Leita í fréttum mbl.is

Gettu betur BETUR !

hef ég verið að horfa á keppni í mér til ánægju.

ÉG heyri mjög illa og er seinna að fatta til viðbótar. Við Spurningunum veit ég yfirleitt ekki svörin. Það er þá ekki mér  til fróðleiks þegar einhver vizkubrunnurinn kann svarið og muldrar það í bringu sér. Spyrillinn segir hátt og snjallt: Það er rétt svar og gefur svo bara stig án frekara útskýringar. Ég er engu nær og engu vísari.

Getur spyrillinn ekki endurtekið rétta svarið hátt og snjallt þannig að ég fái að vita svarið? Eða birta spurningarnar og svörin sem texta á skjánum. Eitthvað sem getur aukið okkur ófróðum vizkuna?

Bara svona tillaga til endurbóta við að geta betur Betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt skoðun Halldór og á ekkert skylt við aldur.

Sama gengur um alvöru viðtöl við menn og konur.  Birta nöfnin oftar eða segja nöfn þeirra í viðtölum oftar en gert er.

Góður spyrjandi lofar fólki að tala, en áreitir hann ekki með spurningum úr öllum áttum í miðju viðtali.

Egill er góður og Sigmundur á H-stöðinni. 

Egill talaði niður til Leiðtogans Donalds J.TRUMP, sem ber af öllum leiðtogum til ausurs og vesturs. Ég minni Egil minn á að hlusta vel á FOX stöðina, ekki á CNN, en karlinn verður aðalræðumaður á CPAC, Republican ráðstefnunni í ORLANDO á sunnudag. TRUMP er ekki demokrati. 

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 27.2.2021 kl. 17:19

2 identicon

Við í Pfaff eigum alveg fra´bær Sennheiser þráðlaus heyrnartól sérstaklega hönnuð fyrir sjónvarp og við myndum örugglega gefa gömlum candöis manni einhvern afslátt.  Kíktu við og ef þú lætur mig vita hvernær þú kæmir gæti vel verið að ég gfi þér kaffi ! ! 

KM

Kristmann Magnússon (IP-tala skráð) 27.2.2021 kl. 22:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það tala allir um etta jafnvel sumir yngri.Eg er löngu hætt að horfa á þennan þátt vega þessa.

Helga Kristjánsdóttir, 27.2.2021 kl. 23:47

4 identicon

Sæll Halldór.

Gætir athugað með að tengja headphone við sjónvarpið.
Allt verður greinilegra.

Síðan er auðvitað hægt að nota farsímann og
eitthvert smáforritið af öllum þeim aragrúa
sem framleiddur er og til að magna upp hljóð.

Sendir bara familíuna á netið til að ná í þetta fyrir þig
og setja það upp!

Húsari. (IP-tala skráð) 28.2.2021 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband