Leita í fréttum mbl.is

ESB sé lof og dýrð

um aldir alda.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur ákveðið að banna út­flutn­ing á bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni til Íslands, auk annarra landa. Sér­staka heim­ild mun nú þurfa til að flytja bólu­efni frá ríkj­um sam­bands­ins til Íslands.

Þetta kem­ur fram á vef fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

Þar seg­ir meðal ann­ars að mark­mið aðgerðanna sé að tryggja íbú­um inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins tíma­bær­an aðgang að bólu­efni gegn Covid-19.

Skil­yrði sett fyr­ir út­flutn­ingn­um

Sett eru tvö ný skil­yrði fyr­ir út­flutn­ingi bólu­efna frá ríkj­um sam­bands­ins. Ann­ars veg­ar er litið til þess hvort inn­flutn­ingslandið hamli sjálft út­flutn­ingi bólu­efna eða efna sem nýt­ast til að fram­leiða þau.

Hins veg­ar er litið til þess hvort staða far­ald­urs­ins sé betri eða verri í viðkom­andi landi, í sam­an­b­urði við Evr­ópu­sam­bandið. Er þá um að ræða stöðu bólu­setn­inga, aðgang að bólu­efn­um og hversu út­breidd­ur far­ald­ur­inn er.

Á ekki að hafa áhrif á dreif­ing­una

Sig­ríður Á. And­er­sen grein­ir frá því á Face­book að ís­lensk stjórn­völd hafi fengið sömu skila­boð og þau norsku, þ.e. að þetta hafi ekki áhrif á dreif­ing­una sem nú standi yfir.

„Þau skila­boð draga ekki úr al­var­leika þess­ar­ar ákvörðunar ESB og fram­komu gagn­vart Íslandi,“ skrif­ar hún.

Nor­eg­ur er einnig á bann­list­an­um, ásamt Alban­íu, Armen­íu, Aser­baíd­sj­an, Bosn­íu og Herzegóvínu, Georgíu, Hvíta-Rússlandi, Ísra­el, Jórdan­íu, Líb­anon, Líb­íu, Liechten­stein, Norður-Makedón­íu, Serbíu, Svart­fjalla­landi og Sviss."

Nú getur landsöluliðið, Þorgerður Katrín, Logi Már og Þorsteinn Pálsson, sameinast í lofsöng sínum um EVRUNA og inngönguna í ESB.

Sjálfstæðisflokkurinn steinheldur sér saman sem Sfinxinn.

Veit einhver hvert sá flokkur og þingflokksformaður stefnir í raun og veru í afstöðu sinni til ESB?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur það einhverjum á óvart að ESB skuli fyrst og fremst gæta hagsmuna sinna aðildarríkja? Er það ekki megin tilgangur og hlutverk sambandsins? Er ESB eitthvað verra fyrir það? Væri það skynsöm ástæða fyrir því að vilja ekki gerast aðildarríki? Er "Við gerumst ekki meðlimir í neinum samtökum sem gæta fyrst og fremst hagsmuna meðlimanna." nýtt baráttukall andstæðinga ESB?

Áfram fáum við bóluefni samkvæmt þeim samningi sem við gerðum við ESB. Við njótum áfram þess forgangs sem ESB samdi um við bóluefnaframleiðendur og fáum bóluefni eins og ESB ríki. Samvinna ESB við okkur stendur óhögguð. En ESB stendur ekki vörð um aðra samninga sem við höfum gert.

ESB hefur samið um og greitt fyrir forgang sem bóluefnaframleiðendur eru nú þvingaðir til að virða. Aðrir samningar sem bóluefnaframleiðendur hafa gert gætu þurft að bíða afgreiðslu þar til umsamdar pantanir ESB hafa verið afgreiddar.

Við værum í slæmum málum ef ekki væri fyrir forsjálni stjórnvalda í að semja við ESB. Þeir sem ekki hafa þann samning og kusu að semja sjálfir við bóluefnaframleiðendur, þeir sem ætluðu að svindla sér framar í röðina, þurfa nú að bíða þess aftarlega í röðinni að bóluefnaframleiðendur uppfylli samninga sína við ESB.

Vagn (IP-tala skráð) 24.3.2021 kl. 22:42

2 identicon

Vagn, það kemur ekki á óvart en þessi ursula þarna er komin með skitu upp á háls af klúðri og er nú að brjóta eigin lög til að redda sér fyrir horn.

Það versta sem við gátum gert var að hengja okkur við esb klúðrið, ég skil ekki hvernig þú getur varið skituna hjá þeim, þeir sem sömdu sjálfir eru allir langt á undan esb batterýinu í að bólusetja hjá sér, esb er nú farið að beita lögbrotum til að koma sér framar í röðina. Þvílíkur aumingjaskapur og klúður hjá þessu óhæfa liði.

Halldór (IP-tala skráð) 25.3.2021 kl. 08:14

3 identicon

"Landsöluliðið" myrkraverka gegn fullveldi og sjálfstæði Íslendinga, hljóta að vinna verk sín í dimmum dal. Þetta er ekki það fólk, sem við viljum inn á virt Alþingi.

Fiskveiðar og landhelgin fara illa með vandamálum ESB, sérlega fámennt Landið okkar með 300 þúsund Íslendingum + 60.000 aðfluttra frá öllum heimshornum. ÍSLAND er landið okkar undir kristnum siðum?  

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 25.3.2021 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband