Leita í fréttum mbl.is

Það er munur Styrmir

Í niðurlagi Morgunblaðsgreinar sinnar á laugardag segir Styrmir Gunnarsson svo:

" Okkur finnst sjálfsagt að Íslendingar sem leita til annarra landa og vilja setjast þar að fái heimild til þess. En hvers vegna á það sama ekki að gilda um fólk í öðrum löndum, sem vill koma hingað? Reynum að ræða þessi mál efnislega og með rökum en látum hrakyrði á borð við „rasista“ eða „einfalda vinstrimenn“ liggja á milli hluta."

Hann er þarna að tengja saman að Íslendingar sem vilja fara og starfa erlendis eigi að fá að gera það og veru egypsku fjölskyldunnar hérlendis og annarra slíkra sem hingað vilja koma sem hælisleitendur.

Er ekki reginmunur þarna á? Annarsvegar okkar fólk sem er að fara til starfa erlendis og hinsvegar fólks sem kemur hingað beinlínis í þeim tilgangi að láta okkur ala önn fyrir sér án atvinnuþátttöku? Hvar eru tekjurnar af veru Egyptans hér? Hversu mörgum slíkum heöfu við ráð á?

Ég held að Styrmir verði að horfa á þennan mun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hugsa nú að flest það fólk sem kemur hingað sem flóttamenn frá löndum þar sem ástandið er á borð við það sem það er í Egyptalandi myndi fegið vilja vinna hér og greiða sína skatta og skyldur. Þetta fólk er ekki að flýja vegna þess að það er að leita eftir uppihaldi heldur vegna pólitískra ofsókna. Og þegar fólk er að flýja lönd þar sem atvinnuleysi er gríðarlegt hugsa ég að yfirleitt sé það vegna þess að það er að leitast við að komast í vinnu. En vitanlega eru skemmd epli líka til, fólk sem er aðeins að leitast eftir að leggjast upp á kerfið, og það þarf að reyna að vinsa úr. En ég held ekki að það sé endilega svo stór hluti.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.9.2020 kl. 16:53

2 Smámynd: Halldór Jónsson

hefur þú upplýsingar um vinnuframlag þessarar fjölskyldu Þorsteinn?

Halldór Jónsson, 21.9.2020 kl. 17:59

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef engar upplýsingar um það. Er ekki hælisleitendum annars óheimilt að vinna meðan þeir bíða eftir úrlausn?

Þorsteinn Siglaugsson, 21.9.2020 kl. 18:58

4 identicon

Hversu galið er það að flytja inn fólk sem hefur það á stefnuskránni að drepa okkur og borga því fyrir það.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 21.9.2020 kl. 19:04

5 identicon

Svona eins og Íslendingar gerðu svo oft í den, flytja til Hafnar og lifa á sósíalnum. Sumir eru víst þar enn.

Jón

Jón (IP-tala skráð) 21.9.2020 kl. 22:58

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Djöfs,skreitnin í þér Jón og ekki voru það skipulegir rað-flutningar atvinnumanna á fólki sem engin þekkir deili á.Margir Islendingar eiga annað foreldri sitt i Danmörku eða Noregi,þar með afa og ömmur og fræmnd lið.

Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2020 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband