvatni ehf. (félagi sem reisir lúxushótel á Landsímareitnum). Fyrrum stjórnarformađur Lindarvatns var fjármálastjóri Icelandair group, Bogi Nils Bogason núverandi forstjóri Icelandair group.

Í desember 2014 kaupir Dalsnes ehf. Lindarvatn ehf. sem á Landsímareitinn af Pétri Ţór Sigurđssyni hrl. á 930 milljónir kr. samkvćmt ársreikningi Dalsnes ehf. fyrir áriđ 2014. Sem ţýđir ađ 50% hlutur var 465 milljóna króna virđi í viđskiptunum.

Átta mánuđum síđar eđa í ágúst 2015 kaupir Icelandair 50% hlut í Lindarvatni ehf. á 1.870 milljónir króna ef marka má skráđ virđi fjárfestingarinnar samkvćmt ársreikningum Icelandair 2015 en kaupverđiđ var sagt trúnađarmál á sínum tíma.

Ţađ ţýđir ađ samkvćmt verđmati Icelandair og kaupverđi ţess hafđi virđi félagsins fjórfaldast á ađeins 8 mánuđum.

En hvernig getur virđi félags aukist svo mikiđ á svo stuttum tíma? Ein af ástćđum ţess var ađ Icelandair hotels (Sem var í eigu Icelandair group) gerđi 25 ára leigusamning um rekstur hins óbyggđa hótels. Ţ.e. Icelandair eykur verđgildi félagsins gríđarlega međ leigusamningi og kaupir svo helminginn í félaginu á fjórföldu verđi.

Icelandair bjó ţannig til verđmćti međ leigusamningnum og keypti svo Lindarvatn á fjórföldu verđi. Af hverju gerđi félagiđ ekki bara leigusamninginn og lét ađra um áhćttuna?

Hvađ bjó raunverulega ađ baki?

Allar líku eru á ađ Icelandair hafi nú ţegar tapađ 1,87 milljarđi króna á fjárfestingunni ţar sem framkvćmdakostnađur virđist langt umfram virđi og leigusamningur stendur undir. Lífeyrissjóđirnir voru fengnir til ađ setja 4 milljarđa í verkefniđ í formi skuldabréfakaupa en sjóđirnir hafa reyndar lýst ţví yfir ađ ekki verđi settir meiri peningar í verkefniđ.

Ţannig ađ milljarđarnir fjórir fóru ađ mestu í ađ endurfjármagna skuldir Lindarvatns.

Ljóst er ađ verkefniđ var gríđarlega vanáćtlađ í tíma og kostnađi og einhverjir hljóta ađ bera ábyrgđ á ţví. Hverjir og hvernig er veriđ ađ fjármagna framkvćmdina í dag?

Framkvćmdir eru keyrđar áfram til ađ allt líti út fyrir ađ vera slétt og fellt og í fullum gangi ţó öllum hljóti ađ vera ljóst ađ hóteliđ er langt á eftir áćtlun samkvćmt samningum um afhendingu.

Okkur ćtti nú ađ vera ljóst af hverju Lindarvatn var tekiđ út úr viđskiptunum međ Icelandair hotels en fnykurinn af verkefninu hefur greinilega fundist alla leiđ til Asíu.

Ţá má leiđa ađ ţví líkum ađ SA menn hafi beitt sér fyrir ţví ađ lífeyrissjóđirnir keyptu skuldabréf (lánađ) í verkefninu í ljósi ţess ađ kjörin sem í bođi voru á ţeim tíma voru í engu samrćmi viđ gríđarlega áhćttu verkefnisins og ţá stađreynd ađ verkefniđ var langt frá ţví ađ vera full fjármagnađ.

 

Nú vantar ađ lágmarki tvo til ţrjá milljarđa til ađ klára verkefniđ, líklega miklu meira.

En aftur ađ SA. Í desember 2016 kippir Björgólfur (ţáverandi forstjóri Icelandair og formađur SA) ábyrgđarmönnum Lindarvatns ehf. og starfsmönnum Icelandair group, ţeim Halldóri Benjamín og Davíđ Ţorlákssyni á nýjan starfsvettvang innan SA.

Bogi Nils fer í forstjórastól Icelandair og viđ formennsku stjórnar Lindarvatns tekur Árni Helgason lögmađur og fyrrum framkvćmdastjóri ţingflokks Sjálfstćđisflokksins og fyrrum formađur Heimdallar.

En hans nafn kemur upp viđ nánari skođun á snúningnum sem tekinn var á almenningshlutafélaginu Icelandair í kringum viđskiptin međ Lindarvatn, en félag (MB2015 ehf.) í hans eigu fékk greiddar 456 milljónir króna í kringum viđskiptin á árinu 2015, sem hlýtur ađ teljast vćn summa fyrir dagsverkiđ og í hćsta máta óeđlileg. En samtals fóru um 700 milljónir í einhverjar ţóknanir í kringum viđskiptin í gegnum ţrjú félög sem virđast vera međ mjög takmarkađa starfsemi á ţessum tíma.

Ţađ vćri nú ráđ ađ skatturinn skođađi máliđ líka.

Nú vantar ađ lágmarki tvo til ţrjá milljarđa til ađ klára verkefniđ, líklega miklu meira.

Hvađan eiga ţeir peningar ađ koma?

 

Mun núverandi forstjóri Icelandair group láta klára framkvćmdina, hvađ sem ţađ kostar, á kostnađ Icelandair, til ađ almenningur átti sig ekki á ţví hvernig eftirlaunasjóđirnir okkar, og fyrirtćkin í ţeirra eigu, eru misnotuđ í braski og bralli atvinnulífsins?

Ţannig gćti heildartap Icelandair group af verkefninu étiđ upp megniđ af ţví sem salan á Icelandair hotels átti ađ skila inn í reksturinn.

Já ţetta eru djöfulsins snillingar eins og segir í frćgum áramótasöng.

Ţađ er skiljanlegt ađ SA vilji halda áfram ađ hafa sjóđina nokkurn veginn útaf fyrir sig svo hćgt sé ađ halda braskinu áfram međ peninga og fjármuni launafólks. Í ţađ minnsta án afskipta verkalýđshreyfingarinnar."

Hverjir eru Lindarvatn. Hvernig fékk Pétur Ţór Landsímareitinn? Gerđist ţetta í raun og veru?

Já, almenningur á rétt á ađ fá skýringar á ţessu máli. Ţetta er ekki hćgt ađ ţagga niđur ef eitthvert traust á ađ ríkja til Ragnars Ţórs, Icelandair og stjórna lífeyrissjóđanna.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Miđađ viđ ţessa lýsingu er ţetta hiđ skuggalegasta mál. Ragnar Ţór er búinn ađ segjast ćtla alla leiđ međ máliđ. Nú verđur hann ađ standa viđ stóru orđin.

Ţorsteinn Siglaugsson, 28.7.2020 kl. 19:38

2 identicon

Ţađ eru örugglega mörg svona dćmi. Er ţađ ekki einhverskonar mannréttindabrot ađ taka sparifé landsmanna međ valdi og afhenda einhverjum ađilum sem ekkert kunna međ ţá ađ fara.

Ţađ er mikiđ talađ um ađ ţađ ţurfi ađ upprćta spillingu. Til ađ ţađ sé hćgt ţá ţarf fyrst ađ komast ađ ţví hvar hún verđur til. Mér sýnist hún verđa nánast eingöngu til hjá opinberum ađilum og lífeyrissjóđum. 

Tillaga: Skila sparifé til eigenda og minnka ríkisvaldiđ markvisst.

Byrjum á ađ fćkka ţingmönnum um helming í fyrstu og sjáum hvađ gerist. Ţađ er góđ hugmynd ađ fá Birgi Jónsson hjá póstinum til fara í gegnum allt kerfiđ.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráđ) 28.7.2020 kl. 19:40

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ţađ er sífellt veriđ ađ hneykslast á ađ mannréttindabrot og spilling í Kína séu yfirţyrmandi, en eins og nú síđast ţetta dćmi sýnir til viđbótar viđ allt hitt, ţá er ástandiđ hér langtum verra.

Jónatan Karlsson, 29.7.2020 kl. 07:10

4 identicon

RAGNAR ŢÓR INGÓLFSSON virđist vinna, starfa og skilja ábyrgđ sína hjá VR. Hann virkar sannur í skođunum sínum.

Hugsanlega vćri einfaldast ađ leggja niđur alla lífeyrissjóđi og hver vinnandi mađur og kona ćttu sinn eigin lífeyrissjóđ, Ríkistryggđan innan Seđlabankans undir stjórn "Ragnars Ţórs" og fleiri góđra öruggra manna. DÁGÓĐ upphćđ eftir 50 ár?.  

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráđ) 29.7.2020 kl. 08:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 395
  • Sl. sólarhring: 805
  • Sl. viku: 5550
  • Frá upphafi: 3190752

Annađ

  • Innlit í dag: 325
  • Innlit sl. viku: 4727
  • Gestir í dag: 303
  • IP-tölur í dag: 289

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband