Leita í fréttum mbl.is

Er Borgarlínan ekki óþörf?

 með tilkomu rafskútunnar.

Grænu og gulu hjólin virðast vera allstaðar innan seilingar á næstu gangstétt. Hver nennir að fara að labba á næstu stoppistöð Borgarlínu þegar hægt er að stíga á næstu skútu og bruna þangað sem maður er raunverulega að fara. Stíga svo bara af þar og málið dautt. 

Sjá menn ekki hversu miklu skilvirkari og fljótlegri þessi rafskútumáti er sem almenningssamgöngur heldur en eitthvað stirðbusalegt lestakerfi sem liggur langt frá þér þar sem þú ert staddur? Og er heldur ekki að fara þangað sem þú vilt. Rafskútan fer þangað strax, ódýrar og miklu fljótar.

Er ekki botninn hreinlega dottinn úr Borgarlínunni með tilkomu þessa eitursnjalla samgöngukerfis rafskútanna og hugmyndin um þetta apparat er orðin óþörf með öllu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú virðist hvorki hafa kynnt þér ferðahraða né verð og þykist því fullfær um að draga ályktanir, eins og venjulega.

Vagn (IP-tala skráð) 2.5.2021 kl. 20:41

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Gáfuð alltaf Keran. Hvorutveggja blasir við ef maður horfir á þetta ske.

Halldór Jónsson, 2.5.2021 kl. 21:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Borgarlínan er bara strætó á rándýrum sérakreinum.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2021 kl. 23:32

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Góður féllagi minn, maður á miðjum aldri og í góðum holdum, notar rafskútu til að koma sér frá Þingahverfinu við Elliðavatn og niður í miðbæ.

Með betri og öruggari hjólastígum mun þetta bara aukast enn frekar.

Nema auðvitað að menn megi fara með rafskútuna inn í strætó. Þá gæti orðið til eitthvað sambland.

Geir Ágústsson, 3.5.2021 kl. 10:04

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er kórrétt Guðmundur. Og það sem meira er svo hroðalega á skjön við ferðavenjur almennings em hefur að yfirgnæfandi meirihluta valið einkabílinn sem sinn samgöngumáta. Sem er í samræmi við það sem erlendis allstaðar gerist. nema í mesta þéttbýlinu þar sem engin önnur leið er fær.

Hvernig leysir vísitölufjölskyldan með 2 eða 3 börn skutlið á milli viðburða og svo eigin verslunarferðir? Ferðir með börnin á gras í sólskinu á góðum frídegi? Dettur einhverjumi hug að fólk geti orðið hamingjusamt með einhverri borgarlínu' Rafskútan er miklu nærtækari. Satt að segja dáist ég að þvi hvernig þessir útgerðarmenn þeirra geta rekið þetta svo eitursnjallt sem prinsípið er.Þær standa út um allt á gangstéttum reiðubúunar að þjóna næsta viðskiptamanni, hlaðnar og klárar.Lyginni líkast er þetta ævintýri.

Halldór Jónsson, 3.5.2021 kl. 17:01

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem nota rafskúturnar gætu nú sumir vandað sig betur í því hvar þeir skilja þær eftir svo þær skapi ekki hættu eða ónæði fyrir aðra vegaferndur. Versta dæmið sem ég hef séð er þegar rafskúta vara skilin eftir um dimma nótt liggjandi þvert yfir göngu- og hjólastíg sem liggur niður brekku þar sem algengt er að fólk á öllum aldri komi hjólandi niður á talsverðum hraða. Blessunarlega hafði ekkert slys orðið áður en ég færði umrædda rafskútu á öruggari stað.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2021 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418168

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband