Leita í fréttum mbl.is

Biden í 100 daga

menn setja stundum skoru í borðstokkinn til að merkja þann stað á forsetaferli.

Ég hef auðvitað enga yfirsýn yfir hvað kallinn er búinn að gera eða hver sé afstaða Pútíns. En ég vona að það sé eitthvað jákvætt í þróuninni sem almenningur kannski sér ekki. 

Ég var skítfúll þegar blaðamennirnir ginntu hann Biden til að samsinna því að Pútín væri morðingi.Svona segir maður ekki í alþjóðaviðskiptum finnstmér. Pútín tók þessu merkilega vel og reyndi að gera gott úr að mér sýndist.

Biden er búinn að stinga upp á fundi með þeim  sem ég vona að verði að veruleika.Höfði væri skemmtilegur staður fyrir þann viðburð.

Það er mikið undir því komið að Biden reyni að vinna á móti því að Rússum sé þröngvað í faðmlag Kínverja. Það verður ekki gert nema eitthvað betra samkomulag opinberist milli þeirra forsetanna.Bandaríkjamenn gerðu vel í að rétta einhverja vinarhönd yfir finnst mér.

Ég held að Rússar og Kínverjar séu ekki neinir rökréttir vinir. Og Bandaríkjamenn ættu ekki að púkka mikið uppá Kínverja vegna yfirgangs þeirra á Kyrrahafi sem er ekki í þágu Bandaríkjanna.

Mér fannst Trump vera á réttri braut með Kínaafskiptin og Rússa, en ég skil ekki Biden alveg.Biden er ekki að auka á vinsældir sínar með fjandskap við olíuiðnaðinn og undirtektir við CO2 bullið. Heimurinn vill ekki horfast í augu við þýðingu olíuiðnaðarins sem heldur lífinu í mannkyninu hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Mér finnst við Íslendingar eigum að rétta Pútín sáttahönd og reyna að koma á sem bestum viðskiptum við Rússa en ekki hengja okkur aftan í ESB. En viðskipti þess og svo Þjóðverja í gasviðskiptunum eru ofar mínum skilningi í ljósi refsiaðgerða sambandsins vegna Úkraínu.

Rússar hafa iðulega sýnt okkur Íslendingum vinskap þegar við höfum á þurft að halda.

Ég vona að Biden gangi vel í næstu 100 dagana og mér sýnist að hann klári sig af þessu enn sem komið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418140

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband