Leita í fréttum mbl.is

Er náttúran að tala?

til okkar mannanna? Við séum búnir að ganga fram af henni með hegðun okkar? Loftslagsmálin og hlýnun jarðar af mannavöldum séu angi af því sama?

Mér fannst hann Hákon föðurbróðir minn skógræktarstjóri sem var sannfærður náttúrufræðingur hafa trúað á náttúruna sem æðsta yfirvald í lífkeðjunni sem menn gætu ekki gengið fram af í gáleysi án þess að verða dregnir til ábyrgðar.

Það hefur leitað á mig í kórónufaraldrinum hvort náttúran sé að tala til okkar manna? Segja okkur að við séum að ganga of langt og hún líði okkur ekki frekari yfirgang?  Hún muni tortíma okkur eins og  læmingjum í offjölgun? Veirurnar komi sem hennar verkfæri til að stöðva okkur? Og vissulega þrífast farsóttir best í þröngbýli.Gjósa upp þegar svo til háttar.

Vísindin hafa gerbreytt mörgu sem áður var óviðráðanlegt. En eru þau aðeins að fresta vandanum? Það komi bara annar mótleikur móður náttúru ef við látum ekki segjast.

Nokkuð andstætt venjulegri afstöðu tæknimanns. En ef maður hugleiðir fjölgun mannkynsins sem er að stefna í 8 milljarða án nokkurs hiks  eftir gengdarlausa fjölgun á síðustu öld sem er enn stöðug  þá getur maður efast um að þetta geti gengið svona til lengdar. Náttúran muni taka í taumana ef við ekki gerum það.

Hún virðist setja öðrum tegundum skorður í lífríkinu. Jafnvel Ebólaveirunni og Svarta Dauða er skammtaður aldur og þær veirur deyja út þegar þær eru búnar að drepa allt sem þær ná til. Þorskstofninn minnkar þegar allt er uppétið og síldin hverfur.

Við erum að vona að við náum að stöðva kórónuveiruna innan tíðar.En hvað gerist þá? Kemur ekki bara önnur ný af því að við látum ekki segjast í mannfjölguninni? Náttúran sé að segja okkur að nú sé nóg komið af okkur vitleysingunum? Ef við ekki stöðum fjölgunina þá verði það gert fyrir okkur af hinum duldu kröftum náttúrunnar?

Ég hefði viljað ræða þetta við hann Hákon frænda minn til að vita hvort hann héldi að náttúran sé að tala við okkur mannkynið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Úr ljóðinu "Aðeins ein jörð": 

Aðeins ein jörð; 

afglapasporin hræða. 

Lögmálið grimma lemur og slær

og lætur ekki´að sér hæða: 

Ef dayðir þú jörðina deyðir hún þig

og deyjandi mun þér blæða.  

En - aðeins ein jörð

samt alla mun fæða og klæða 

ef standa um hana viljum vörð, 

vernda´hana´og líf hennar glæða; 

elska þessa einu jörð; -

það er ekki´um aðra að ræða. 

Ómar Ragnarsson, 3.8.2020 kl. 16:52

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er ekki nær að segja að það sé Guð sem er að tala til okkar mannanna? Mér finnst það nær lagi að vitsmunavera geri það en náttúran.

En mannfjöldaspám ber saman um að fólki muni bráðlega fara að fækka á jörðinni. Þetta er þegar byrjað í þróuðustu löndunum.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.8.2020 kl. 18:11

3 identicon

Nei, náttúran er ekki að tala til okkar. Við erum ekkert sem hún telur sig þurfa að tala nokkuð við. Hún fer sínu fram og við getum ekkert nema reynt að skila og læra. Í náttúrunni erum við ekkert merkilegri en Covid. Náttúran er ekki að segja víkið við okkur og ekki að segja við Covid þinn tími er kominn.

Þegar frummanninum fjölgaði og matur varð af skornum skammti þá þurfti hann að flytja sig til. Flytja á staði þar sem var kaldara. Þá lærðum við að nota eld, sníða föt og byggja hlý híbýli. Þegar jurtir nægðu ekki með sín aldin og rætur lærðum við að borða kjöt.

Fyrir 50 árum síðan átti jörðin ekki að geta brauðfætt nema 4 milljarða. Spáð var neyðarástandi, hörmungum, hungursneið og styrjöldum um mat. Nú nálgumst við 8 milljarða og hendum þriðjungi framleiddra matvæla.

Svarti dauði er ekki farinn neitt. Við höfum lært að forðast hann og koma í veg fyrir smit en hann er samt enn til. Nú síðast fannst hann fyrir um þrem vikum síðan í Col­or­ado. Viku áður í Mongólíu og Madagaskar.

Pestir og plágur, uppskerubrestir, þurrkar og flóð hafa fylgt okkur alla tíð. Og ef við hefðum ekkert lært og ekkert gert værum við löngu útdauð. En allar útrýmingarspár miða við það að við gerum ekkert og lærum ekkert. Látum pestir ganga óhindraðar yfir þjóðfélögin, hækkandi sjáfarborð drekkja strandbúum og uppskerubrest á korni orsaka hungursneið. Við verjumst ekki, við færum okkur ekki og við breytum ekki matseðlinum. Það er aldrei miðað við það að við lærum og aðlögumst, nokkuð sem við höfum gert í milljónir ára og erum fjandi góð í.

Covid er ný pest. Á hverju ári koma nýjar pestir sem eru mis skæðar og ná mis mikilli útbreiðslu. Þannig að þó Covid sé ný þá er ógnin sú sama og við vitum hvernig á að verjast. Við lærum og aðlögumst eins og venjulega, flest.

Vagn (IP-tala skráð) 3.8.2020 kl. 18:12

4 identicon

Sæll,

Neibbs, farsóttir hafa sótt á mannkyn og aðrar dýrategundir frá upphafi...

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2020 kl. 18:23

5 Smámynd: Höfundur ókunnur

Sæll,

nei, alls ekki. Æðri máttarvöld koma hvergi nálægt. Dánartíðnin er ekki það há + börn ráða vel við Covid. 

Skoðaðu mannfjöldaspár, t.d. hér : https://ourworldindata.org/grapher/total-fertility-rate-by-world-region-including-un-projections-through-2100 . Afríka heldur áfram að fjölga sér á óviðráðanlegum/ósjálfbærum/óæskilegum hraða, en á hinum endanum lifa Afríkumenn mun skemur en aðrir. Við Íslendingar erum í 1,745 (Lifandi börn á ævi hverrar konu, sjá hagstofan.is) og það þýðir að innflytjendur stuðla að (nauðsynlegri) fjölgun þjóðarinnar. Eitthvað sem alltof sjaldan kemur fram. 

Í þessum efnum er líka gaman að hlusta á einhver af myndböndum Hans Rosling, snillings sem fór of snemma. 

Höfundur ókunnur, 3.8.2020 kl. 22:53

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Klikka á slóð

Á bak við helgrímuna - Biðjum Guð að hjálpa okkur öllum - DEADLY COVER UP: Fauci Approved Hydroxy chloroquine 15 Years Ago to Cure Coronaviruses; - Nobody Needed to Die - July 26, 2020 by Edward Morgan

31.7.2020 | 10:40

ER Editor: 

Hydroxy,

or the banning of it

by

the medical establishment,

is really key to

the whole plandemic.

 

(Bann meðalagengisins á Hydroxy, er lykillinn að plágunni.

Endursagt af leikmanni jg)

Egilsstaðir, 04.08.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 4.8.2020 kl. 00:41

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að DoktorE hafi mikið til síns máls hér. Á síðmiðöldum drap Svarti dauði kannski um helming Evrópumanna. Tæpast er hægt að segja að á þeim tíma hafi mannkynið verið búið að ganga neitt sérstaklega nærri náttúrunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.8.2020 kl. 00:48

8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Einhversstaðar sá ég að sálirnar væru 60 milljarðar, ef til vill í einhverri sjáanda bók.

Auðvitað eru ýmsar tölur nefndar.

Þá er mun meira gaman að koma til jarðarinnar sem maður en sem eitthvert annað dýr.

Ef við borðum grænfóðrið, og höfum hugsanlega gerla sem húsdýr, þá verðum við náttúru vænni.

Gerlarnir breyta fóðrinu í gerlasúpu og tvöfalda þyngd sína á tveim tímum.

Þú leggur 50 gröm í gerlasúpu í hádeginu og eftir 5 tíma hefur þú  800 gröm í kvöldmatinn.

Guð skapaði manninn í sinni mynd, og nú skapar maðurinn Róbott í sinni mynd. 

Þá er kominn samsvarandi hringrás.

Á næstu 50 árum, verður maðurinn uppfærður, svipað og, spurning, Adam og Eva.

Þá deyr sá gamli kallaður maður út.

Nú ekki má gleyma því að nú er ekkert mál að uppfæra dýrin, þannig að þau borði öll jarðargróðurinn eins og sagt er í Biblíunni.

Hlustum á baklandið, Guð, Heilagan Anda, Jesú  og Kjarnan, Guðlega veru, Nikola Tesla og Það kemur upp í hugan, við hlustum, við getum kallað það innsæi eða eitthvað annað, Einstein.

Ég hef sagt þetta áður.

Egilsstaðir, 04.08.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 4.8.2020 kl. 01:39

9 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þessi athugasemd átti að fara á nýasta blogið, og ég set hana þar.

henda

Jónas Gunnlaugsson, 4.8.2020 kl. 01:41

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Djúpur í dag á gamals aldrei Halldór.

Og athugasemdirnar hér að ofan fylla uppí mynd sem þú ert að reyna að teikna upp.

Snýst þetta ekki allt um jafnvægi á milli manns og náttúru, milli tækni og sambýlis okkar við umhverfið?

Það er þetta sem ég á við þegar ég stríði þér á afneitun þinni á manngerðar loftslagsbreytingar, í stað þess að rífast við þær, þá tökumst við á við þær eftir okkar besta hyggjuviti og þekkingu.

Ekki með því að skattleggja allt til steinaldar, heldur með því að breyta orkunotkun okkar og nýtingu, draga úr mengun, stöðva eyðingu regnskóga og svo framvegis.

Farsóttir sem við réðum ekki við eins og Svarti dauði, ráðum við í dag, og það er ekkert sem segir að við munum ekki ráða við þessa. Í raun er það aðeins eitt sem hindrar, og það er afneitun á alvarleik hennar, eða afneitun á tilvist og eðli farsótta.  Og það er mýta að heimskan sigri alltaf að lokun, þvert á móti.

Ég held að þeir sem eru að vísa í að við höfum gengið of langt í nýtingu okkar á gæðum jarðar og uppskerum því nýjar veirusýkingar úr náttúrunni, sé fyrst og síðast að vara við að síðustu griðlöndum villtrar náttúru sé eytt, og ekki óskynsamleg afstaða í ljósi þess að flestar farsóttir síðustu áratuga hafa borist í okkur frá villtum dýrum. 

Í það minnsta að hætta að éta þau.

Jafnvægi næst Halldór, það er ekki spurning.

Spurningin snýst meira um okkar eigin eyðingarmátt.

Þar geta svo fáir valdið svo miklu skaða.

Takk fyrir góðan pistil og allar þær hugrenningar sem hann vakti.

Kveðja að austan.

PS,. Það er alltaf hægt að sá lúpínu eins og Hákon gerði til að vega á móti manngerðri eyðimörk, hvert sandkorn á vogarskál lífsins skiptir máli.

Ómar Geirsson, 4.8.2020 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 3418213

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband