Leita í fréttum mbl.is

Hver kaupir í Icelandair?

Það er vandséð. Vilt þú leggja þitt sparifé í félagið á þessum óvissutímum?

Ragnar Þór vill ekki að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna kaupi.Hverjir aðrir eiga þá peninga sem þeir vilja hætta til?

Verðum við að halda félaginu á floti? Flestir munu halda að það sé nauðsynlegt að halda félaginu saman með alla sína reynslu og þekkingu. Fáir halda því að eitthvað nýtt félag geti fyllt það skarð sem fall félagsins myndi skilja eftir sig.

Hvað er þá til bragðs að taka ef enginn innlendur einkaaðili þorir að taka áhættuna af því að kaupa í Icelandair? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur skrifar um lífeyrissjóðina á blog.is og segir:

„Það hefur verið óviðkunnanlegt, jafnvel hráslagalegt, að fylgjast með gjamminu í sumum verkalýðsleiðtogum landsins gagnvart t.d. Icelandair, sem er hryggjarstykkið í íslenzkri ferðaþjónustu. Þar róa stjórnendur og starfsfólk nú lífróður. Heyrist þá ekki það hljóð úr horni, að verkalýðsleiðtogar muni beita áhrifum sínum til að refsa Icelandair fyrir aðgerðir sínar á vinnumarkaði með því að lífeyrissjóðir, t.d. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, muni ekki fjárfesta meira í Icelandair?

Þessi málflutningur er fyrir neðan allar hellur, er brot á stjórnarháttayfirlýsingu lífeyrissjóðsins, og slíkt athæfi varðar sennilega við lög.

Sumir verkalýðsleiðtogar nútímans virðast vera úti á þekju og ekki skilja núverandi stöðu íslenzka hagkerfisins. Þeir virðast enn fremur telja sig hafna yfir lög og rétt eða geta tekið geðþóttaákvörðun um það, hvenær þeim þóknast að hunza lagafyrirmæli og aðrar leikreglur þjóðfélagsins. Slíkt vitnar um alvarlega persónuleikabresti, sem eru lítt til forystu fallnir. "

Hegðun kommanna í verkalýðsfélögunum er löngu komin úr böndum.Ákvæði Stjórnarskrárinnar um félagafrelsi hafa verið fótum troðin og ofbeldi með skylduaðild komið í staðinn.

Hvernig skyldi þeirra útgáfa af nýrri Stjórnarskrá líta út?

Halldór Jónsson, 8.8.2020 kl. 11:30

2 identicon

í framtíðinn getum haldið áfram að fárast yfir fáránlegum fjárfestingum lífeyissjóðanna og uppgötva allskonar spillingu innan þeirra í stað þess að peningunum sé skilað til eigendanna og  nýtist hverjum og einum. Það er beilínis hættulegt að svo gífurlegar fjárhæðir sé undir stjórn fárra aðila.

Getum við ekki verið sammála um að samtryggingarsjóður sem hverfur þegar þú deyrð er skattur en ekki lífeyrissjóður.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 8.8.2020 kl. 15:29

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Netop Kristinn,

það er bara skattur og verra. Þetta er bein eignaupptaka og Stjórnarskrárbrot því engan skatt, hvað þá 100% skatt má leggja á nema með lögum sem standast Stjórnarskrá um friðhelgi eignarréttar.

Það á að fara með þetta fyrir dómstóla en þeir eru bara engir til á Íslandi nema sem varðhundar kerfisins.

Jón Steinar er sá líklegasti sem gæti gert eitthvaðí þessu þjófnaðarmáli

Halldór Jónsson, 8.8.2020 kl. 20:29

4 identicon

Ég elskaði flugfélagið LOFTLEIÐI, Flugfélag Íslands, sameiað ICELANDAIR. Það er slæmt að geta ekki "vakið" Alfreð Elíasson heitinn og fengið ráðleggingar. LOFTLEIÐIR voru moldríkir við sameininguna.

Ég hef álit á RAGNARI ÞÓR INGÓLFSSYNI hjá VR, sem ætíð svarar eins og fagmaður.  Allt lífið hef ég tilheyrt VR, en veit ekkrt um reglur félagsins, en þeir hafa tapað MIKLU í ólánssömum fjárfestingum.

Ég spyr aftur fyrir mig og alla vinnandi menn hvort SEÐLABANKINN sé öruggur undir stjórn Ragnars Þórs, Vilhjálms frá Akranesi og Jóns Steinars lögmanns og dómara ofl.góðra öruggra manna við gæslu sjóðsins innan Seðlabankans.

Hundruð miljóna mundu sparast innan sjóðanna í mannahaldi og rekstri og starfsmenn færu ríkir inn í ELLINA öruggir innan SEÐLABANKANS-með ríkisábyrgð?. 

Margir töpuðu eignum sínum og "HEIMILUM" í ráninu 2008. Það er eðlilegt, að sama fólk vilji fara varlega í fjárfestingum. Laun margra ná EKKI kr. 300þúsund.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 9.8.2020 kl. 21:21

5 identicon

Ég tel að þessum fjármunum sé best borgið hjá hverjum og einum. Ég gæti fallist á þetta sem skyldusparnað sem megi nota til íbúðakaupa í stað þess að hrekja fólk í stórum stíl á leigumarkaðinn. Það er með ólíkindum hvað það eru margir sem ætla sér að græða á fátækasta fólkinu. Hlutfall fólks sem být í eigin húsnæði hefur snarfallið síðustu ár.

Ég hef verulegar áhyggjur af að Gunnar Smári komist í þessa peninga, hann leitar logandi ljósi að svona sjóðum. Það mun alltaf  vera farið illa með þessa peninga á einhverjum tímapunkti og þarna verður mikil spilling til. Það er hægt að gjörbreyta lífskilyrðum okkar minnstu bræðra með því að skila þessu fé. Þeir sem vilja afhenda sína fjármuni til annarra verða að fá að gera það en hinir ekki.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 10.8.2020 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband