Leita í fréttum mbl.is

Lygalaupur

er Þórdís Lóa formaður Borgarráðs.

Hún birtir lygar sínar í Fréttablaðinu  í dag.

"Ársreikningur Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir. Síðasta ár fór ekki, hjá neinu okkar, eins og við höfðum ætlað í upphafi árs. Faraldurinn sá til þess. Það átti við áætlanir Reykjavíkurborgar eins og annarra.

Greitt útsvar var 2,6 ma. kr. minni en reiknað hafði verið með, vegna þess að því miður jókst atvinnuleysi verulega í Reykjavík.

Aðrar tekjur voru 4 ma. kr. undir áætlun.

Útgjöldin jukust hins vegar því það þurfti að bregðast hratt við til að tryggja nauðsynlega þjónustu, þrátt fyrir sóttvarnatakmarkanir. Víða þurfti líka að auka við þjónustu, eins og við barnavernd. Fjárheimildir sviða borgarinnar jukust um 2,3 ma. kr. á árinu, bara til að bregðast við COVID og því ástandi sem það skapaði.

Fyrir ári síðan stóð borgarráð allt, þvert á flokka, saman að því að vilja aðstoða heimilin og fyrirtækin í Reykjavík á erfiðum tímum. Við í meirihlutanum settum okkur þá stefnu við fjárhagsáætlun þessa árs að gefa í við nauðsynlegar framkvæmdir og taka stór græn skref til framtíðar.

Meðvituð ákvörðun að verja störf

Við tókum meðvitaða ákvörðun um að standa vörð um störfin. Það var ekki valkostur í okkar huga að auka við atvinnuleysi í borginni með því að segja upp fjölda starfsmann

 

Á síðasta ári var launakostnaður 60% rekstrartekna borgarinnar. Niðurskurður til að mæta minni tekjum hefði því alltaf þýtt uppsagnir. Í upphaf i ársins 2020 voru 3.500 einstaklingar atvinnulausir í Reykjavík. Í lok ársins hafði sá fjöldi rúmlega tvöfaldast og var 8.600. Reykvíkingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 200 frá því á sama tíma á síðasta ári. Við þennan vanda vildi meirihlutinn í Reykjavík ekki bæta, enda væri það þvert á allar efnahagslegar ráðleggingar.

Starfsmönnum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 5%, alls um 348.

Við bættum við 190 starfsmönnum á velferðarsviði, við þjónustu við borgarbúa. Þá fjölgaði starfsmönnum í skólum, leikskólum og í frístund um 134, við þjónustu við börnin.

Við höfum burði til að örva atvinnulífið

Við fórum líka í átak til að fjölga tímabundnum störfum hjá borginni. Sumarstörfum var fjölgað um 600 til að koma til móts við erfiðleika stúdenta við að fá sumarstörf. Við höfum sett á fót vinnutorg til að aðstoða Reykvíkinga sem eru án atvinnu. Við höfum sett kraft í að fjölga verkefnum hjá borginni sem krefjast þjónustu sem borgin kaupir af fyrirtækjum og einkaaðilum. Reykjavíkurborg er öflugt sveitarfélag sem hefur góða burði til að auka við fjárfestingar og örva atvinnulífið. Ef litið er til grunnreksturs sveitarfélagsins og fyrirtæki undanskilin, hefur Reykjavíkurborg lægsta skuldahlutfall sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Því getum við staðið hér keik með fólki og fyrirtækjum í borginni. Veitt stuðning þegar á þarf að halda og staðið við áætlanir um hvernig við ætlum að vaxa út úr kófinu."

Hér er logið á ósvífinn hátt um það að tekjur Reykjavíkurborgar hafi dregist saman. Útgjöldin hafa þanist út sem veldur skuldasöfnun Borgarinnar.

Það þarf að fara aftur til velmektardaga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til að finna jafningja Þórdísar Lóu í ósífnum lygum sem sagði hiklaust svart hvítt ef henni bauð svo við að horfa.

Eyþór Arnalds birtir sannleikann í grein í sama blaði:

"Borgarstjórinn heldur því fram að hröð kólnun í hagkerfinu á fyrri hluta ársins hafi leitt til lækkunar tekna.

Staðreyndin er sú að tekjur Reykjavíkurborgar hækkuðu um 6 milljarða á síðasta ári, þrátt fyrir allt. Reykjavíkurborg er með skatta í botni og glímir ekki við tekjuvanda. Vandi borgarinnar er útgjaldavandi sem ekki sér fyrir endann á.

Af fjórum stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er aðeins eitt þeirra rekið með tapi; Reykjavíkurborg.

Töldu ferðamenn til útgjalda

Í upphafi síðasta árs lét borgarstjórnarmeirihlutinn reikna fyrir sig kostnað vegna komu erlendra ferðamanna. Eins og almenn skynsemi segir okkur, var mikill ábati af ferðaþjónustunni fyrir landsmenn alla. Ekki síst Reykjavíkurborg. En stundum er almenn skynsemi ekki almenn.

Samkvæmt minnisblaði taldist borgin tapa átta milljörðum á ári af komu ferðamanna. Miðað við þetta ætti að vera verulegur hagnaður af því að ferðamenn væru ekki lengur að koma til okkar. Lísa í Undralandi hvað?

112 milljónir á dag

Heildarskuldir Reykjavíkurborgar eru nú 386 milljarðar og hafa aldrei verið hærri. Skuldir borgarinnar jukust um 41 milljarð króna á síðasta ári, eða sem nemur 3.400 milljónum í hverjum mánuði. Þetta samsvarar 112 milljónum á degi hverjum. Alla daga ársins.

Í upphafi kjörtímabilsins var uppgreiðslutími skulda 6 ár og hefur hann nú tvöfaldast á tveimur árum þrátt fyrir stórauknar tekjur. Þetta dæmi sýnir glöggt að núverandi meirihlutasamstarf fjögurra flokka kostar sitt. Reikningurinn er kominn og hann er hár. Hlutverk borgarinnar er aðeins eitt. Það er að þjóna íbúunum. Eyða ekki um efni fram og forgangsraða fjármunum.

Það er líkt og meirihlutinn hafi misst verðskynið. Nú á að fjárfesta í malbikunarstöð. Og setja 4.500 milljónir í að gera breytingar á Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Væri ekki nær að létta byrðar fólksins í borginni og þrengja ekki að rekstri fyrirtækja og ferðum fólks?"

Það verður með ólíkindum ef reykvískir kjósendur láta svona ómerkilegan lygara eins og þessa Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur villa sér sýn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

"að standa vörð um störfin"
Það var fjölda manns sagt upp hjá upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar í Covid og þar var margt fólk með langan starfsaldur hjá Borginni.

Vissulega hefur vinum og vandamönnum verið raðað á jötuna í störf sem hvergi voru auglýst laus til umsóknar m.a. því ekki var hægt að koma saman starfslýsingu á þessum bitlingum þó launin séu mjög góð

Grímur Kjartansson, 6.5.2021 kl. 09:55

2 identicon

Lóa segir hvergi að tekjur borgarinnar hafi dregist saman. En það erf gamalt og ómerkileg pólitískt bragð að leggja andstæðingum sínum orð í munn og gera svo mikið úr því að mótmæla þeim. Slá sig til riddara og gera sig mikinn við að kalla hin ósögðu orð lygar.

Vagn (IP-tala skráð) 6.5.2021 kl. 10:05

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað þýðir þessi setning?

Halldór Jónsson, 6.5.2021 kl. 10:26

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Aðrar tekjur voru 4 ma. kr. undir áætlun.

Halldór Jónsson, 6.5.2021 kl. 10:26

5 identicon

"Aðrar tekjur voru 4 ma. kr. undir áætlun."  Þegar ég var 6 ára áætlaði ég að ég yrði 2 metrar á hæð við 16 ára aldurinn. Sú áætlun stóðst ekki og samt dróst ég ekki saman, bætti við mig tugum sentímetra.

Að standast ekki áætlun um tekjur er allt annað en að minnka í tekjum. Lóa segir hvergi að tekjur borgarinnar hafi dregist saman þó áætlanir um auknar tekjur hafi ekki staðist.

Vagn (IP-tala skráð) 6.5.2021 kl. 12:57

6 identicon

Síðan má benda á það að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir kanna kostnað, hvort sem um hagnað eða tap er að ræða. Allir nema Eyþór, sem þá ætti að halda sig sem fjærst frá öllum ákvörðunum sem varða peninga og kostnað. Hann getur ákveðið hver fer út með ruslapokann en varla nokkuð annað. Undarlegt að hann skuli ekki vilja vita hversu mikið af tekjum Reykjavíkurborgar fari í að þjónusta ferðamenn. Ætli hann sé að undirbúa framboð með þessari ódýru pólitísku þvælu?

Vagn (IP-tala skráð) 6.5.2021 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband