Leita í fréttum mbl.is

Nú eru góð ráð dýr.

„Á tímum COVID-19 hefur Reykjavíkurborg ítrekað óskað eftir skattfé úr ríkissjóði. Ekki er langt síðan sú ósk kom frá Reykjavíkurborg að ríkið myndi láta borgina hafa tugi milljarða í neyðaraðstoð þar sem borgin væri ógjaldfær og geti átt erfitt með að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Forgangsröðun fjármuna er hér undarleg,“ bókuðu borgarfulltrúarnir á síðasta fundi borgarráðs.

Þórdís Lóa kemur auga á góða leið til að létta byrðum af Borginni.

Gefa út sameiginlegt aðgangskort allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Hvað gerist svo ef Reykjavík verður að loka hjá sér vegna fjárhagsvandræða?

Jú korthafar geta farið yfir lækinn að sækja sér þjónustu.

Þórdís Lóa segir:

 

".....Það er verið að skoða stofnun áfangastofu fyrir höfuðborgarsvæðið samkvæmt sóknaráætlun SSH og nýrri ferðamálastefnu Reykjavíkur. Góð reynsla er af því að bjóða upp á eitt „borgarkort“ fyrir ferðamenn, þar sem innifalinn er aðgangur að öllum menningarhúsum Reykjavíkur, sem hægt væri að útvíkka fyrir allt höfuðborgarsvæðið.

Slíkt samstarf væri hægt að útvíkka enn frekar til að ná líka til íbúa höfuðborgarsvæðisins. ... og bókasöfn Bókasöfnin okkar eru að þróast í takt við nýja tíma og bjóða upp á mun meira en bara bækur. Bókasöfnin eru að verða staðir til að koma saman, skapa, grúska, halda fundi og læra eitthvað nýtt.

Það er ekkert sem segir að þau sem nýta sér þessar þjónustu bókasafnanna, eins og saumaklúbbar eða vinahópar, þurfi að búa í sama sveitarfélagi. Með því að opna þessi aðgangskort, þvert á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, er hægt að einfalda líf íbúa, auka valfrelsi þeirra og bæta upplifun. "

Í ógjaldfærri Borg eru góð ráð dýr og þá er gott að eiga ókeypis innhlaup hjá öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband