Leita í fréttum mbl.is

Veruleikinn

í íslenskri hagstjórn er nokkuđ sérstakur. Honum er stjórnađ ađ miklu leyti af ţröngum hópum, sem byggja völd sín iđulega á litlum hópum sem taka sér alrćđisvöld á grundvelli sérstakra félagslegra ađstćđna. Taka völd í fölmennum félögum međ tíunda hluta atkvćđa eđa svo. Vinstri sinnađ fólk er yfirleitt áhugasamara um félagsmál en hćgri menn og ţví fer sem fer.

Ég er ekki sérlegur ađdáandi Fréttablađsins sem ég sé sem málgagn fyrir inngöngu Íslands í ESB. Yfirleitt sé ég fátt greina sem til mín höfđa í ţví blađi. Ég skal ţó viđurkenna ađ ég les yfirleitt allar  greinar sem Hörđur Ćgisson skrifar mér til gagns. Og svo les ég yfirleitt Ţorstein Pálsson til ţess ađ koma mér í vont bardagaskap fyrir fullveldi landsins sem hann vill feigt innan ESB.

En Hörđur skrifar í gćr:

"Ţađ eru ađ verđa ţáttaskil. Faraldurinn, sem hefur lamađ allt samfélagiđ í meira en ár, er senn ađ baki og fram undan er tími efnahagslegrar endurreisnar. Mótvćgisađgerđir stjórnvalda hafa heilt yfir heppnast vel – beinn stuđningur í gegnum ríkisfjármálin hefur numiđ 10 prósentum af landsframleiđslu – og dregiđ mjög úr áhrifum áfallsins, bćđi fyrir heimilin og atvinnulífiđ, og ţannig komiđ í veg fyrir hrinu gjaldţrota.

Til marks um ţađ hefur vanskilahlutfall fyrirtćkjalána hjá bönkunum nánast stađiđ í stađ frá ţví í árslok 2019. Vegna vćgis ferđaţjónustunnar mćlist atvinnuleysiđ hins vegar enn um 11 prósent en ţađ ćtti ađ minnka hratt ţegar atvinnugreinin nćr vopnum sínum á ný síđar á árinu.

Nýtt álit frá AGS í vikunni undirstrikar ţann árangur sem náđst hefur en bendir um leiđ á hvađ betur megi fara nú ţegar viđ sjáum fram úr kófinu. Sterk stađa ţjóđarbúsins og ríkissjóđs, eftir ađ hafa nýtt góđu árin í ađ greiđa niđur skuldir, gerđi okkur kleift ađ halda stórum hluta hagkerfisins í gjörgćslu á međan faraldurinn hefur stađiđ yfir en núna ţarf ađ fara ađ skipta um takt.

Í stađ ţess ađ áherslurnar séu á neyđarađstođ til fyrirtćkja og heimila, sem ţćr hafa réttilega veriđ, fer ađ verđa mikilvćgara ađ einblína á almennari ađgerđir sem miđa ađ ţví ađ efla samkeppnishćfni og skapa ný störf.

Eigi ţađ ađ takast ţarf ađ horfa til ţess, ađ mati AGS, ađ endurskođa vinnumarkađslíkaniđ í ţví skyni ađ tengja betur saman launaţróun og framleiđni.

Ţar er mikiđ verk fyrir höndum. Sögulega séđ hefur Íslendingum ekki farnast ađ fara ađ fordćmi annarra ţjóđa á Norđurlöndunum og semja um launahćkkanir sem taka miđ af verđmćtasköpun hagkerfisins.

Niđurstađan af ţví er ađ á síđustu tveimur áratugum hafa launahćkkanir hér veriđ um ţrefalt meiri en á hinum Norđurlöndunum, verđbólga fjórfalt meiri og vaxtastig fimmfalt hćrra. Margt gefur til kynna ađ viđ ćtlum enn ađ fylgja ţessari leiđ.

Launavísitalan hefur hćkkađ um ellefu prósent milli ára og verđbólga fer vaxandi og mćlist yfir fjögur prósent. Hćkkandi launakostnađur skiptir ţar miklu, og mun hafa enn meiri áhrif á verđlagsţróunina – og ţá um leiđ vexti – á komandi misserum.

Vandinn er sá, eins og Ţorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og fyrrverandi ţingmađur Viđreisnar, nefndi í viđtali viđ Markađinn í vikunni, ađ hin nýja forysta verkalýđshreyfingarinnar hafnar efnahagslegum veruleika. Stađan á vinnumarkađi er ţví tifandi tímasprengja.

Skiptir alţjóđleg samkeppnishćfni Íslendinga máli? Stundum mćtti ćtla ađ svo vćri ekki, einkum nú á tímum farsóttar ţegar búiđ er ađ telja mörgum trú um ađ ţjóđin geti vel viđ unađ í lokuđu hagkerfi – og eina sem ţurfi ađ ákveđa sé ráđstöfun gćđanna.

Stađreyndin er sú ađ ţótt Ísland sé eyríki ţá eigum viđ – fyrirtćkin sem hér starfa og skapa verđmćtasköpunina – í harđri samkeppni um vinnuafl og fjármagn og ţví getum viđ tćpast markađ okkar eigin launastefnu óháđ öđrum nágrannaţjóđum án afleiđinga.

Umbćtur á ţessu sviđi eru forsenda meiri fjölbreytni í hagkerfinu međ nýjum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum. "

Ekki hef ég töfralausnir á reiđum höndum. Ég minnist hinsvegar ţess ţegar ég kom til Ţýzkalands ekki tvítugur ađ aldri ađ ţar var mađur áberandi sem hét Ludwig Erhardt og reykti sígarettur úr munnstykki. Hann prédikađi sífellt fyrir löndum sínum: "Masshalten", Stilliđ ykkur í hóf, spenniđ ekki bogana of hátt í kaupkröfunum.

Ţjóđverjar brenndir af óđaverđbólgunni 1929 höfđu vit til ađ hlusta talsvert á ţennan mann og foringjann Konrad Adenauer sem ţá höfđu yfirstjórnina yfir ţýzka efnahagsundrinu sem mađur var ađ upplifa.

Ţá sögđu góđar og guđhrćddar konur viđ mann: "Svona getur ţetta ekki gengiđ áfram í ţessum brjálađa uppgangi." En ţađ gekk. Sólveig Anna og Drífa Snćdal eđa Félög Flugumferđarstjóra og Ljósmćđra  voru ekki áberandi í ţýsku ţjóđlífi um ţćr mundir og hafa ekki orđiđ lengi síđan.

Líklega er langt í ţađ ađ Íslendingar skilji ţađ ađ ađ spöruđ króna í dag getur orđiđ meira virđi á morgun nema ađ gullregn berist til landsins erlendis frá.

Nú eru horfur á ađ  faraldrinum muni linna á nćstu árum og líf fćrast í efnahagslíf Íslands jafnval á ţessu ári.Ţá er okkur bođiđ uppá ađ magna upp verđbólguna í nafni réttlćtisins.

Líklega verđur Hörđur Ćgisson sannspár ađ einhverju leyti um hinn íslenska efnahagsveruleika. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 3417961

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband