Leita í fréttum mbl.is

Naglahausinn

fær högg hjá Innherja Moggans í dag:

"Fimmaurabrandari á kostnað krónunnar:

Það var engu líkara en Viðreisn hefði í lok marsmánaðar ákveðið að hætta í pólitík og setja þess í stað á fót áhugamannaleikhús. Fyrsta verkið ekki af verri endanum: Deleríum Búbónis og söngtextarnir úr verkinu viðeigandi. „Sérlegur sendiherra“ og „Brestir og brak“ ekki síst.

Og vel tekst þeim að delera. Nú síðast á sunnudag þegar sérlegur sendiherra leikhússins lýsti því yfir að bjarga mætti ríkisfjármálum Íslands með því að ganga í Evrópusambandið.

Rökin voru þau að staðan í ríkisfjármálum væri svo svakaleg að ef koma ætti í veg fyrir að grípa þyrfti til harkalegs aðhalds í ríkisfjármálum og skattahækkana þyrfti að einblína á eitt: „Lágir vextir eru það eina sem getur bjargað okkur.“ Í röksemdafærslunni var svo ýjað að því að krónan og tilvist hennar myndi að öllu óbreyttu leiða til skattahækkana og skerðingar á ellilífeyri.

Sannarlega hjálpa lágir vextir þegar ríkissjóður hefur þurft að skuldsetja sig verulega. En skuldsetningin er ekki krónunni að kenna heldur kórónuveirunni. Og sennilega verður skuldsetningin enn meiri en hefði þurft að vera vegna aulagangs Evrópusambandsins og þeirra mistaka íslenskra stjórnvalda að bíta sig föst við embættismennina í Brussel þegar kom að innkaupastefnu um bóluefni.

Ef vextir munu haldast lágir í Evrópu á komandi árum verður það greinilegasta merkið um að álfan sé ekki að ná sér á strik í efnahagslegu tilliti. Hækki vextir hér á landi verður það til marks um þrótt hagkerfisins. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Vilji menn einblína á góðar stöður hjá ESB og lága vexti, verður það dýrara verði keypt en hærri vextir og blómlegt atvinnulíf."

Óli Björn Kárason einn helsti hugmyndafræðingur okkar hægri manna skrifar einnig í blaðið um krónuna. Niðurlag greinar has er svo:

"... Á sama tíma og Viðreisn heldur sig við möntruna (þegar þingmenn muna eftir þulunni) um að íslenska krónan sé ónýt hefur traust í garð Seðlabanka Íslands stóraukist eða tvöfaldast á tveimur árum. Samkvæmt mælingum Gallup hefur traust til bankans aukist úr 31% árið 2019 í 62%. Árið 2011 báru aðeins 20% landsmanna traust til Seðlabankans.

„Seðlabankinn er útgefandi og varðmaður íslensku krónunnar,“ skrifaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fésbókarvegg sinn í tilefni af niðurstöðum Gallup og bætti við: „Þessi mæling er því vitnisburður um nýtt traust á gjaldmiðlinum okkar – okkar allra landsmanna.“

Mat seðlabankastjóra er rökrétt. Aukið traust til Seðlabankans sýnir aukna tiltrú á krónuna. Að þessu leyti er Viðreisn ekki í takt við þróunina hér innanlands.

En þingsályktunartillaga Viðreisnar er hins vegar fagnaðarefni þar sem hún ætti að gera línurnar örlítið skýrari í aðdraganda kosninga. Og sjálfsagt neyðist Samfylkingin til að grafa ESB-stefnuna upp úr rykföllnum skúffum, þótt það kunni að vera erfitt fyrir einhverja frambjóðendur flokksins sem í fyrra pólitíska lífi börðust gegn aðild að Evrópusambandinu.

Hvort flokkar og frambjóðendur sem eru fastir í viðjum vantrúar á flest það sem íslenskt er muni heilla kjósendur í komandi kosningum á eftir að koma í ljós. Í utanríkisviðskiptum er stefna Sjálfstæðisflokksins að fjölga kostunum í samskiptum við aðrar þjóðir en ekki fækka þeim líkt og hinir vantrúuðu telja rétt að gera. Frjálst, opið og þróttmikið samfélag verður hins vegar ekki tryggt í gegnum Brussel,"

Um þessa grundvallaraafstöðu verður að kjósa í haust. Trúa menn á fullveldi Íslands og viðskiptafrelsi um allan heim eða vilja menn láta múra sig inni í tollakatakombum Úrsúlu hinnar ókjörnu í Brussel með 27 landluktum Evrópuþjóðum og verða herskyld í hinum væntanlega Evrópuher?

Seinni kosturinn er að kjósa annanhvorn Samfylkingarflokkanna eða Pirata. 

Þar finn ég ekki naglahausinn minn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband