Leita í fréttum mbl.is

Landsölustefna Viðreisnar

birtist hreinskilnislega á heimasíðu flokksins.

Þar úir og grúir að mótsögnum sem rekast hver á annars horn.

Lesum textann:

 

"FRJÁLSLYNDI OG JAFNRÉTTI

Frjálslyndi, frelsi og jafnrétti er leiðarstef Viðreisnar á öllum sviðum. Skapa þarf öllum landsmönnum jöfn tækifæri og styðja þá sem ekki geta nýtt þau.

 

● Viðreisn vill frjálst og opið þjóðfélag þar sem jafnvægi ríkir á milli frelsis einstaklinga, jafnréttis og samkenndar.
● Við höfnum hvers konar kynbundinni mismunun.
● Við fögnum fjölbreytileikanum og gætum þess að enginn gjaldi fyrir að tilheyra jaðarhópi.
● Allir skulu hafa rétt til heilbrigðisþjónustu, menntunar og félagslegrar þjónustu.
● Viðreisn ver og virðir skoðana- og tjáningarfrelsi og rétt hvers og eins til að þróa og nýta hæfileika sína til fulls á sínum eigin forsendum.
● Náttúruauðlindir eru sameign þjóðarinnar og þær ber að nýta á sjálfbæran og skynsamlegan hátt. Greiða skal markaðsverð fyrir aðgang að þeim.
● Viðreisn vill að hver kynslóð skili umhverfi sínu og endurnýjanlegum auðlindum í sama eða betra horfi til komandi kynslóða.
● Dreifa á valdi og örva hugmyndaauðgi á öllum sviðum.
● Viðreisn vill frjálsan og opinn markað sem veitir fólki og fyrirtækjum raunveruleg tækifæri og býr til jarðveg nýrra hugmynda og nýsköpunar.
● Viðreisn hafnar einokun og fákeppni sem takmarkar frelsi og stríðir gegn jafnrétti.
● Við setjum hagsmuni neytenda í öndvegi.

 

RÉTTLÁTT SAMFÉLAG

Ein af grunnstoðum farsæls þjóðfélags er virðing fyrir mannréttindum. Þau þarf að tryggja og verja innan ramma réttarríks með traustum stofnunum.

 

● Mannréttindi eru órjúfanlegur hluti frjálslyndis og þau ber að efla á öllum sviðum.
● Mannréttindi eru forsenda framfara og stöðugleika sem virkt lýðræði eitt getur tryggt.
● Réttlátt samfélag byggist á heilbrigðu og virku réttarríki.
● Virðing fyrir mannréttindum er forsenda þess að almennt traust ríki til yfirvalda og stofnana hins opinbera.
● Mannréttindi snúast um mestu verðmæti mannlegs lífs. Samfélagið má aldrei sofna á verðinum gagnvart réttindum einstaklinga.

 

EFNAHAGSLEGT JAFNVÆGI

Sköpun verðmæta með hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda til framtíðar eru nauðsynleg forsenda efnahagslegs stöðugleika, samkeppnishæfni og lífskjara sem skulu vera að minnsta kosti jafngóð og í nágrannalöndum Íslands. Efnahagslegu jafnvægi verður aðeins náð með stöðugum gjaldmiðli.

 

● Viðreisn vill skipan efnahagsmála sem tekur tillit til þeirra sem minna mega sín og til sameiginlegra hagsmuna þess samfélags sem við byggjum.
● Nauðsynlegt er að endurskoða núverandi peningastefnu til að tryggja samkeppnishæft vaxtastig og draga úr áhrifum gengissveiflna á almenning og fyrirtæki. Þeim markmiðum verður best náð með upptöku evru.
● Efnahagslegum stöðugleika verður ekki viðhaldið án félagslegs stöðugleika. Tryggja þarf jöfnuð, jöfn tækifæri og félagslegan hreyfanleika.
● Rekstur ríkissjóðs og sveitarfélaga verði að jafnaði hallalaus og skuldir hóflegar.
● Frjáls samkeppni stuðlar að aukinni hagsæld almennings með nýsköpun, auknu framboði og lægra vöruverði. Samkeppnishindrunum verði rutt úr vegi í innlendum sem alþjóðlegum samkeppnisgreinum.
● Frjáls markaður og gott viðskiptasiðferði veita aðhald og stuðla að efnahagslegum framförum. Skýr löggjöf móti umgjörð um efnahagslífið með stöðugleika og þjóðhagsleg varúðarsjónarmið að leiðarljósi.

 

ALÞJÓÐLEG SAMVINNA

Þjóðir heims verða að vinna saman að því að leysa mörg viðfangsefni er varða alla jarðarbúa. Ísland á að vera virkt í alþjóðasamfélaginu og stuðla að friðsamlegri samvinnu og auknum viðskiptum milli landa. Vestræn samvinna hefur aukið hagsæld þjóðarinnar og er forsenda sterkrar samkeppnishæfni Íslands. Evrópusambandið er réttur vettvangur fyrir frjálslynt Ísland.

 

● Samvinna við aðrar þjóðir er Íslendingum nauðsyn. Við eigum að taka eins virkan þátt í samstarfi þjóða og framast er kostur. Sérhagsmunir eiga ávallt að víkja fyrir almannahagsmunum í slíkri samvinnu.
● Samvinna við önnur ríki á Norðurlöndum, samstarfið innan Evrópska efnahagssvæðisins, aðildin að NATO og þátttaka Íslands í Sameinuðu þjóðunum hefur reynst farsæl fyrir Ísland.
● Full aðild að Evrópusambandinu stuðlar að aukinni hagsæld á Íslandi.
● Samvinna þjóða tryggir og ver mannréttindi, stuðlar að friði, er nauðsynleg til að taka á umhverfismálum, bætir vernd neytenda og tryggir betur réttindi launafólks.
● Mikilvægt er að Ísland taki loftslagsmál föstum tökum og sé virkt í alþjóðlegu samstarfi um lausnir á þeim vanda.
● Ísland á að sýna metnað í alþjóðlegu hjálparstarfi, þróunarhjálp og móttöku flóttamanna."

 

Hvað stendur uppúr af þessu málskrúði?

Að ganga í Evrópusambandið og taka  upp Evru er höfuðatriðið í stefnu þessa flokks. Flokks sem talar um alþjóðlega samvinnu en vill ganga í tollabandalag 27 ríkja gegn öllum heiminum. Er það alþjóðleg samvinna?

Þessi 27 ríki ætla að setja upp sameiginlegan her þar sem Íslendingar verða herskyldir með inngöngu.

Þau eru núna að rétta 5.5 milljónum Finna reikning uppá 750 milljónir Evra sem þeir eiga að greiða til bandalagsins og leggja ofan á sinn eigin kostnað vegna faraldursins án þess að fá neitt í staðinn.

Fjölga hér innflytjendum sem allra mest með aukinni viðtöku flóttamanna og hælisleitenda.

Hversu margir Íslendingar munu falla fyrir þessu málskrúði og landsölustefnu sem hér birtist?

Og hver er munurinn á þessu plaggi og stefnuskrá Samfylkingarinnar? Finnst einhverjum þetta vera innblásið og metnaðarfullt plagg fyrir sjálfstæða Íslendinga?

Hvað hefðu okkar menn eins og Jón Sigurðsson sem lögðu allt í sölurnar fyrir frelsi og sjálfstæði Íslands á liðnum öldum  sagt eftir að lesa þetta landsöluplagg Viðreisnar?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Á bloggi Hannesar Hómsteins er þetta:

"Þorgerður Katrín sóttist eftir að verða framkvæmdastjóri SFS. Þar hefði hún auðvitað stutt kvótakerfið og verið andvíg aðild að ESB. Daginn sem hún fékk að vita, að annar yrði ráðinn, gekk hún til liðs við stjórnmálaflokk, sem berst gegn kvótakerfinu og vill aðild að ESB. Hún var þennan dag eins fljót að snúast og 30. september 2008, þegar hún um morguninn mótmælti eindregið á ríkisstjórnarfundi boðskap Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um, að bankarnir væru að hrynja, en seinna um daginn seldi það, sem hún átti eftir af hlutabréfum í bönkum fyrir 70 milljónir kr. (eins og kom nánast fyrir tilviljun fram í hæstaréttardómi nr. 593/2013)."

Sérhagsmunastefna er síður en svo óþekkt hjá því fólki sem vill vera okkur fyrirmynd í þessum Viðreisnarflokki.

Halldór Jónsson, 29.4.2021 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband