Leita í fréttum mbl.is

Enga aðild að ESB

segir Diljá Mist Einarsdóttir sem vill verða þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Diljá endar grein sína svofellt:

"... Við erum aðilar því sem hentar en stöndum utan við það sem ekki þjónar okkar hagsmunum.

Því hefur verið linnulaust haldið að íslenskum almenningi að við séum svo gott sem aðilar að ESB á grundvelli EES-samningsins vegna þess að við innleiðum svo mikið af regluverkinu (nefnt hefur verið 80-90%) og því allt eins gott að stíga skrefið til fulls.

Þetta eru blygðunarlausar rangfærslur. Í upphafi kjörtímabilsins lét utanríkisráðherra gera úttekt á þessu og leiddi hún svart á hvítu í ljós að frá gildistöku samningsins árið 1994 og til ársloka 2016 innleiddum við Íslendingar 13,4% þeirra gerða sem Evrópusambandið samþykkti á sama tímabili.

Þetta hlutfall hefur lítið breyst á síðustu fimm árum.

Innganga í ESB myndi þýða að allir 34 málaflokkar ESB ættu við um okkur en ekki einungis þeir sem okkur eru hagfelldastir.

Hagsmunagæsla mikilvæg innan EES

En þótt EES-samningurinn sé góður þá fáum við ekkert gefins. Við þurfum sjálf að búa þannig um hnútana að samningurinn þjóni sem best íslenskum hagsmunum og því miður hefur því mikilvæga verkefni ekki alltaf verið sinnt af nægilegri festu, þótt kúvending hafi orðið í þeim efnum á síðustu árum undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.

Það er óskandi að Viðreisn og systurflokkur hennar á þingi haldi umræðu um aðild að Evrópusambandinu sem hæst á lofti í kosningabaráttunni sem fram undan er. Því betur sem að er gáð því verri er hugmyndin um aðild að Íslands að Evrópusambandinu."

Kannski er ástæða til að spyrja hvort forysta Sjálfstæðisflokksins deili eindregið þessari skoðun Diljár? Fóru ekki ESB hugmyndirnar með Viðreisnarliðinu úr Sjálfstæðisflokknum og flokkurinn vill enga aðild að ESB?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418208

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband