Leita í fréttum mbl.is

Mismunaskilningur

Hörður Ægisson lítur yfir hið íslenska svið með glöggskyggnum hætti sem oftar.

Nokkur áhersluátriði eru þessi:

"Hinn efnahagslegi veruleiki bankar nú upp á. Nýjar hagtölur sýna að verðbólgan, sem hefur farið stöðugt hækkandi, mælist 4,6 prósent – langt yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans – og hefur ekki verið hærri í átta ár. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun..... Það mun aftur hafa bein áhrif á fjármögnunarkostnað ríkissjóðs, sem þarf að sækja sér mikið lánsfé á komandi misserum, og fyrirtækja sem fjármagna sig á markaði.

Það þarf tæpast að koma á óvart að verðbólgan sé ekki að hjaðna. Kostnaður vegna skipaflutninga hefur stórhækkað, hrávöruverð er upp um nærri 50 prósent frá áramótum og þá hafa orðið verulegar launahækkanir nú þegar stór hluti fyrirtækja er í engri aðstöðu til að taka þær á sig nema að velta þeim út í verðlagið. Aðaldrifkrafturinn að baki verðbólgunni í þetta sinn er stighækkandi fasteignaverð – hækkunin er 4 prósent á tveimur mánuðum – og aðeins er tímaspursmál hvenær Seðlabankinn virkjar þjóðhagsvarúðartæki sín, eins og að þrengja skilyrði um veðlánahlutföll, til að kæla eftirspurnina á fasteignamarkaði. Undirliggjandi vandinn, skortur á framboði af byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu, mun þó eftir sem áður standa óleystur.

.... Seðlabankinn lækkaði vexti úr 3 prósentum í 0,75 prósent, sem hefur aukið ráðstöfunartekjur heimilanna, og með gjaldeyrisinngripum tókst að verja gengi krónunnar. Hættan nú er hins vegar að við séum að missa verðstöðugleikann frá okkur. Hagkerfið er að ganga í gegnum eina dýpstu kreppu lýðveldissögunnar, uppsafnaður halli ríkissjóðs verður um 1.000 milljarðar 2020 til 2025 og atvinnuleysið er 11 prósent, en samt er launavísitalan að rjúka upp um 10 prósent vegna kjarasamningsbundinna hækkana – hjá hinu opinbera er hækkunin enn meiri – og ríkið og sveitarfélög eru að taka á sig milljarða kostnað við styttingu vinnuvikunnar. Dettur einhverjum það í hug, fyrir utan kannski hina nýju forystu verkalýðshreyfingarinnar, að fyrir þessu sé innistæða?

Boltinn er núna hjá Seðlabankanum. Ljóst er að það sem veldur honum einkum áhyggjum er að verðbólguvæntingar á markaði hafa rokið upp og eru nú um 3,5 prósent. Vonir eru bundnar við að gengisstyrking krónunnar, sem nemur um 9 prósentum síðustu sex mánuði, muni hjálpa við að ná verðbólgunni niður, en á sama tíma vill bankinn ekki sjá gengið hækka of mikið og þannig skerða samkeppnishæfni útflutningsatvinnuveganna og þá um leið hamla endurreisn ferðaþjónustunnar. Útlit er fyrir að vextir verði nú hækkaðir fyrr en ella sem mun ekki aðeins bíta fast á fyrirtækin heldur einnig heimilin, sem eru að stórum hluta með íbúðalán sín á breytilegum, óverðtryggðum vöxtum, á tímum þegar það er enn slaki í hagkerfi. Seðlabankanum er vandi á höndum á komandi mánuðum."

Lóðaskortsstefna sveitarfélaganna til langs tíma er vel þekktur verðbólguvaldur án þess að nokkuð sé að gert.Eftirspurn er svo margföld að engu tali tekur.

 

Loftslagsváin

Í ljósi þessara staðreynda er það með ólíkindum að lesa grein eftir forætisráðherrann okkar um að að forgangsverkefni ríkisstjórnarinner séu útgjöld til að kljást við loftslagsvá.

Ég var farin að vona að ráðherrann væri að færast frá stefnumiðum furðuflokksins yfir til almennrar skynsemi. En það er víst ekki endilega á öllum sviðum þrátt fyrir að við samstarfið við Bjarna Benediktsson hafi ýmislegt lagast.

Katrín segir:

"... Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar eru loftslagsmálin í algjörum forgangi. ..

Kolefnisbinding ásamt samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda mun verða lífsnauðsynleg til að sporna gegn loftslagsbreytingum á næstu áratugum. ..

..Loftslagsmálin voru eitt af stóru málunum í stefnuskrá Vinstri grænna fyrir síðustu kosningar.  

..Verkefnið er hins vegar gríðarstórt og meira mun þurfa til – en ef við höldum áfram á sömu braut mun það skila frekari árangri og Ísland leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni – stærsta verkefni samtímans."

Sú barnslega blinda trú á mýrarljós loftslagsvísinda AlGore og Grétu Thunberg er skelfileg þegar til afleiðinganna er litið. Milljarðar eiga að renna til þess að fást við óvísindalega sannaðra fullyrðinga þekkingarlítilla aðila.

Þetta mun kosta almenning, kjósendur Katrínar, blóð svita og tár sem verða tekin að nauðsynjalausu.

Nú á að veita hundruð milljarða í niðurdælingu á CO2 fyrir allan heiminn í Straumsvík án þess að áhrifin né kostnaður hafi verið könnuð.

Hlýnun sem hún er að fást við nemur 0.8 gráðum á hverri síðustu öld eða samtals 1.6 gráðum síðan um aldamótin 1800. Hver getur fullyrt að engar náttúrlegar aðstæður í sólfari komi þarna inn?

Hversvegna kólnaði svo mjög á síðari hluta nítjándu aldar að stór hluti íslensku þjóðarinnar flutti úr landi vestur um haf eins og gerðist um alla Evrópu á þeim árum? Þessi blinda trú er alvarleg ógnun við alla tilvist og lífskjör þjóðarinnar í dag.

Hefur hitastig jarðar ekki sveiflast á áhrifa mannkyns á síðustu árbilljónum?

 

Steyttur hnefinn

Á milli þessara greina er svo grein eftir Sólveigu Önnu. Þar er steyttur hnefinn í andlit allrar efnahagslegrar skynsemi. Að hér skuli tala lífsreynd kona sem þó hefur búið í Bandaríkjunum og hlýtur að vera mjög upplýst um staðreyndir lífsins.Henni tekst þá svo mjög að dylja þekkingu sína í umbúðum slagorða og þá að tala sér gagnstætt þekkingu sinni.

Hvernig skyldi hún raða í launaflokka og skattflokka  fengi hún til þess alræðisvald? Hversu lengi skyldi sú flokkun fá staðist áður en Seðlabanki þyrfti að grípa inn? 

Himinhrópandi mismunandi skilningur fólks og greining á vandamálum daglegs lífs er umhugsunarefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband