Leita í fréttum mbl.is

Grein Arnars Þórs

í Þjóðmálum hefur sannarlega hreyft við mörgum.

Hún er að vísu svo löng og ítarleg að hætt er við að margir gefist upp að lesa áður en þeir komast á endann.

En hvað um það.

Ég er einn af þeim sem hef allt of engi látið kaffæra mig af málsmetandi fólki sem fullyrðir af ákafa að kostir EES séu svo margir að ekki megi efast um að heildarhagsmunirnir séu fleiri en ókostirnir. QED og ekkert röfl.

En ég verð að segja eins og er sem Sjálfstæðismaður að langfeðgatali, að yfirgangur Birgis Ármannssonar formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins  í sambandi við 3. orkupakkann skildi mig eftir ringlaðan.Og hafði ég þó áður verið farinn að efast um að tveggja stoða kerfið væri að virka eins og til stóð. Íslenskir Alþingismenn hefðu ekki verið að standa sig í að rýna gerðirnar en hreinlega sleppt þeim í gegn að illa athuguðu máli.

Birgir kom aldrei fram með kosti þess að samþykkja 3. orkupakkann heldur aðeins það að það væri ekki hægt að sjá að hann skaðaði okkur beint. Hann sagðist vilja ræða við sjálfstæðismenn um innihaldið en gerði ekki heldur keyrði málið í gegn.Ég hef ekki gleymt því.

Ég hef áður lýst efasemdum um kosti þess að hafa skipt upp framleiðslu og dreifingu orku á íslenskum markaði.Hef ekki komið auga á annað en aukinn kostnað við framkvæmdina með tvöföldun stýrikerfisins.Og hvar er þá nokkuð sem vannst nema aukning á skriffinnsku?

Að öllu þessu töldu er mín niðurstaða að okkar ráðamenn hafa ekki staðið í ístaðinu á móti ESB og samþykkt á okkur álögur sem ekki hafa í mörgum tilvikum gert neitt fyrir okkar þjóð en gert okkar mál erfiðari. 

Vel kann að vera að  benda megi á margt sem komið hafi okkur betur en ekki.  En það sem mér finnst að varast verði að við tökum upplýstar ákvarðanir um einstök atriði en ekki bara að samþykkja allt sem að okkur er rétt. Aðrar þjóðir fara sér hægar og hugsa um sína hagsmuni fyrst. Það eigum við líka að gera.

Ég er sannfærður um það til dæmis  við eigum að hafa eigin stefnu í málum hælisleitenda  en ekki þann slappleika sem ráðið hefur ferðinni undanfarin ár og leitt til ómældra hörmunga.

Evrópuþjóðirnar eru núna að vakna til vitundar um það að þær hafa heldur ekki ráð á opnum landamærum og þeim kostnaði sem fylgir hömluleysinu í innflutningi fólks. Frjáls för fólks og fjármagns innan EES átti aldrei að ná til Afríku eða Arabíu í gegn um hriplek landamæri Schengen. 

Þær ætla að krefjast vinnuframlags og tungumálanáms hvort sem þeim tekst það eða ekki.

 

Grein Benedikts Jóhannessonar í Maðkaboxi Morgunblaðsins í dag er til dæmis  ósvífinn málflutningur slíks baráttumanns til að rakka niður gildandi stjórnarskrá landsins og grafa undan þjóðarvitund okkar. Þessi maður og flokkur hans verður svarinn andstæðingur minn sem ég vona að aldrei þrífist í íslenskum stjórnmálum.

En grein Arnars Þórs dómara í hausthefti Þjóðmála er virkileg áskorun um vakningu fólks til vitundar um hvað fullveldi þýðir og þeir sem vilja spyrna við fótum verða að  berjast gegn moldvörpunum í Samfylkingarflokkunum báðum sem vilja afsala Íslandi fullveldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Mæltu heilastur Halldór.

Kveðja úr kóvid lausu Austurlandi

Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 13:41

2 identicon

Ég leita eftir ÞJÓÐERNISSINNUÐUM leiðtogum á ALÞINGI. Stjórnmálaflokkurinn, sem berst fyrir ÍSLAND vinnur stórsigur í næstu kosningum. Þorum að sýna ást okkar á landinu OKKAR. 

Yfirgefum Alþjóðafárið, sem kostar fámenni ÍSLENDINGA miljarða á ári. VATNIÐ, ORKAN og VIRKJANIR, SJÁVARÚTVEGUR, BÆNDUR og GRÓÐURHÚS er allt í fyrsta sæti.

Seljum og kynnum afurðir okkar á sjónvarpsstöðvum erlendis með "dugandi" íslenskum sölumönnum, þar sem gæðin eru undirstrykuð með grænni orku og heitu vatni.

Breytum ekki landinu okkar með jafnréttisrugli! Konur mega ráða öllu og menn líka, en skynsemi verður að ráða ferðinni.

Stöðvum þÁTTTÖKU okkar með óreiðu Evrópulanda. Landamæri ISLANDS eru við MIÐJARÐARHAFIÐ.

VERJUM FULLVELDIÐ og SJÁLFSTÆÐI OKKAR. ÍSLAND án landamæra er ILLUR KOSTUR fyrir 300ÞÚSUND ÍSLENDINGA. ÍSLAND er ekki ÞJÓÐ án LANDAMÆRA.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 17.11.2020 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband