Leita í fréttum mbl.is

Borgarlínan

virðist eiga að fara í framkvæmd hvað sem líður rökum gegn henni.

Björn Bjarnason dregur saman hvað sérfróðir menn hafa nýlega sagt um málið. Niðurstaða þeirra fer samanvið niðurstöðu flestra meðalasnoturra manna sem velta stöðunni fyrir sér.

Björn segir í dag:

"Ragnar Árnason, fyrrverandi prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir í Morgunblaðinu fimmtudaginn 29. október að nýfjárfesting í þjóðvegum í Reykjavík hafi „verið því nær engin undanfarin 12 ár, en vegakerfi borgarinnar þess í stað skipulega gert ógreiðfærara með ærnum tilkostnaði“. Þjóðhagslegur kostnaður við þetta sé líklega yfir 30 milljarðar króna á ári.

Ragnar bendir á að með borgarlínunni, endurbættu strætisvagnakerfi, sé von málsvara hennar að fjölga ferðum á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum úr 4% í 12%. Borgarlínan auki hins vegar enn tafir þeirra sem ekki ferðast með henni:

„Hugmyndin er m.ö.o. sú að leggja auknar tafir á 88-96% borgarbúa til að flýta för 4-12% þeirra. Þar að auki verða þessi 88-96% borgarbúa sem verða fyrir auknum töfum í umferðinni að borga þorrann af fjárfestingunni í Borgarlínunni sem nemur tugum milljarða sem og rekstrartapið af strætisvögnunum.“

Þetta er skarpleg hagfræðilýsing á þeim óskapnaði sem er að fæðast með borgarlínunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fr_20200424_136124Kortið sýnir fyrsta áfanga borgarlínu. Kjörbreidd er 35,5 m og allri annarri umferð er ýttt til hliðar. Umferðatafir aukast vegna þessa hjá 88 til 96% þeirra sem aka um Reykjavíkurborg.

Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, skrifar grein um borgarlínu í Morgunblaðið föstudaginn 30. október.

Gestur bendir á að línan fari yfir Elliðaárnar, eftir Laugardalnum og niður á Hlemm, eftir Hverfisgötu og niður á Lækjartorg, eftir Lækjargötu og Fríkirkjuvegi, yfir Tjörnina á Skothúsvegi, upp að Landspítala og síðan yfir Fossvog, yfir á Kársnes og eftir því endilöngu að Hamraborg. Línan „yfirtaki sumar af þessum götum algerlega þannig að önnur ökutæki þurfa þá að leita eitthvað annað, með auknu álagi á þær götur“.

Gestur staðfestir með öðrum orðum að umferðarvandi 88-96% borgarbúa eykst stórlega með borgarlínunni. Gestur segir réttilega:

„Kynning á Borgarlínunni hefur að undanförnu verið með þeim hætti að nær ógerlegt hefur verið fyrir venjulegt fólk að átta sig á því hvað þarna er á ferðinni, en þó er hlutlaus kynning þeirra sérfræðinga sem þarna eiga hlut að máli og taka á því faglega ábyrgð samt forsenda fyrir því að fólk geti myndað sér skoðanir á skynsamlegum grundvelli og sett fram raunhæfar ábendingar/​athugasemdir. Hér á ekki að vera að reyna að selja eina ákveðna hugmynd og þetta gildir jafnt um almenning, stjórnmálamenn og aðra sérfræðinga.“

Gestur bendir á verði ráðist í að leggja borgarlínuna sé æskileg breidd hennar talin vera 35,5 m, þetta sé því mjög mikil framkvæmd sem gerbreyti núverandi umhverfi. Hann gagnrýnir tilraunir til að fegra verkefnið í kynningu með grafík sem gefi alls ekki rétta mynd.

Af lestri þessara greina tveggja sérfróðra manna verður ekki annað ráðið en markvisst sé reynt að selja almenningi hugmynd á tilbúnum forsendum. Í smáa letri samgöngusáttmálans um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu hljóta að vera fyrirvarar um áreiðanleikakönnun í þágu skattgreiðenda og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Að þessi framkvæmd sé keypt því verði að Sundabraut sé lögð eða hættuleg og tafsöm gatnamót endurbætt er dapurlegur vitnisburður um hug þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg."

Merkilegt er að virða fyrir sér ákvarðanatökuferlið hjá þeim einbeitta meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem að framkvæmdinni stendur. Ekkert virðist geta stöðvað eða frestað þeim ákvörðunum að ráðast í hundruð milljarða fjárfestingu í þessari framkvæmd sem margir draga í efa að muni skila nokkru í aðra hönd.Eitt og hálft ár sem eftir lifa af umboði meirihlutans sem er búinn að keyra fjárhag Borgarinnar niður á ósjálfbært stig virðist duga til þess að fara fram af hengifluginu með aðstoð ríkisstjórnarinnar sem spilar með í svonefndum  samgöngusáttmála.

Einhverjum gæti fundist að COVID19 faraldurinn á þessu tímapunkti gæfi ekki tilefni til að hraða framkvæmdum og fjáraustri. En svo er samt ekki. Áfram skal haldið og byrjað ekki seinna en strax.

En ginn hefur samt fengið tæmandi lýsingu á því hvernig þessi Borgarlína eigi að líta út í endanlegri útfærslu. Er þetta léttlest á teinum, stærri strætisvagnar eða sjálfkeyrandi smábílar með mikilli ferðatíðni.

Það er ömurlegt að vera teymdur svona áfram til fjárhagslegrar aftöku af örlitlum minnihluta ofstopafólks þegar svo skammt lifir a f kjörtímabilinu.

Borgarlínan er draumórafyrirbrigði sem Borgaryfirvöld hafa engar raunhæfar áætlanir gert um tímanlega eða eilífa samgönguvelferð borgaranna sem hún á að þjóna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ennþá hefur ekki verið máluð lina á götu, skipt um umferðarmerki eða settur upp ljósastaur öðruvísi en að einhver hafi haldið það hin mestu mistök, óráð og firru. Þeir sem stjórna, þeir sem ráða og þeir sem vit hafa á skipulags og umferðarmálum vaxandi borga til framtíðar ætla ekki að stjórnast af áhugamönnum sem hafa það helsta áhugamál að vera á móti öllu meðan þeirra flokkur fer ekki með stjórn. Sama fólk sem hæst mótmælir nú væri í klappliðinu ef annar flokkur setti í gang sömu framkvæmd. Og þeir sem eru á móti og hafa enga menntun, þekkingu eða reynslu af borgarskipulagi og umferðarmálum eru þá gjarnan titlaðir "sérfróðir" af öðrum hræsnurum í tilraun til að gefa bullinu þeirra eitthvað vægi.

Þegar einhver segir 2+2 vera fimm þá er það ekki vegna þess að hann er "sérfróður", heldur er það vegna þess að hann er pólitískur.

Vagn (IP-tala skráð) 1.11.2020 kl. 01:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ragnar Árnason, Gestur Ólafsson, Þórarinn Hjaltason, Jónas Elíasson svo einhverjir séu nefndir eru taldir eitthvað fróðari en venjulegar kerrur í umferðarmálum.

Halldór Jónsson, 1.11.2020 kl. 10:53

3 identicon

BORGARLÍNAN er eilífðarmál þeirra, sem græða og hafa vinnu af "eyðsluhýtinni". RÍKIÐ greiðir fyrir "ALLT"? Það gengur enginn um "draugslegann" miðbæinn, þegar að myrkva tekur.  Það er eins og bíllaus miðbærinn sé rekinn af og verndaður af einkaaðilum? Þetta er miljarða eyðsla/sukk, sem enginn bað um og síst við þessar hörmungar COVID aðstæður.

Málið strætóana í ÍSLENSKU FÁNALITUNUM og endurnýið, eins og gerðist hjá ICELANDAIR. Notið einn bílstjóra og gæslumann í hvern strætó, sem þekkikr sögu REYKJAVÍKURBORGAR. AKIÐ frítt fyrstu 1-2 árin til að kanna eftirspurn.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 1.11.2020 kl. 12:45

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Það gæti læðst að manni grunur að bak við dulnefnið Vagn væri sjálfur Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson.

Let them deny it. Var það ekki  Nixon sem svo mælti?

Halldór Jónsson, 1.11.2020 kl. 12:48

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, Vagn er alveg örugglega ekki borgarstjórinn. Ég hef annan miklu frekar grunaðan, sem hefur haft sem sérgrein í meira en áratug að ganga undir dulnefni og vega úr launsátri. 

Ómar Ragnarsson, 1.11.2020 kl. 22:19

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki grunar Ómar sérfræðinginm í kynlífi urriðans?

Halldór Jónsson, 2.11.2020 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband