Leita í fréttum mbl.is

Orkunotkun Íslendinga

er aðeins að litlu leyti úr jarðefnaeldsneyti.Þveröfugt við heimsbúskapinn sem notar jarðefnaeldsneyti að yfirgnæfandi leyti.Enda myndi mannkynið svelta án þess að brenna jarðefnaeldsneyti við fæðuframleiðsluna hvað sem er prédikað um annað í hinum upphöfnu hringjum.

 

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur  skrifar eftirfarandi staðreyndir:

 

"Aðeins 16,7 % frumorkunotkunar Íslendinga komu úr jarðefnaeldsneyti árið 2018.  Megnið af því voru olíuvörur eða 1,028 Mt.  5 stærstu notendaflokkarnir voru eftirfarandi:

  1. Flugsamgöngur innanlands og utan: 40,6 %.  Þessi notkun minnkaði gríðarlega árið 2020, en mun sennilega vaxa aftur í ár og á næstu árum, þangað til innanlandsflugið verður rafvætt seint á þessum áratugi, og á næsta áratugi mun endurnýjun millilandaflugflotans hefjast með hreyflum án koltvíildislosunar, e.t.v. vetnisknúnum.  Þangað til munu flugfélögin þurfa að kaupa losunarheimildir af ESB, sem farþegarnir borga í hærra miðaverði. Flugfélög, sem fjárfesta í sparneytnum vélum þangað til, munu standa sterkari að vígi í samkeppninni.
  2. Bifreiðar hvers konar og vinnuvélar: 29,8 %.  Þessi notkun mun nú fara minnkandi ár frá ári, af því að endurnýjun fólksbíla og jeppa er nú að u.þ.b. helmingshluta með rafbílum, alrafvæddum eða hlutarafvæddum.  Lengst munu vinnuvélarnar þurfa jarðefnaeldsneyti, en notkun þess má minnka með repjuolíu og öðru lífeldsneyti.
  3. Fiskiskip, stór og smá: 16,7 %.  Þessi notendahópur hefur staðið sig bezt í að minnka olíunotkun, og stefnir hún hraðbyri að því að verða innan markanna 2030. Þegar þannig er í pottinn búið, má heita ósanngjarnt, að útgerðirnar skuli þurfa að greiða olíuskatt, sem lagður var á til að draga úr notkun. Það er eðlilegt að umbuna þeim, sem leggja sig fram og ná árangri. Meginskýringin á þessum góða árangri er fækkun togara og endurnýjun með mjög skilvirkum vélbúnaði. Segja má, að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi ekki einvörðungu lagst á sveif með hagkerfinu, heldur einnig með loftslagsstefnunni.
  4. Sjósamgöngur: 8,7 %. Mikil þróunarvinna fer nú fram fyrir orkuskipti í skipum.  Sem millileik má vel nota repjuolíu til íblöndunar.
  5. Byggingariðnaður er skráður með ársnotkun 31,4 kt/ár af jarðefnaeldsneyti eða 3,1 %.  Væntanlega er auðveldara að losna við koltvíildislosun hans en t.d. sementsframleiðslunnar, sem er gríðarleg á heimsvísu.  "

Afgangurinn af orkunotkun landsmanna kemur frá endurnýtanlegum orkugjöfum. Íslendingar losa aðeins 0.03 % af heimslosuninni af gróðurhúsalofttegundum.Það er því gersamlega fáránlegt að við séum að senda peninga úr landi til þess að aðrar bruðlaraþjóðir getir ráðstafað því fé án minnsta gagns eða áhrifa fyrir land og þjóð. 

Talið um heimshlýnunina, hvaðp þá hamfarahlýnun Grétu Thunberg,  er byggð á sandi.Hlýnunin á Íslandi hefur aðeins verið einhverjar 0.6-0.7  gráða á hverjum hundrað árum síðustu tvær aldirnar samkvæmt þeim upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings sem mig minnir að hafa lesið. 

Það er alveg horft fram hjá því að hitabreytingar verða sífellt á jörðinni fyrir tilstuðlan sólarinnar.Jarðsagan geymir þær upplýsingar sem allir læsir geta lesið.

 

Íslendingar eru þvert á hegðun heimsins til fyrirmyndar um notkun sjálfbærrar orku. Engin þróuð þjóð í veröldinni kemst þar að í samkeppni um orkunotkun.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 3418152

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband