Leita í fréttum mbl.is

Tveir þættir

á RÚV okkar allar finnast mér orðnir harla áhugalitlir fyrir mig.

Annar er Silfrið, sem áður var í umsjón Egils Helgasonar en hefur nú alfarið flust yfir í umsjón Fanneyjar Birnu.

Egill sem er afburða sjónvarpsmaður sést hinsvegar allt of sjaldan að mínu viti.Flautið í byrjun þáttanna er ekki nóg til að maður sperri eyrun eins og þá.

Fanneyju Birnu skortir allt sem Egil prýddi.Hún getur ekki dulið vinstrimennsku sína í vali á viðmælendum og efni sem Agli tókst oft á tíðum. Fyrir bragðið eru þættirnir orðnir það leiðinlegir að ég er hættur að muna eftir að kveikja á þeim nema stundum.

Hinn er vikan með Gísla Marteini. Mér fannst hann Gísli  skemmtilegur í gamla daga og horfði allaf á hann þá. Nú er eins og að neistann vanti.

Enda er kannski lítil ástæða til að vera að rifja upp sjónvarpsþætti síðustu daga.Gísli er samt fjörlegur á brúnu klossunum sínum en viðmælendurnir eru yfirleitt af óþekktari kantinum og hafa fátt fram að færa. Tónlistaratriði í lok þáttanna eru svo yfirleitt heldur lítið áhugaverð og  framin af frekar óþekktu fólki.

Hugsanlega er hægt að færa rök fyrir þessum þáttum með hlustendakönnun en ég greiði ekki atkvæði ef ég kemst hjá því. 

Fréttir RÚV eru hinsvegar góðar að mörgu leyti  og margt á dagskránni er með þeim hætti að mér dettur ekki í hug að fara að kaupa Stöð2 til viðbótar. Mér er því slétt sama þó að þeir séu búnir að loka örfárra mínútna fréttatíma sínum, fréttastofa RÚV þrátt fyrir vinstri slagsíðuna, dugar mér alveg. 

En þessir 2 þættir heilla mig ekki lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Egill er einstakur í sínum þáttum.

Egill kann að hlusta.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 24.1.2021 kl. 19:00

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikið er ég sammála þér. Silfrið er bráðnað og Gísli er hvorki fugl né fiskur en er væntanlega á góðum launum eins og svo margir sem eru á ríkisjötunni!! Sakna ekki heldur stöð 2. 

Sigurður I B Guðmundsson, 24.1.2021 kl. 20:15

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

RUV er nú að gera sitt besta og þau eru nú komnin með útibú á Kanarí eyjum þar sem sérlegur útsendari fréttastofu kemur reglulega með fréttaskýringarþátt um stöðu flóttafólks á ströndinni þar sem hann að eigin sögn skokkar daglega.

Grímur Kjartansson, 25.1.2021 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband