Leita í fréttum mbl.is

Áminning sr. Geirs Waage

Afsal fullveldisins Íslands til ESB

...." Annað mál er sú umræða og það sjónarmið sem undarlegt nokk hefur heyrst í Sjálfstæðisflokknum og utan hans sem er að „fullveldi Íslands verði best varðveitt og aukið með því að bjóða öðrum aðkomu að því.“ Kannist þið við þessa kennisetningu? Ég sem þvergirðingur og tossi á erfitt með að skilja hluti sem eru ofar mínum skilningi og get því ómögulega skilið þessa kennisetningu þ.e. það að ganga í Evrópusambandið og deila fullveldi okkar með því sé til þess að varðveita sem best fullveldi Íslands.

Þetta er ofar mínum skilningi. Ég hef þó gert mér grein fyrir því að hagsmunir þeirra sem hafa aðstöðu til að láta þá ganga fyrir hagsmunum annarra þeir snúast yfirleitt fyrst of fremst um auð og aðstöðu til auðsöfnunar áður en þeir fara að snúast um grundvallargildi eins og fullveldi, eins og sjálfstæði, eins og manngildi.

Þegar við gengum í EES var því heitið að innan 5 ára yrðu allir tollar niður fallnir af íslenskum sjávarafurðum.

Enn í dag eru um 15% tollar á mjög mörgum sjávarafurðum.

Ég tek eindregið undir þá skoðun að það var algjört hneyksli að taka þátt í viðskiptabanni ESB á Rússa einkum þegar ESB var ekki reiðubúið að fella niður innflutningstolla á íslenskar sjávarafurðir.

Þarna er ég að tala um hagsmunina. Þarna hefði farið betur ef ESB hefði hlustað á okkar kröfur og við fylgt þeim kröfum eftir sem við ekki gerðum.

Höldum grunngildum Sjálfstæðisflokksins í heiðri

Þetta dæmi nefni ég hér vegna þess að það borgar sig aldrei, þegar upp er staðið að láta magann ráða fyrir hjartanu þegar við tölum um grunngildi eins og fullveldi. Það borgar sig aldrei. Það hefnir sín alltaf. Því það kemur ekkert í staðinn fyrir það manngildi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt í grunninn rétt eins og forfeður okkar lögðu virðingu fyrir lögunum og virðingu fyrir því sem býr að baki laganna í grunninn"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi ekki þessum skrifum um sr. Geir Waage frá Reykholti, varðandi fullveldið og sjálfstæði okkar. Geir hlýtur að hafa verið dáleiddur? Geir er bestur presta og sögumaður um Landið okkar og Kristin fræði. sr.Geir Waage verður að staðfesta mál sitt fyrir Þjóðinni. Ég hef alltaf dáð sr. Geir Waage.

ESB og allar skammstafanir mega deyja út ásamt Shengen. Ráðherrarnir mega ekki endalaust bíða skipana frá getulausri Evrópu. Gerum allt sjálfir á eigin vegum. 

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 21:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Geir er eindreginn fullveldissinni Gísli minn, þú hefur mislesið eitthvað

Halldór Jónsson, 6.4.2021 kl. 16:56

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Geir segir og ég er sammála og þú áreiðanlega lika Gísli

Ég tek eindregið undir þá skoðun að það var algjört hneyksli að taka þátt í viðskiptabanni ESB á Rússa einkum þegar ESB var ekki reiðubúið að fella niður innflutningstolla á íslenskar sjávarafurðir.

Halldór Jónsson, 6.4.2021 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórum?
Nota HTML-ham

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 610
  • Sl. sólarhring: 611
  • Sl. viku: 5424
  • Frá upphafi: 3172713

Annað

  • Innlit í dag: 521
  • Innlit sl. viku: 4525
  • Gestir í dag: 473
  • IP-tölur í dag: 468

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband