Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskrárbullið

í bullukollunum sem hæst láta varðandi hina fáránlegu atkvæðagreiðslu frá árinu 2012 sem þeir túlka núna sem að verið hafi þjóðaratkvæðagreiðsla um þeirra óbreytta moðsuðu á svonefndu stjórnlagaþingi, er mér orðin skelfilega leiðigjörn.Plaggið var aldrei afgreitt nema sem umræðugrundvöllur en ekki stjórnarskrá enda með afbrigðum lélegt.

Það verður seint þjóðarsamstaða um samsetningu stjórnarskrár frá æðikollum eins og Þorvaldi Gylfasyni, Pétri Gunnlaugssyni og Ómari Ragnarssyni svo einhverjir séu nefndir af smiðunum.

Óli Björn Kárason dregur saman þær ástæður sem vitlausastar eru í þessari umræðu allri í Morgunblaðsgrein í dag:

"Sagan kennir að stundum næst árangur með því að endurtaka staðhæfingar aftur og aftur, líkt og um staðreyndir sé að ræða. Árangurinn ræðst ekki síst af því hversu viljugir fjölmiðlar eru til að draga hið rétta fram í dagsljósið, hvernig fræðimenn takast á við síbylju hinna sanntrúuðu og hvort stjórnmálamenn hafa burði til að spyrna við fótum.

Í október 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs (hér verður tilurð þess látin liggja á milli hluta) að frumvarpi til stjórnskipunarlaga – stjórnarskrá. Samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna voru 236.903 kjósendur á kjörskrá og greiddu 115.980 manns atkvæði en þar af voru 1.493 atkvæði ógild. Kjörsókn var tæplega 49%. Þetta er minnsta þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu í lýðveldissögunni. Til samanburðar var þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 liðlega 98% og samþykktu 98,5% nýja stjórnarskrá lýðveldisins.

Í atkvæðagreiðslunni 2012 voru sex spurningar lagðar fyrir kjósendur.

Fyrsta spurningin: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“

Rétt rúmlega 62% (um 31% þeirra sem voru á kjörskrá) svöruðu játandi. Það var sem sagt ekki verið að greiða atkvæði eða taka afstöðu til „nýrrar stjórnarskrár“ sem stjórnlagaþing hafði samið, heldur leita eftir afstöðu kjósenda til þess hvort tillögurnar ættu að liggja til grundvallar þeirri vinnu, sem Alþingi ber skylda til að sinna samkvæmt stjórnarskrá, þ.e. að móta og taka afstöðu til hugsanlegra breytinga á grunnlögum landsins. Þeirri skyldu geta þingmenn ekki útvistað eða komið sér undan.

„Ný stjórnarskrá“ ekki til

„Ný stjórnarskrá“ hefur því aldrei verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún er því ekki til. Að halda því fram að þjóðin hafi „valið“ sér nýja stjórnarskrá er blekking sem vonandi á ekki rætur í öðru en misskilningi.

Leiða má rök að því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefði orðið önnur ef spurt hefði verið: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga (stjórnarskrá) verði samþykktar?“

Hér er ekki hægt að fara ítarlega yfir það hversu illa var staðið að verki hjá ríkisstjórn sem vildi nýta efnahagslegar þrengingar í kjölfar bankahrunsins til að umbylta stjórnarskránni og ná fram pólitískum markmiðum.

„Tæpitungulaust snerist atkvæðagreiðslan því ekki um neitt,“ skrifaði Sigurður Líndal, prófessor í lögum, í Fréttablaðið tveimur dögum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hann hélt því fram að atkvæðagreiðslan hefði verið atkvæðagreiðsla um „ófullburða plagg“ sem unnið hefði verið í anda sýndarlýðræðis „sem er vísastur vegur til að rækta jarðveg fyrir pólitíska spillingu“.

Sigurður var á því að um væri að ræða tilraun til að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum enda stutt til kosninga:

„Forsætisráðherra lýsti því í Silfri Egils í gær að afgreiðsla endurskoðaðs stjórnarskrárfrumvarps yrði látin hafa algeran forgang á Alþingi og önnur mál látin bíða ef tími reynist ónógur. Þeirri hugsun verður nú varla varizt að með þessu sé verið að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum, einkum atvinnumálum og skuldamálum heimila og fyrirtækja, enda skammt til kosninga. Og þá er spurningin hvort Alþingi standi í hlýðni við forsætisráðherra eða taki sjálft frumkvæði að því að taka á þeim vanda sem helzt brennur á þjóðinni.“

Dæmi um misnotkun

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, var þungorður á fundi 9. nóvember 2012 í Háskóla Íslands um stöðuna í stjórnarskrárvinnunni:

„Þjóðaratkvæðagreiðslan, í þessu tilviki, er að mínu viti gott dæmi um misnotkun á þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þú heldur þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hin efnislega umræða hefur farið fram og reynir síðan að nota niðurstöðurnar til að þagga niður umræðuna.“

Í erindi sínu hélt Gunnar Helgi því fram að vel unnin skoðanakönnun hefði getað reynst gagnlegri en þjóðaratkvæðagreiðslan: „Ef það sem menn vildu fá fram voru skýrar upplýsingar um hvað kjósendur væru að hugsa þá hefði í báðum þessum tilvikum góð og vönduð skoðanakönnun verið mun árangursríkari aðferð til þess að afla þeirra upplýsinga.“

Á sama fundi var Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands, skýr:

 

„Það er ekki búið að fara efnislega yfir tillögurnar hjá löggjafanum og þingmenn hafa þá skyldu samkvæmt stjórnarskrá að ræða þær efnislega. Síðan er rétti stjórnskipulegi farvegurinn að bera þetta undir þjóðina þegar búið er að vinna málið á þinginu.“

Tilraunastarfsemi með stjórnarskrá

Viku eftir fundinn í Háskóla Íslands lagði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram frumvarp stjórnlagaráðs með nokkrum breytingum.

Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og þá þingmaður sem hafði sagt skilið við ríkisstjórnina, gaf frumvarpinu falleinkunn í nefndaráliti. Frumvarpið væri „ófullburða plagg sem er langt frá því að vera tækt til 2. umræðu á Alþingi“. Ekki væri tekið tillit til „varnaðarorða sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar“ og ekkert heildarmat hefði farið fram „þótt ítrekað hafi verið eftir því kallað af hálfu minni hluta nefndarinnar og fjölda sérfræðinga sem um málið hafa fjallað, bæði á nefndarfundum og úti í samfélaginu“. Atli benti á að fjöldamörg „stór álitamál“ blöstu við og hefðu síst skýrst í vinnu nefndarinnar. Hann hafnaði „algjörlega þessum vinnubrögðum meiri hlutans“ og sagði „löngu tímabært að látið verði af þessari tilraunastarfsemi með stjórnarskrá lýðveldisins“.

Dómur Atla líkt og margra annarra var skýr en þungur. Frumvarpið strandaði og kom ekki til atkvæðagreiðslu við 2. umræðu.

Breytingar í sátt

Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um hugsanlegar stjórnarskrárbreytingar. Verkstjórnin er í höndum forsætisráðherra sem í lok júní sl. birti í samráðsgátt drög að frumvarpi. Alls bárust 215 umsagnir um frumvarpsdrögin en tekið er fram að formennirnir hafi ekki undirgengist skuldbindingu í þessum efnum.

Með þessu vinnulagi hefur forsætisráðherra lagt drög að því að tryggja að breið sátt náist um breytingar á æðstu réttarheimild þjóðarinnar sem er yfir önnur lög hafin. Þannig er viðurkennt hve nauðsynlegt það er að umgangast stjórnarskrá af virðingu, vinna að nauðsynlegum breytingum af yfirvegun og tryggja almennan stuðning.

Með slíkum vinnubrögðum hefur stjórnarskrá lýðveldisins fengið að þróast, ekki í takt við dægurflugur einstakra hagsmunahópa eða stjórnmálaflokka, heldur eftir yfirlegu og ítarlegar umræður. Af 79 efnisgreinum stjórnarskrárinnar hefur 45 verið breytt eða þeim bætt við. Og stjórnarskráin hefur lagt traustan grunn undir ríkisstjórn laga en ekki manna, þar sem grunngildi mannréttinda og einstaklingsfrelsis eru tryggð. "

Það er meira en makalaust að menn skuli þusa um það daginn út og daginn inn og safna undirskriftum um að plaggið frá 2012 skuli þegar í stað verða ný stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

Plaggið var aldrei sett fram nema sem umræðugrundvöllur að að efnisatriðum  í nýrri stjórnarskrá.

Bullkollarnir tala nú eins og þessi moðsuða eigi að takast upp sem ný stjórnarskrá.

Fáránlegastur af öllum öðrum ólöstuðum í þessari síbylju er Pétur Gunnlaugsson í málflutningi sínum á úrvarpi Sögu. En hann hefur þó líklega náð því fram að vekja athygli ´venjulegs fólks á endileysu málflutningsins í heild og því að gera menn gersamlega afhuga því að einhver stjórnarskrárskortur standi þjóðinni fyrir þrifum í flestum málum.

Þvert á móti er margir komnir á þá skoðun að núverandi stjórnarskrá hafi alveg dugað og dugi enn til að að hindra það að réttlætið nái fram að ganga í auðlindamálum, fullveldisframsali eða lýðræði.

Engir nema verstu bullukollarnir deila um það að frumkvæði að breytingum á þessu verði að koma frá þinginu og stjórnmálamönnunum sem verða að leggja grunninn að almennri umræðu og sátt í þjóðfélaginu um það sem breyta skuli til fleiri en fárra nátta og lýðsleikjuskapar tískusveifla lítilla og ljótra flokka.

Óli Björn hefur unnið þarft verk með að draga saman þau augljósu rök sem blasa við gegn bullinu í æðikollunum um stjórnarskrármálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi grein Óla Björns er eitthvað það albesta sem hefur verið skrifað um þetta mál. 

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2020 kl. 13:51

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þessar sífelldu endurtekningar um "nýja stjórnarskrá" sem ekki náði flugi fyrir 8 árum og fáir muna eftir, er eins og búa með Alzheimersjúklingi, að því leitinu til, að það er ekki hægt að segja það sama aftur og aftur, á hverjum einasta degi í mörg ár, að það er ekki stuðningur meðal þjóðarinnar. 

Benedikt Halldórsson, 23.9.2020 kl. 14:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Þar er ég sammála þér Þorsteinn Siglaugsson, þarna koma aðalatriðin í lyginni fram. Þetta var aldrei nema upptalning á því sem æskilegt væri að yrði í nýrri stjórnarskrá. Nú segja þeir bullukollarnir að þetta uppkast sé stjórnarskráin fullsköpuð.

Netop Benedikt

Þjóðin sá strax að þessi texti var ómögulegur þó að meningen væri kannski god nok.

Halldór Jónsson, 23.9.2020 kl. 16:16

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem leita nýju stjórnarskrárinnar geta fundið hana hér: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html

Árið 1944 tók hún við af þeirri gömlu frá 1874.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2020 kl. 20:20

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Örfáar staðreyndir, tölur og ártöl.  

1908 samþykktu 42% þeirra, sem voru á kjörskrá, áfengisbann. 

1918 samþykktu 39% sambandslögin um fullveldið. 

1933 samþykktu 27% þeirra, sem voru á kjörskrá, afnám vínbanns. 

Enginn Bandaríkjaforseti í meira en öld hefur fengið meira fylgi en 30% þeirra, sem voru á kosningaaldri. 

Brexit var samþykkt með 38% þeirra, sem voru á kjörskrá. 

Ómar Ragnarsson, 23.9.2020 kl. 21:09

6 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll Dóri

Ekki var nú verra að hlusta á hana Siggu Andersen uppfræða formann samtaka kvenna um nýja stórnarskrá. Sú hélt að kvótakerfið væri hluti stjórnarskrár. Annað var svo eftir því. Og hvað Siggu tókst að vera þolinmóð; það hefði okkur nú ekki tekist.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 23.9.2020 kl. 21:44

7 identicon

STJÓRNARSKRÁ-endemið er eitt af mörgu, sem hefur breytt ÍSLANDI. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN og FRAMSÓKNARMENN réðu hér ÖLLU eftir OKKAR LANDSLÖGUM í gamla daga. SJÁVARÚTVEGURINN og BÆNDUR fóru hér í fremstu röð í okkar eigin ÓMENGUÐU framleiðslu. Áfram ÍSLAND með ALLA eigin ræktun.

Nú snýst lífið um marga óhæfa flokka á ALÞINGI, sem rífast um sætin og mánaðarlaunin, en EKKERT "respect" fyrir kjósendum og OKKUR ÍSLENDINGUM. ALÞJÓÐA og GLÓBALISTA hugsanir elta VINSTRImenn á heimsvísu og ljóminn af Svíþjóðar Gretu og Loftlagshugmyndum, sem spá meiri RIGNINGU og meiri ÞURRKI á næstu árum.

Nú snýst málið um kynjajafnrétti (ekki þá hæfustu). "SÝNUM góðmennsku og hjartahlýju" gagnvart múslemskum hælis- leytendum, en EKKI fara samkvæmt ÍSLENSKUM Landslögum. Páll Vilhjálmsson lýsir vel alvarleika þessa stórmáls gagnvart fámennu ÍSLANDI.

Vonandi eru skemmtikraftar og esb sinnaðir hópar EKKI að yfirtaka "landið og Höfuðborgina" á næstu mánuðum. 

Ég dái Leiðtoga og ÞJÓÐERNISSINNAÐAR hugmyndir. ÍSLENDINGAR eru þekktir á heimsvísu fyrir heilaga Landið OKKAR, SÖGUNA og ÓMENGAÐA framleiðslu frá láði og legi. Hér ríkir langlífi, sem segir allt um ómengaða framleiðslu OKKAR.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 23.9.2020 kl. 23:24

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ómar Ragnarsson átti það til að vera skemmtilegur, þegar hann var með rautt hár. En nú er hann orðin leiðinlegur og hefur svo verið nokkuð lengi, en um þverbak keyrði þegar hann í hamagangi sínum við að reyna að sannfæra okkur um að Kárahnjúkavirkjun yrði okkur bara til trafala en aldrei til gagns.

 

Lagði hann til að að rennslis rör virkjunarinnar mæti sem best nota sem neðan jarðar hlaupa brautir, já hvað skildu hlauparar vilja borga mikið fyrir að hlaupa upp og niður útsýnis laust rör og hvað ætli vatnið sem nú þar rennur skili okkur og það án vöðva afls, bara einfalt náttúrulegt fall vatns ?

Hrólfur Þ Hraundal, 24.9.2020 kl. 00:14

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef fram fer sem horfir, að innan fárra ára verði búið að troða okkur inn í ESB gegnum EES samninginn, skiptir litlu máli hvernig stjórnarskrá okkar er. Ein af megin reglum ESB er að lög og reglur sambandsins eru stjórnarskrám aðildarlanda æðri.

Gunnar Heiðarsson, 24.9.2020 kl. 08:05

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar, ég er hræddur um að þeir séu víða sem ætla sér að taka þetta með Salami aðferðinni.

Ómar er brandarakall Hrólfur.

Einar Sveinn

Tek undir þetta.

Ómar,

Það er þetta með þetta beina lýðræði ykkar Péturs á Sögu.

Þetta var í Aþenu í gamla daga og það leiddi til að þeim vitlausasta, honum Kleóni sútara, var falið að fara í stríð sem hann auðvitað skíttapaði þar sem hinir rólegri og vitmeiri létu málið yfir sig ganga.  Alveg eins og fólkið sem nennti ekki að taka þátt með ykkur Pétri og Þorvaldi Gylfa í Jóhönnu-farsanum 2012. Stjórnarskráin 1944 var hinsvegar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta þeirra á kjörskrá og því er hún vinsælli en moðsuðan frá ykkur.

Halldór Jónsson, 24.9.2020 kl. 10:03

11 identicon

Hverjir ráða ÍSLANDI? Á Landsvísu eða í Brandaraborginni?  

RÓSA BJÖRK skekur samstarfið við VG á ALÞINGI vegna "hælisleitenda", en verri er innganga hennar með "afturgenginni" Samfylkingu, sem á enga ósk heitari eins og Viðreisn og VG en að ganga til liðs við ESB sinna og BOSSANA í Brussel, sem er illa stjórnað.

Ráða "rassistar" eða reisistar þessari lágkúru í EVRÓPU og á NORÐURLÖNDUM?  

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 24.9.2020 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband